Whitney Frazier fór hamförum í fyrsta leik sínum fyrir Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Leiktíðin hjá Grindavíkurkonum í körfubolta hófst nú í liðinni viku þegar liðið tók á móti Breiðabliki í Lengjubikaranum. Okkar konur rúlluðu gestunum upp en lokatölur urðu 94-51. Glöggir aðdáendur liðsins ráku sennilega upp stór augu þegar þeir rýndu í tölfræði leiksins en samkvæmt henni var gamla kempan Stefanía Ásmundsdóttir með magnaða endurkomu í lið Grindavíkur, stigahæst með 22 stig, 6 …

Æfingagjöld UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo, UMFG

      Heil og sæl foreldar  / forráðamenn, Nú fer starfið innan deilda UMFG að byrja og viljum við byrja á því að benda öllum á að skrá börnin sín í þær deildir sem ætla sér að stunda íþróttir í.  Innskráningaferlið er kynnt hérna http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold  og þar eru ítarlegar upplýsingar um hvernig skal skrá barnið inn í flokka t.d hérhttp://www.grindavik.is/gogn/umfg/Leibeiningar_fyrir_innskraningakerfi_Nora_hja_UMFG_i_myndum.pdf  Þeir …

Körfuboltaskólinn um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Nú er körfuboltavertíðin að hefjast og ætlar meistaraflokkur karla að halda körfuboltaskóla helgina 29.-30. ágúst. Þessi skóli er frábær leið til þess að byrja körfuboltaveturinn þar sem allir leikmenn meistaraflokks karla þjálfa krakkana í íþróttinni. Einnig halda vel valdir leikmenn fyrirlestra um það sem þarf til þess að njóta og ná langt í körfubolta og öðrum íþróttum, til dæmis mikilvægi …

Grindvíkingar sópa upp fyrrum leikmönnum KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Kvennalið Grindavíkur í körfubolta tilkynnti um enn einn liðsstyrkinn fyrir veturinn í gær þegar Björg Einarsdóttir skrifaði undir samning við félagið. Björg lék með KR síðastliðinn vetur en KR hefur dregið lið sitt út úr keppni í úrvalsdeild þennan veturinn. Björg sem er fædd 1992 leikur sem bakvörður. Hún þykir góð þriggja stiga skytta og mun eflaust styrkja hóp Grindavíkur. …

Æfingatafla UMFG veturinn 2015-2016

SkotdeildFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Æfingatöflur allra deilda UMFG, fyrir utan knattspyrnudeild, fyrir veturinn 2015-2016 eru tilbúnar og má sjá hér að neðan (útgáfa 0,4). Þær geta að sjálfsögðu tekið breytingum og verður til tilkynnt á heimasíðum deildanna. Æfingatöflur flestra deilda taka gildi 1. september en júdódeildin byrjar í dag, 26. ágúst. Knattspyrnudeildin gefur út bráðabirgðatöflu fljótlega fyrir fyrstu vikurnar. Frístundahandbók Grindavíkur með upplýsingum um …

Nýjung hjá UMFG: Sameiginlegar þrekæfingar allra deilda fyrir 5.-10. bekk

SkotdeildFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Athygli er vakin á sameiginlegum þrekæfingum allra deilda UMFG í vetur fyrir 5.-10. bekk, tvisvar í viku. Deildirnar munu skiptast á að sjá um þrekæfingarnar en þær hefjast miðvikudaginn 2. september og fara fram í litla salnum (gamla anddyrinu) í íþróttahúsinu. Iðkendur eru hvattir til að nýta sér þessa viðbót við æfingaflóruna. Æfingarnar eru sem hér segir: Mánudagar5.-7. bekkur kl. …

Helga Einarsdóttir leikur með Grindavík í vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Kvennaliði Grindavíkur í körfunni barst mikill liðsstyrkur í dag þegar miðherjinn Helga Einarsdóttir skrifaði undir samning við félagið. Helga sem er uppalinn á Sauðárkróki hefur undanfarin átta leikið með KR-ingum og var fyrirliði liðsins síðustu þrjú tímabil. Helga sem er 186 cm á hæð er sannkölluð frákastavél og mun sannarlega styrkja liðið mikið í baráttunni í teignum í vetur. Lið …

Nökkvi lét þristunum rigna með U16 í Búlgaríu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

U16 ára landslið karla í körfubolta lauk leik á Evrópumótinu um helgina, en mótið var haldið í Búlgaríu. Liðið lék 9 leiki á mótinu, vann fjóra en tapaði fimm, þar á meðal lokaleiknum gegn gestgjöfum Makedóníu. Við Grindvíkingar áttum okkar fulltrúa á mótinu en Nökkvi Már Nökkvason var einn af bestu leikmönnum Íslands á mótinu. Nökkvi lék alla 9 leiki …

Sumaræfingar körfuboltans hefjast á ný

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sumaræfingar körfunar hefjast á ný í dag eftir stutt sumarleyfi. Æfingar eru í boði fyrir alla aldurshópa og að sjálfsögðu bæði kyn. Jón Axel sér um æfingar fyrir 6-8 ára og 9-11 ára eins og hann hefur gert í sumar og Daníel Guðni, nýráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna, sér um afreksæfingarnar. Hefðbundnar körfuboltaæfingar hefjast svo þann 1 .september. Við hvetjum krakka …

Lilja Ósk og Ingunn Embla skrifuðu undir samninga í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er það sönn ánægja að tilkynna að þær Lilja Ósk Sigmarsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir hafa skrifað undir 2 ára samninga við félagið. Lilja er uppaldinn Grindvíkingur og spilaði með okkur á síðasta tímabili en Ingunn hefur alla tíð spilað með Keflavík. Ingunn er fædd árið 1995, er 170 cm á hæð og spilar stöðu bakvarðar. Hún var …