Bikarmeistarar Grindavíkur léku gegn Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitaleik Powerade bikarsins núna á laugardaginn og er skemmst frá því að segja að bikarinn hefur yfirgefið Grindavík og er farinn í Stykkishólm. Leikurinn fór illa af stað fyrir okkar konur sem voru ekki að finna sig í skotunum sínum en eftir 6 mínútna leik voru þær aðeins búnar að skora eina körfu …
Bikarblaðið komið út
Bikarblað körfuknattleiksdeildarinnar er komið út, en eins og allir vita eru Grindvíkingar á leið með fjögur lið í bikarúrslit í ár. Stóri leikurinn er á morgun kl. 14:00 og gerum við ekki ráð fyrir öðru en að stúkan í Laugardalshöllinni verði fagurgul! Bikarblaðið var borið út í öll hús í Grindavík í gær en hér að neðan má sjá netútgáfu …
Forsalan á bikarúrslitin framlengd
Grindavíkingar athugið! Forsalan á bikarúrslitin hér í heimabyggð hefur verið framlengd. Hægt er að nálgast miðana hjá Lindu í Palóma, aðeins örfáir miðar eftir. Það er opið til 18:00 en Linda tekur við pöntunum í síma 777-3322 og verður með þetta heima hjá sér í kvöld. Sjáumst á morgun í gulri höll!
Mustad baráttukveðjur!
Mustad Autoline, Mustad Hooks og Ísfell ehf. óska körfuknattleiksliði kvenna í Grindavík góðs gengis í úrslitaleik gegn Snæfelli næstkomandi laugardag. Fyrirtækin eru stolt af árangri liðsins og ánægja ríkir með samstarfið við UMFG og þann íþróttaanda sem ríkir í Mustad-höllinni. Samstarfið hófst á haustmánuðum 2015 og gildir fram til vors 2018. Áfram Grindavík!
Forsölu á bikarleikinn lýkur í dag
Góðir Grindavíkingar! Stóra stundin nálgast nú óðfluga. Stelpurnar okkar leika til úrslita í Powerade bikarnum núna á laugardaginn, í Laugardalshöll kl. 14:00. Forsala miða á leikinn er nú í fullum gangi hjá Lindu í Palóma og henni lýkur í dag kl. 18:00. Miðarnir kosta 2.000 kr í forsölu og gildir miðinn á báða úrslitaleikina. Athugið að miðinn kostar 2.500 kr …
Gulur dagur á morgun
Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að það eru bikarúrslitaleikir í Laugardalshöll um helgina, þar sem Grindavík á fjögur lið. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta í höllina, en forsölu lýkur í dag kl. 18:00 í Palóma. Til að keyra upp bikarstemminguna verður gulur dagur á morgun hjá stofnunum bæjarsins og hvetjum við alla til að mæta …
Grindavík vann nágrannaslaginn í Keflavík
Grindvíkingar virðast heldur betur vera að rétta úr kútnum í Dominosdeild karla en þeir hafa nú unnið tvö topplið röð. Fyrst gegn Stjörnunni á föstudaginn og svo í gær gegn toppliði Keflavíkur. Leikmönnum var nokkuð heitt í hamsi í gær en okkar menn létu dómarana ekki fara í skapið á sér heldur sigldu sigrinum sallarólegir í höfn, en þeir fóru …
Forsala á bikarúrslitin í fullum gangi
Forsala á bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni þann 13. febrúar er nú í fullum gangi hjá Lindu í Palóma. Miðarnir kostar 2.000 kr. í forsölu hjá UMFG en 2.500 kr. í hurðinni á leikdegi. Athugið að aðeins 300 miðar eru í boði í forsölu en henni lýkur á fimmtudaginn. Miðarnir gilda bæði á karla og kvennaleikina.
Dýrmæt stig í hús í Dominosdeildum beggja kynja um helgina
Helgin var grindvískum körfuknattleiksliðum góð en mikilvæg stig komu í hús í Mustad höllinni, bæði hjá strákunum og stelpunum. Strákarnir riðu á vaðið á föstudaginn þar sem þeir unnu flottan baráttusigur á Stjörnunni, 78-65, og stelpurnar fylgdu svo í kjölfarið á laugardaginn þar sem þær sigruðu Keflavík, 75-66. Sigurinn hjá stelpunum var afar dýrmætur í baráttunni um 3.-4. sætið í …
Fýluferð í Hólminn hjá stelpunum
Grindvíkingar hafa ekki átt ánægjulegar ferðir í Stykkishólm síðustu vikur. Strákarnir töpuðu framlengdum leik þar á dögunum og í gær töpuðu stelpurnar líka, 75-69. Karfan.is var með fréttaritara á staðnum sem gerði leiknum skil: „Fyrir leikinn í kvöld voru liðin búinn að mætast tvívegis í Domino’s deildinni þar sem Snæfell hafði sigrað í báðum leikjum, enginn breyting varð á í …