Grindavíkurkonur brunuðu austur Suðurstrandarveginn í gær og heimsóttu Frystikistuna í Hveragerði. Það er skemmst frá því að segja að heimastúlkur voru ískaldar og áttu aldrei möguleika í lið Grindavíkur en það hefur verið mikill stígandi í leik liðsins í síðustu leikjum. Grindavík fór að lokum með 35 stiga sigur af hólmi, 56-91. Karfan.is var á leiknum og fjallaði um hann: …
Röstin heitir Mustad höllin næstu þrjú árin
Íþróttahús Grindavíkur, sem um árabil hefur borið nafnið Röstin, hefur fengið nýtt nafn. Í hálfleik í viðureign Grindavíkur og Vals síðastliðinn laugardag skrifuðu körfuknattleiksdeildin og norska fyrirtækið Mustad Autoline undir samstarfssamning og mun íþróttahúsið því bera nafnið „Mustad höllin“ til næstu þriggja ára í það minnsta. Mustad borðinn prýðir nú vegginn yfir titlum Grindavíkur í körfubolta.
Viðsnúningur í seinni hálfleik tryggði góðan sigur á Hetti
Grindvíkingar tóku á móti Hetti í Dominsdeild karla í gærkvöldi. Í fyrri háfleik leit allt út fyrir að nýliðarnir myndu fara með sigur af hólmi í einvíginu en algjör viðsnúningur varð á leiknum í hálfleik og okkar menn lönduðu góðum sigri að lokum, 86-74. Jón Axel Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og nældi í þrefalda tvennu annan leikinn í röð, …
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir til Grindavíkur
Nú rétt í þessu voru að berast stórtíðindi úr kvennakörfuboltanum en einn af betri leikmönnum Íslands, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, var að skrifa undir samning við Grindavík. Sigrún hóf leik í vetur á heimaslóðum með Skallagrími þar sem hún skoraði 31,5 stig að meðaltali í leik og tók 8,5 fráköst, en hún lék í sænsku úrvalsdeildinni síðastliðinn vetur. Það er enginn …
Frazier með 40 stig í opnunarleik tímabilsins
Formleg vígsluathöfn hins nýja íþróttmannvirkis okkar Grindvíkinga fór fram í dag og var dagskráin glæsileg. Einn af hápunktum dagsins var fyrsti leikur Grindavíkur í vetur í Dominos deild kvenna en þær tóku á móti Valskonum í dag. Í hálfleik var skrifað undir fjöldan allan af samningum við íþróttafélög í bænum en einnig við nýjan styrktaraðila hjá körfunni, Mustad. Það er …
Jón Axel með þrefalda tvennu í spennusigri á Selfossi
Grindvíkingar hófu leik í Dominosdeild karla í gærkvöldi gegn liði FSu á Selfossi. Grindvíkingar eru án erlends leikmanns þar sem Hector Harold var sendur heim á dögunum og Eric Wise hefur ekki fengið leikheimild. Nýliðar FSu mættu dýrvitlausir til leiks og ætluðu greinilega að sanna að þeir ættu fullt erindi í þessa deild og voru okkar menn í stökustu vandræðum …
Grindavíkurliðunum spáð erfiðum vetri í Dominosdeildunum
Árlegur blaðamannafundur KKÍ og Dominos fór fram í Laugardalshöll síðastliðinn þriðjudag, þar sem fyrirliðar og formenn liðanna spá fyrir um gengi þeirra í vetur. Við Grindvíkingar erum orðnir vanir því að vera í toppbaráttunni flest ár og gerum kröfur um árangur. Ef spáin í ár gengur eftir verða Grindavíkurliðin þó nokkuð fjarri þeirri baráttu í ár en karlaliðinu er spáð …
Hitað upp fyrir Dominos deildina, Daníel Guðni í viðtali við karfan.is
Keppni í Dominosdeild kvenna hefst núna um helgina en Grindvíkingar taka á móti Valskonum í fyrsta heimaleik sínum núna á laugardaginn kl. 16:30. Karfan.is hefur undanfarna daga verið að hita upp fyrir deildina, tekið púlsinn á þjálfurum liðanna og kannað hvernig liðin eru stemmd fyrir komandi vetur. Hér að neðan fylgir viðtalið sem Karfan tók við Daníel Guðna, þjálfara Grindavíkur. …
Hitað upp fyrir Dominos deildina, Jóhann Þór í viðtali við karfan.is
Karlalið Grindavík hefur leik í Dominos deildinni á útivelli þetta árið en fyrsti leikur tímabilsins verður á Selfossi gegn FSu núna á fimmtudaginn kl. 19:15. Grindvíkingar urðu fyrir töluverðri blóðtöku í vor en einn besti leikmaður Íslandsmótsins á síðasta tímabili, Ólafur Ólafsson, er farinn til Frakklands í atvinnumennsku. Karfan.is tók nýjan þjálfara liðsins, Jóhann Þór Ólafsson tali: Það eru alltaf …
Snautleg frammistaða Grindavíkurkvenna í leik um meistara meistaranna
Kvennalið Grindavíkur heimsótti Stykkishólm um helgina þar sem leikið var um titilinn “Meistari meistaranna”. Liðin höfðu mæst í Grindavík fyrir skömmu í Lengjubikarnum þar sem Grindavík vann sigur í miklum spennuleik. Það var allt annað uppi á teningnum sem í þessum leik sem varð aldrei spennandi og Snæfellskonur fóru að lokum með yfirburðasigur af hólmi, 79-45. Nú er uppitunarleikjum fyrir tímabilið …