Allir í Röstina á morgun!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Við minnum á að stelpurnar okkar spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppninni í ár á morgun, laugardag, kl. 16:30. Stelpurnar taka á móti deildarmeisturum Snæfells sem jafnframt eru ríkjandi Íslandsmeistar og þurfa þær á þínum stuðningi að halda til að klára þennan leik. Mætum öll á völlinn og sýnum stuðning í verki.

Áfram Grindavík!