Grindvíkingar gerðu góða ferð eftir Suðurstrandarveginum á föstudagskvöldið þegar þeir sóttu sigur til Þorlákshafnar. Eric Wise var öflugur undir körfunni gegn hávaxnasta leikmanni deildarinnar, Ragga Nat, og skoraði 30 stig. Lokatölur leikins urðu 74-84 Grindvíkingum í vil. Karfan.is fjallaði um leikinn: „Í kvöld tókust Þór Þorlákshöfn og Grindavík á í Icelandic Glacial Höllinni í 7. umferð Domino´s deildar karla. Gestirnir …
Sigrún Sjöfn fulltrúi Grindavíkur í landsliðinu
Þeir Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa valið þá 12 leikmenn sem halda á morgun til Ungverjalands og leika í fyrsta leik kvennalandsliðsins í undankeppni EuroBasket 2017. Grindavík átti þrjá fulltrúa í æfingahópnum en þær Björg Einarsdóttir og Petrúnella Skúladóttir þurftu báðar að draga sig útúr honum vegna meiðsla. Sigrún SJöfn Ámundadóttir verður því eini fulltrúi Grindavíkur í …
Svekkjandi tap gegn toppliði Keflavíkur
Grindavík tók á móti taplausu liði Keflavíkur núna á föstudeginum þrettánda. Hvort að þessi meinti óhappadagur hafi haft einhver áhrif á úrslit leiksins skal ósagt látið en leikmenn Grindavíkur virtust þó ekki vera sérlega vel upplagðir í þessum leik og létu dómgæsluna fara hressilega í taugarnar á sér. Leikurinn var nokkuð jafn og liðin skipust á áhlaupum en að lokum …
Sigur á Valskonum í spennuleik
Grindavíkurkonur mættu með vængbrotið lið til leiks á Hlíðarenda í gær en þær Björg, Helga, Ingibjörg og Petrúnella eru allar frá vegna meiðsla í augnablikinu. Liðið lét þó ekki á sig fá og þjappaði sér saman í gærkvöldi og lönduðu okkar konum að lokum sigri í miklum spennuleik, 63-66. Sigrún Sjöfn tryggði sigurinn með þristi í lokin en Whitney Frazier …
Grindavík tekur á móti Keflavík í kvöld, matarveisla fyrir leik
Grindavík tekur á móti Keflavík í Dominos deild karla í kvöld kl. 19:15 hér í Mustad höllinni. Keflavík er eina taplausa liðið í deildinni og ætla Grindvíkingar sér að breyta því. Fyrir leikinn býður stjórn körfuknattleiksdeildarinnar til glæsilegrar matarveislu fyrir þá sem hafa tryggt sér stuðningsmannakort fyrir veturinn eða hafa áhuga á að bætast í þann hóp. Í tilkynningunni frá …
Leikjaskrá körfuboltans komin á netið
Leikjaskrá körfuknattleiksdeildar UMFG er komin, rjúkandi heit úr prentsmiðjunni og verður borin út í hús hér í bæ fljótlega. Þeir sem vilja taka forskot á sæluna eða eru ekki svo lánsamir að búa hér í Grindavík geta lesið þetta glæsilega blað með því að smella hér. Við minnum svo á leikinn í kvöld, Grindavík – Keflavík kl. 19:15 – Áfram …
Styrktaræfingar hætta
Tekin hefur verið ákvörðun um að styrktaræfingar sem halda átti á vegum allra deilda UMFG verði felldar niður. Því verða engar styrktaræfingar eins og staðan er en verið er að skoða breytingar varðandi framhald af æfingum.
Þrír leikmenn Grindavíkur í æfingahópinn fyrir undankeppni EuroBasket 2017
Í dag var tilkynnt um hvaða 15 leikmenn voru valdir í æfingahóp fyrir undankeppni EM í körfubolta kvenna, en lokakeppnin fer fram árið 2017. Íslenska kvennalandsliðið mun hefja keppni laugardaginn 21. nóvember. Fyrsti leikur liðsins verður í Ungverjalandi í borginni Miskolc og svo tekur við heimaleikur í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 25. nóvember gegn Slóvakíu. Þrír leikmenn Grindavíkur eru í hópnum, en það …
Fyrsta matarveisla vetrarins
Nú koma Keflvíkingar í heimsókn á föstudagkvöldið og við í körfunni notum að sjálfsögðu tækifærið og bjóðum í fyrstu matarveislu tímabilsins fyrir þá sem eru í stuðningskortahópnum okkar. Við byrjum þetta með eðal fiskiveislu og fáum til þess mikið bakköpp frá Stakkavíkurmæðgum sem og Stakkavík fyrirtækinu sjálfu. Við opnum Gjánna kl 17:30 og tökum vel á móti gestum með opinn …
Grindavík tapaði Suðurnesjaslagnum í Keflavík
Grindavík sótti nágranna sína í Keflavík heim núna á laugardaginn en okkar konur mættu til leiks án tveggja lykilmanna, en þær Helga og Petrúnella eru báðar frá vegna meiðsla. Keflvíkingar hafa einnig orðið fyrir ýmsum skakkaföllum við upphaf móts, en meðalaldur leikmanna liðsins er rúmlega 18 ár. Til að gera langa sögu stutta þá voru heimastúlkur skrefinu á undan svo …