Grindvíkar tóku á móti Tindastólsmönnum í Dominos deild karla í gærkvöldi, en þetta var fyrsti leikur Grindavíkur eftir brotthvarf Eric Wise sem reynir nú fyrir sér í S-Kóreu. Leikmannaglugginn opnast ekki fyrr en á nýju ári sem þýðir að Grindvíkingar verða Kanalausir í síðasta leik ársins sem er útileikur gegn grönnum okkar í Njarðvík. Fréttaritari síðunnar var forfallaður á leiknum …
Dregið í 8-liða úrslit bikarsins
Í dag var dregið í 8-liða úrslit Powerade bikarsins. Grindavík er ríkjandi bikarmeistari kvenna, en þær mæta Haukum hér á heimavelli. Karlalið fékk útileik í sinni viðureign, en þeir heimsækja Fjósið í Borgarnesi þar sem 1. deilarlið Skallgríms tekur á móti þeim. 8-liða úrslit karlaNjarðvík b – Keflavík Þór Þorlákshöfn – HaukarSkallagrímur – GrindavíkHaukar b/KR – Njarðvík 8-liða úrslit kvenna …
Góður bikardagur hjá Grindavík í gær
Það var sannkölluð bikarveisla í Mustad-höllinni í gær. Hún byrjaði 16:30 þegar ríkjandi bikarmeistar kvenna tóku á móti 1. deildarliði Njarðvíkur og unnu þar nokkuð þægilegan sigur, 86-61, þar sem ungir og minna reyndir leikmenn fengu drjúgan spilatíma. Klukkan 19:15 komu svo ríkjandi bikarmeistarar karla, Stjarnan, í heimsókn og er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar pökkuðu þeim algjörlega …
Grindvíkingar misstu taktinn í seinni hálfleik
Grindvíkingar heimsóttu Hauka í Schenker-höllina í gær, í síðasta leik Eric Wise sem heldur nú í víking til S-Kóreu. Ekki var mikið skorað í leiknum en staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-15, okkar mönnum í vil. Þeir leiddu svo einnig í hálfleik, 32-37 en Haukarnir léku afar vel í seinni hálfleik meðan fátt gekk upp hjá okkar mönnum og lönduðu …
Bikartvíhöfði í Mustad höllinni á sunnudaginn
Það verður svokallaður bikartvíhöfði í Grindavík núna á sunnudaginn. Klukkan 16:30 mætast Grindavík og Njarðvík í bikarkeppni kvenna og svo strax þar á eftir Grindavík og Stjarnan í karlaflokki kl. 19:15. Fjölmennum á völlinn og styðjum okkar lið til sigurs. Áfram Grindavík!
Guðmundur Bragason lætur af störfum vegna anna
Guðmundur Bragason, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í körfubolta það sem af er vetri, hefur beðist lausnar frá þjálfunarstörfum sökum mikilla anna í vinnu. Stjórnin sýnir Gumma fullan skilning og þakkar honum fyrir vel unnin störf. Yfirlýsingu stjórnarinnar má lesa í heild sinni hér að neðan: „Sökum mikilla anna í vinnu hefur Guðmundur Bragason tilkynnt Stjórn Kkd UMFG …
Eric Wise á leið til S-Kóreu
Það ætlar ekki að ganga þrautalaust hjá Grindvíkingum að ráða til sín Kana þetta tímabilið í karlakörfunni. Fyrst var Hector Harold sendur heim áður en að keppni í Dominos deildinni hófst og nú hefur eftirmaður hans, Eric Wise, fengið tilboð frá S-Kóreu sem hann getur ekki hafnað. Eric var með 26 stig og rúm 10 fráköst í þeim 5 leikjum …
14 Grindvíkingar í æfingahópum unglingalandsliðanna
Grindvíkingar eiga 14 fulltrúa í æfingahópum U15, U16 og U18 landsliða Íslands 2016 en hóparnir voru birtir á heimasíðu KKÍ í dag. Þar af eru 11 stúlkur úr Grindvík úr tveimur mjög sterkum og efnilegum árgöngum. Eftirfarandi leikmenn úr Grindavík voru valdir til æfinga sem verða dagana 19.-21. desember: U16 stúlkna Angela Björg SteingrímsdóttirHalla Emilía GarðarsdóttirHrund SkúladóttirTelma Lind Bjarkardóttir Viktoría Líf …
Einstefna í Mustad höllinni í gær
Grindavíkurkonur komur endurnærðar til leiks í gær eftir landsleikjahlé í Dominos deild kvenna og unnu stórsigur á botnliði Hamars í gær, 102-48. Leikurinn var algjör einstefna frá fyrstu mínútu og gestirnir sáu aldrei til sólar. Staðan var 28-12 eftir fyrsta leikhluta og 54-25 í hálfleik. Okkar konur slökuðu lítið á í seinni hálfleik og unnu báða leikhlutana og leikinn að …
Íslandsmeistararnir fóru illa með Grindvíkinga
KR-ingar mættu í heimsókn í Mustad höllina í gær og sýndu að það er engin tilviljun að þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Grindvíkingar héngu í þeim í byrjun en hægt og bítandi tóku KR leikinn algjörlega yfir og enduðu á að rúlla algjörlega yfir okkar menn sem áttu fá svör við leik KR-inga á báðum endum vallarins. Lokatölur urðu 73-93. Fréttaritari …