Grindavíkurstúlkur sóttu Hólminn heim í gær og voru eflaust fullar bjartsýni eftir sigur í síðasta leik. Framan af var leikurinn í járnum en í 2. leikhluta skelltu Snæfellingar öllu í lás og Grindvíkingar skoruðu aðeins 6 stig í fjórðungnum. Eftir það virtist aðeins vera formsatriði fyrir heimastúlkur að klára leikinn. Grindvíkingar söknuðu augljóslega Maríu Ben, sem verður ekki meira með …
Nýr þjálfari kynntur til leiks í dag
Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar mun kynna og skrifa undir við nýja þjálfara fyrir karlaliðið fyrir komandi tímabil í anddyri nýju íþróttamiðstöðvarinnar kl 17:30 í dag, miðvikudag. Allir velkomnir.
María Ben ekki meira með í vetur
Karfan.is greindi frá því í gær að María Ben Erlingsdóttir væri úr leik það sem eftir lifir tímabils. Grindvíkingar geta þó huggað sig við það að ekki er um alvarleg meiðsli að ræða heldur óléttu. Óskum við María til hamingju með tilvonandi afkomanda og góðs gengis á meðgöngunni. Um töluverða blóðtöku er að ræða fyrir Grindavíkurliðið enda María landsliðsmiðherji sem …
Jóhann Ólafs og Gummi Braga taka við liði meistaraflokks karla
Körfuknattleiksdeild UMFG kynnti í dag til leiks nýjan þjálfara og aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Þessa tvo heiðursmenn þarf auðvitað ekki að kynna fyrir neinum Grindvíkingi, en Jóhann Ólafsson verður aðalþjálfari liðsins og honum til aðstoðar verður Guðmundur Bragason. Jóhann hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari liðsins og færir sig því um einn rass á bekknum. Þá er Guðmundur ekki ókunnur þjálfun Grindavíkurliðsins …
Stelpurnar á leiðinni í Hólminn í kvöld og þú líka!
Það sýndi sig og sannaði í síðasta leik að öflugur stuðningur úr stúkunni vegur þungt í erfiðum leikjum. Þriðji undanúrslitaleikur Grindavíkur og Snæfells fer fram í kvöld í Stykkishólmi og nú ríður á að stuðningsmenn Grindavíkur sýni sinn stuðning í verki og fjölmenni í Hólminn. Allir á völlinn og áfram Grindavík!
Grindavík jafnaði einvígið gegn Snæfelli, 1-1
Grindavíkurstúlkur tóku á mæti Snæfelli á laugardaginn í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Dominosdeildar kvenna. Eftir sárt tap í fyrsta leik komu okkar stúlkur sterkar til baka í þessum leik og unnu að lokum góðan sigur, 79-72. Snæfellingar voru sterkari framan af en í seinni hálfleik skelltu Grindvíkingar í lás í vörninni, lokuðu vel á Kanann hjá Snæfelli og …
Grindvíkingar Íslandsmeistarar í minnibolta stúlkna
Grindvíkingar lönduðu Íslandsmeistaratitli um helgina, en stúlkurnar í minniboltanum urðu meistarar um helgina. Þjálfari þeirra er þungavigtarþjálfarinn Ellert Magnússon en þetta er svo sannarlega ekki fyrsti titilinn sem Elli færir heim í hérað og örugglega ekki sá síðasti. Óskum við þessum efnilegu stúlkum til hamingju með titilinn.
Allir í Röstina á morgun!
Við minnum á að stelpurnar okkar spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppninni í ár á morgun, laugardag, kl. 16:30. Stelpurnar taka á móti deildarmeisturum Snæfells sem jafnframt eru ríkjandi Íslandsmeistar og þurfa þær á þínum stuðningi að halda til að klára þennan leik. Mætum öll á völlinn og sýnum stuðning í verki. Áfram Grindavík!
Tap í fyrsta leik gegn Snæfelli
Úrslitakeppnin fór ekki vel af stað hjá stelpunum en þær töpuðu í gærkvöldi nokkuð stórt í Stykkishólmi, 66-44. Grindvíkingar léku án Maríu Ben og óvíst hvort hún leiki meira með á tímabilinu. Okkar konur börðust vel í þessum leik og voru í góðum séns framan af en heimastúlkur tóku leikinn yfir hægt og bítandi í seinni hálfleik og lönduðu að …
Sverrir Þór hættir hjá Grindavík eftir tímabilið
Það er skammt stórra högga á milli hjá körfuboltanum en í gær greindum við frá því að Ólafur Ólafsson væri á leið í atvinnumennsku í Frakklandi og síðdegis í gær bárust svo þær fréttir að Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari beggja meistaraflokka UMFG í körfubolta, hafi ákveðið að hætta eftir tímabilið. Sverrir hefur þjálfað meistaraflokk karla undanfarin þrjú ár og í …