Stelpurnar sóttu sigur í Frystikistuna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur ætla ekki að gefa neitt eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en þær sóttu tvö dýrmæt stig í Hveragerði í gær. Þó svo að Hamar sitji á botni deildarinnar létu þær Grindavík hafa töluvert fyrir sigrinum en hann hafðist þó að lokum, lokatölur 72-80. Whitney Frazier var stigahæst Grindvíkinga með 24 stig og 14 fráköst. Sigrún Sjöfn átti …

Lokaumferð Dominos deildar karla í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokaumferð Dominos deildar karla fer fram í kvöld og er mikið undir hjá Grindvíkingum þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Til þess að komast þar inn verða okkar menn bæði að vinna sinn leik gegn Njarðvík og stóla á að Snæfell misstígi sig gegnum Þórsurum þar sem að liðin eru jöfn að stigum í 8. og 9. …

Góð barátta Grindvíkinga dugði ekki til sigurs í Sýkinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar mættu til leiks með skýr markmið á Sauðárkróki í gær enda sæti í úrslitakeppninni nánast að renna þeim úr greipum. Ekki fór leikurinn gæfulega af stað fyrir okkar menn en Chuck Garcia hefur kennt sér meins í lungum undanfarna daga og var í mikilli andnauð inná vellinum. Hann neyddist því til að fá sér sæti á bekknum og kom …

Andlausir Grindvíkingar steinlágu gegn Haukum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Haukar heimsóttu Mustad höllina í gær í leik sem var í raun upp á líf og dauða fyrir Grindvíkinga. Tap myndi þýða að úrslitakeppnin væri nánast úr sögunni en það var þó ekki að sjá á leik þeirra að það væri mikið undir í þessum leik. Meðan Haukarnir léku við hvurn sinn fingur sveif algjört andleysi yfir vötnum hjá heimamönnum …

Tap gegn Val – baráttan um úrslitakeppnissæti harðnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það var mikið undir þegar Grindavík og Valur mættust í Mustad höllinni í gær en liðin eru í harði baráttu við Keflavík um sæti í úrslitakeppninni í vor. Grindvík byrjaði leikinn betur en 3. leikhluti var eign Valskvenna sem fóru að lokum með sigur af hólmi, 58-63. Fréttaritari síðunnar var á leiknum og fjallaði um leikinn en þessu umfjöllin birtist …

Lykilleikur í Mustad höllinni í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur taka á móti stöllum sínum úr Val í Dominosdeild kvenna í kvöld í leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en það er mjög þéttur pakki þriggja liða í sætum 3-5. Fjögur efstu sætin í deildinni tryggja þátttökurétt í úrslitakeppninni, en fyrir leikinn í kvöld er staðan í deildinni svona: 1. Snæfell   17/2   34 stig  2. …

Súrt tap gegn KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkingar sóttu KR heim í Dominosdeild karla í gærkvöldi en Grindvíkingar berjast nú með kjafti og klóm fyrir sæti í úrslitakeppninni í apríl. Það var ljóst fyrir leikinn að okkar menn þyrftu að leggja sig alla fram enda KR-ingar verið með betri liðum í vetur og ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Eftir þokkalega frammistöðu í fyrstu þremur leikhlutunum kláraðist á tanknum …

Þórsarar völtuðu yfir Grindvíkinga í seinni hálfleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum frá Þorlákshöfn í Mustad höllinni í gær í leik sem einkenndist af miklum sveiflum. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu aðeins 31 stig í fyrri hálfleik og útlitið gott fyrir heimamenn. En í seinni hálfleik mættu Þórsarar mun ákveðnari til leiks og unnu að lokum sigur, 81-87.  Sigurbjörn Dagbjartsson fjallaði um leikinn á karfan.is: Eftir tvo …

Ingunn og Sigrún í landsliðshópnum sem mætir Portúgal

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

A-landslið kvenna hefur verið við æfingar undanfarna daga en fram undan eru landsleikir gegn Portúgal úti og Ungverjalandi heima. Grindvíkingar áttu þrjá fulltrúa í 16 manna hópnum en Björg Einarsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn í þetta skiptið. Þær Ingunn Embla Kristínardóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verða því fulltrúar Grindavíkur í landsleiknum gegn Portúgal. Þeir leikmenn sem skipa lið Íslands …

Tveir bikarmeistaratitlar í hús um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Bikarúrslitahelgi KKÍ fór fram um helgina. Meistaraflokkarnir spiluðu á laugardegi en yngri flokkarnir spiluðu á föstudegi og sunnudegi. Það var því mikil körfuboltaveisla um helgina og tókum við Grindvíkingar virkan þátt í þessari veislu. Félagið átti fjögur lið í úrslitum í ár sem er frábær árangur. Meistaraflokkur kvenna, 9. og 10. flokkur kvenna og unglingaflokkur karla léku öll úrslitaleiki um …