María Ben ekki meira með í vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Karfan.is greindi frá því í gær að María Ben Erlingsdóttir væri úr leik það sem eftir lifir tímabils. Grindvíkingar geta þó huggað sig við það að ekki er um alvarleg meiðsli að ræða heldur óléttu. Óskum við María til hamingju með tilvonandi afkomanda og góðs gengis á meðgöngunni. Um töluverða blóðtöku er að ræða fyrir Grindavíkurliðið enda María landsliðsmiðherji sem skilur eftir sig vandfyllt skarð í teignum. Það mun því áfram mæða mikið á liðsfélögum hennar sem verða einfaldlega að þétta raðirnar og berjast til síðasta blóðdropa.