Úrslitastund hjá strákunum í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar heimsækja Vesturbæinn í kvöld og freista þess að halda tímabilinu lifandi. Staðan í einvígi Grindavíkur og KR er 2-0, KR-ingum í vil, og tap í kvöld þýðir að okkar menn fara í sumarfrí. Það er því allt í húfi í kvöld og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna í DHL-höllina og styðja okkar menn til sigurs.

Áfram Grindavík!

Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt bendum við á að leikurinn er einnig sýndur á KR TV.