Íslandsmeistararnir fóru illa með Grindvíkinga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

KR-ingar mættu í heimsókn í Mustad höllina í gær og sýndu að það er engin tilviljun að þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Grindvíkingar héngu í þeim í byrjun en hægt og bítandi tóku KR leikinn algjörlega yfir og enduðu á að rúlla algjörlega yfir okkar menn sem áttu fá svör við leik KR-inga á báðum endum vallarins. Lokatölur urðu 73-93. Fréttaritari …

Góður sigur í Þorlákshöfn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar gerðu góða ferð eftir Suðurstrandarveginum á föstudagskvöldið þegar þeir sóttu sigur til Þorlákshafnar. Eric Wise var öflugur undir körfunni gegn hávaxnasta leikmanni deildarinnar, Ragga Nat, og skoraði 30 stig. Lokatölur leikins urðu 74-84 Grindvíkingum í vil. Karfan.is fjallaði um leikinn: „Í kvöld tókust Þór Þorlákshöfn og Grindavík á í Icelandic Glacial Höllinni í 7. umferð Domino´s deildar karla. Gestirnir …

Sigrún Sjöfn fulltrúi Grindavíkur í landsliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þeir Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa valið þá 12 leikmenn sem halda á morgun til Ungverjalands og leika í fyrsta leik kvennalandsliðsins í undankeppni EuroBasket 2017. Grindavík átti þrjá fulltrúa í æfingahópnum en þær Björg Einarsdóttir og Petrúnella Skúladóttir þurftu báðar að draga sig útúr honum vegna meiðsla. Sigrún SJöfn Ámundadóttir verður því eini fulltrúi Grindavíkur í …

Svekkjandi tap gegn toppliði Keflavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti taplausu liði Keflavíkur núna á föstudeginum þrettánda. Hvort að þessi meinti óhappadagur hafi haft einhver áhrif á úrslit leiksins skal ósagt látið en leikmenn Grindavíkur virtust þó ekki vera sérlega vel upplagðir í þessum leik og létu dómgæsluna fara hressilega í taugarnar á sér. Leikurinn var nokkuð jafn og liðin skipust á áhlaupum en að lokum …

Sigur á Valskonum í spennuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur mættu með vængbrotið lið til leiks á Hlíðarenda í gær en þær Björg, Helga, Ingibjörg og Petrúnella eru allar frá vegna meiðsla í augnablikinu. Liðið lét þó ekki á sig fá og þjappaði sér saman í gærkvöldi og lönduðu okkar konum að lokum sigri í miklum spennuleik, 63-66. Sigrún Sjöfn tryggði sigurinn með þristi í lokin en Whitney Frazier …

Grindavík tekur á móti Keflavík í kvöld, matarveisla fyrir leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tekur á móti Keflavík í Dominos deild karla í kvöld kl. 19:15 hér í Mustad höllinni. Keflavík er eina taplausa liðið í deildinni og ætla Grindvíkingar sér að breyta því. Fyrir leikinn býður stjórn körfuknattleiksdeildarinnar til glæsilegrar matarveislu fyrir þá sem hafa tryggt sér stuðningsmannakort fyrir veturinn eða hafa áhuga á að bætast í þann hóp. Í tilkynningunni frá …

Leikjaskrá körfuboltans komin á netið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Leikjaskrá körfuknattleiksdeildar UMFG er komin, rjúkandi heit úr prentsmiðjunni og verður borin út í hús hér í bæ fljótlega. Þeir sem vilja taka forskot á sæluna eða eru ekki svo lánsamir að búa hér í Grindavík geta lesið þetta glæsilega blað með því að smella hér. Við minnum svo á leikinn í kvöld, Grindavík – Keflavík kl. 19:15 – Áfram …

Þrír leikmenn Grindavíkur í æfingahópinn fyrir undankeppni EuroBasket 2017

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Í dag var tilkynnt um hvaða 15 leikmenn voru valdir í æfingahóp fyrir undankeppni EM í körfubolta kvenna, en lokakeppnin fer fram árið 2017. Íslenska kvennalandsliðið mun hefja keppni laugardaginn 21. nóvember. Fyrsti leikur liðsins verður í Ungverjalandi í borginni Miskolc og svo tekur við heimaleikur í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 25. nóvember gegn Slóvakíu. Þrír leikmenn Grindavíkur eru í hópnum, en það …

Fyrsta matarveisla vetrarins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Nú koma Keflvíkingar í heimsókn á föstudagkvöldið og við í körfunni notum að sjálfsögðu tækifærið og bjóðum í fyrstu matarveislu tímabilsins fyrir þá sem eru í stuðningskortahópnum okkar. Við byrjum þetta með eðal fiskiveislu og fáum til þess mikið bakköpp frá Stakkavíkurmæðgum sem og Stakkavík fyrirtækinu sjálfu. Við opnum Gjánna kl 17:30 og tökum vel á móti gestum með opinn …