Grindavík mætir Njarðvík í undanúrslitum bikarins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Dregið var í undanúrslit í bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta í hádeginu í dag og drógust Grindavíkurstúlkur gegn Njarðvíkingum. Þó svo að enginn leikur sé auðveldur í bikarnum þá má engu að síður segja að um draumadrátt hafa verið að ræða fyrir Grindavík þar sem að hinir möguleikarnir voru Keflavík og Snæfell. Leikirnir í 4-liða úrslitunum fara fram 1. og 2. febrúar

Á myndinni eru þau Sveinbjörn Claessen leikmaður ÍR og Ingibjörg Jakobsdóttir leikmaður Grindavíkur sem sáu um bikardráttinn í dag en þau eiga það sammerkt að bæði hafa orðið bikarmeistarar á ferlinum.

Mynd: Karfan.is