Grindavíkurkonur sýndu mikinn karakter í gær þegar þær snéru vonlausri stöðu í glæsilegan sigur og hafa nú tekið forystu í einvíginu, 1-0. Leikurinn fór ekkert sérstaklega val af stað fyrir Grindvíkinga sem voru að hitta skelfilega og í hálfleik voru Haukar með þægilega forystu, 37-23. Okkar konur mættu hins vegar dýrvitlausar til leiks í seinni hálfleik, héldu Haukunum í 8 …
Úrslitakeppnin hefst í kvöld, stelpurnar mæta Haukum
Úrslitakeppnin í Dominosdeild kvenna hefst í kvöld en okkar konur eiga risastórt verkefni fyrir höndum þar sem þær sækja topplið Hauka heim. Haukar hafa á ógnarsterku liði að skipa en Grindavíkurkonur sýndu í vetur að þær eru ekki ósigrandi þegar þær lögðu Hauka að velli í 4-liða úrslitum bikarsins. Það eru heldur engir aukvisar í liði Grindavíkur og þær fara …
KR sendu Grindvíkinga snemma í sumarfrí annað árið í röð
Annað árið í röð luku Grindvíkingar keppni snemma í Dominosdeild karla og líkt og í fyrra voru það KR-ingar sem sendu okkar menn í sumarfrí. Grindvíkingar hafa oft átt betri leiki en í þessari viðureign við KR sem sópuðu Grindvíkingum úr keppninni, rétt eins og í fyrra, 3-0. Eftir tap hér í Grindavík var ljóst að það yrði á brattan …
Sigur á Keflavík tryggði sæti í úrslitakeppninni
Grindavík sótti Keflavík heim í lokaumferð Dominosdeildar kvenna í gær í hreinum úrslitaleik um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Okkar konur lögðu upp með 3-2 svæðisvörn sem Keflvíkingum gekk illa að leysa og með mikilli vinnusemi og góðu framlagi allra leikmanna lönduðu Grindvíkingar sigri, 77-84. Úrslitakeppnin er því staðreynd en þar mæta Grindvíkingar toppliði Hauka. Karfan.is fjallaði um leikinn: Grindavík hirti …
Úrslitastund hjá strákunum í kvöld
Grindvíkingar heimsækja Vesturbæinn í kvöld og freista þess að halda tímabilinu lifandi. Staðan í einvígi Grindavíkur og KR er 2-0, KR-ingum í vil, og tap í kvöld þýðir að okkar menn fara í sumarfrí. Það er því allt í húfi í kvöld og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna í DHL-höllina og styðja okkar menn til sigurs. Áfram Grindavík! Fyrir …
Úrslitaleikur um úrslitakeppnina
Stelpurnar okkar leika í kvöld síðasta leikinn sinn í Dominosdeild kvenna þennan veturinn en framundan er úrslitakeppnin og sæti þar er ekki tryggt nema með sigri í kvöld. Grindavík heimsækir Keflavík en fyrir leikinn eru liðin í 4. og 5. sæti deildarinnar. Fjórða sætið er síðasta sætið í úrslitakeppninni. Grindavík er með tveggja stiga forskot á Keflavík en þar sem …
Grindvíkingar komnir með bakið upp að veggnum fræga
Grindvíkingar eru komnir í erfiða stöðu eftir tap gegn KR í gær en lokatölur leiksins urðu 77-91, þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu lagt allt í sölurnar til að vinna. Það er því ekkert annað í stöðunni en að vinna KR þrisvar í röð og þar af tvisvar í Vesturbænum, en næsti leikur er á miðvikudaginn í DHL-höllinni. asdsd Fréttaritari síðunnar …
Úrslitakeppnin hefst í kvöld í DHL-höllinni
Grindvíkingar hefja leik í úrslitakeppni Dominosdeildar karla í kvöld þegar þeir sækja topplið KR heim. Okkar menn þurfa að taka á öllu sem þeir eiga í þessari viðureign enda við ramman reip að draga. Þeir treysta því á þinn stuðning og við gerum ekki ráð fyrir öðru en að stúkan verði nánast algul í kvöld. Allir á völlinn og áfram …
Öruggur heimasigur um helgina – úrslitakeppnin í sjónmáli
Grindavíkurkonur náðu sér í mikilvægan sigur um helgina í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni þegar þær sigruðu Stjörnuna, 83-66. Þær sitja því í 4. sætinu einar í augnablikinu en Keflavík tapaði fyrir Haukum um helgina. Síðasti leikur Grindavíkur í deildinni er einmitt gegn Keflavík og er ekki ósennilegt að það verði hreinn úrslitaleikur um 4. og síðasta sætið í úrslitakeppninni. …
Grindavík tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með góðum sigri á Njarðvík
Grindvíkingar tryggðu sér farseðil í úrslitakeppnina 24. árið í röð í gær með góðum sigri á Njarðvík, 100-85. Grindvíkingar mæta því KR annað árið í röð í 8-liða úrslitum. Fréttaritari síðunnar var að sjálfsögðu á leiknum að fara úr stressi en kom samt þessum texta frá sér sem birtist á karfan.is í gær: Grindavík í úrslitakeppnina 24. árið í röð …