Grindvíkingar heimsóttu Borgarnes í gær í Dominosdeild karla, en þar tók á móti þeim fyrrum liðsfélagi þeirra, Magnús Þór Gunnarsson, sem lét þristunum rigna í leiknum. Leikurinn var afar jafn og spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit, þar sem Grindvíkingar voru mun sterkari og unnu að lokum 15 stiga sigur. Eftirfarandi umfjöllun birtist á heimasíðu Skallagrímsmanna í …
8-liða úrslit í bikarnum, fyllum stúkuna!
Grindavík tekur á móti Haukum í Röstinni á morgun, laugardag, í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna. Láki á Salthúsinu verður klár með súpu og brauð á sannkölluðu bikarverði klukkan 13:00 til að hita upp og koma mönnum í gírinn fyrir leikinn. Leikurinn hefst klukkan svo klukkan 15:00 og hvetjum við alla Grindvíkinga til að mæta og fylla stúkuna af gulum og glöðum …
Kristina King með stórleik í sínum fyrsta leik á Íslandi
Grindvíkingar tóku stóran séns fyrir jól þegar ákveðið var að óska ekki eftir því að Rachel Tecca kæmi aftur til Íslands eftir jólafrí. Tecca hafði verið einn af betri erlendu leikmönnum deildarinnar í ár og oftar en ekki borið Grindavíkurliðið á herðum sínum sóknarlega. En þegar menn leggja mikið undir geta þeir líka unnið mikið og miðað við frammistöðu hins …
Haukar lagðir í fyrsta leik ársins
Eftir brösulegt gengi framan af tímabili girtu strákarnir okkar í brók í gær og unnu sannfærandi sigur á Haukum hér á heimavelli, 94-80. Öfugt við það sem hefur oft gerst í vetur þá hrundi leikur okkar manna ekki í 3. leikluta, heldur mættu þeir eins og grenjandi ljón úr búningsklefanum og rúlluðu yfir Haukana, 34-17. Eins og fram hefur komið …
Dósasöfnun kvennaliðs körfunnar stendur yfir NÚNA
Í þessum töluðu orðum, sunnudagseftirmiðdaginn 4. janúar, eru liðsmenn meistaraflokks kvenna ásamt kvennaráði að ganga í hús og safna tómum dósum og flöskum. Dósasöfnunin er ein af mikilvægari fjáröflunum ársins og því vonum við að sem flestir taki vel á móti okkur. Þeir sem eru á leið að heiman geta annað hvort skilið pokana eftir fyrir utan hús sín og …
Breytingar á leikmannamálum hjá báðum meistaraflokkum Grindavíkur í körfunni
Grindvíkingar byrja árið á stórtíðindum í leikmannamálum þetta árið. Rachel Tecca kemur ekki til baka úr jólafríinu í Bandaríkjunum, en hún var þegar búin að kveðja á instagram svo að þessar fréttir ættu ekki að koma mjög á óvart. Þá hefur Maggi Gunn leikið sinn síðasta leik fyrir Grindavík en bræðurnir Jón Axel og Ingvi Guðmundssynir snúa aftur frá Bandaríkjunum. …
Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2014
Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns ársins og íþróttakonu ársins 2014 í Grindavík má sjá hér á neðan. Athöfnin fer fram í Hópsskóla á gamlársdag kl. 13:00 og eru allir Grindvíkingar hjartanlega velkomnir á þessa uppskeruhátíð íþróttafólks. Auk þess að veita verðlaun fyrir íþróttamann og íþróttakonu ársins verða veitt hvatningarverðlaun, verðlaun fyrir fyrstu landsleiki, fyrir titla auk ýmislegs annars. Tilnefndar sem íþróttakonur …
Íþróttanámskrá UMFG
Aðalstjórn UMFG hefur ásamt deildum sínum gert íþróttanámskrár sem lagðar voru fyrir frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar fyrr á þessu ári til samþykktar. Er það hluti af samkomulagi Grindavíkurbæjar og UMFG vegna stuðnings bæjarins við barna- og unglingastarf UMFG. Íþróttanámskráin er lifandi skjal sem á að yfirfara og uppfæra árlega. Áætlunin er virkilega metnaðarfull og má nálgast hana með því að …
Grindvíkingar lokuðu árinu með tveimur sigrum
Eftir ansi brösulega byrjun á tímabilinu hjá meistaraflokki karla í Dominosdeildinni tókst strákunum að enda árið á jákvæðum nótum og geta vonandi haldið áfram á sömu braut á nýju ári. Síðasti leikur ársins var í gærkvöldi þegar Snæfell kom í heimsókn og fóru okkar menn með sigur af hólmi að lokum, 98-87. Fréttaritari síðunnar fjallaði um leikinn fyrir karfan.is og …
Sigur á Val í framlengdum leik
Grindavíkurstúlkur unnu góðan sigur á Val í síðasta leik fyrir jólafrí í gærkvöldi, 71-77 og skutu sér í kjölfarið í 4. sæti deildarinnar. Valsstúlkur léku án síns erlenda leikmanns en það virtist lítið há þeim og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í leiknum. Rachel Tecca lét óvenju lítið fyrir sér fara í þessum leik, en skilaði þó tvöfaldri …