Grindvík hefur borist vænn liðstyrkur fyrir komandi vetur í körfunni en Ólafur Ólafsson skrifaði í dag undir samning við liðið. Ólafur er uppalinn Grindvíkingur og var einn allra besti leikmaður liðsins tímabilið 2014-2015 en hann hélt í víking síðastliðið haust og lék með St Clement í Frakklandi í vetur. Ólafur er þekkt stærð hérna á Íslandi og ljóst að hann …
Sumaræfingar körfuboltans að hefjast
Sumaræfingar körfunar áttu að hefjast í dag. Þar sem íþróttahúsið er ennþá undirlagt eftir skemmtun helgarinnar þá verða ekki æfingar í dag. Við vonum að húsið verði klárt á morgun og æfingarnar geti hafist. Æfingar í sumar: 6-11 ára æfa tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl 15:00. Pétur Rúðrik Guðmundsson verður þjálfari hópsins í allt sumar. 12-16 ára æfa …
Jóhann Árni leikur með Njarðvíkingum næsta vetur
Grindvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku í körfunni en Víkurfréttir greindu frá því í gær að Jóhann Árni Ólafsson hefði skrifað undir hjá uppeldisfélagi sínu, Njarðvík. Jóhann er þó ekki alfarinn þar sem hann mun búa og starfa áfram í Grindavík þar sem hann er yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu og frístundaleiðbeinandi hjá Þrumunni. „Körfuboltamaðurinn Jóhann Árni Ólafsson mun halda aftur …
Fjórir Grindvíkingar í landsliðshópum fyrir NM
Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða fer fram í Finnlandi daga 26. – 30. júní næstkomandi. Leikmannahópar liðanna voru tilkynntir í morgun og eiga Grindvíkingar fjóra flotta fulltrúa í liðunum U16 ára landslið stúlkna Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík Eydís Eva Þórisdóttir · Keflavík Kamilla Sól Viktorsdóttir · Keflavík Elsa Albertsdóttir · Keflavík Sigrún Elfa Ágústsdóttir · Grindavík Hrund Skúladóttir …
Hinrik og Nökkvi í Vestra
Körfuknattleikslið Vestra samdi við þá Hinrik Guðbjartsson og Nökkva Harðarson síðastliðinn föstudag. Hinrik og Nökkvi eru uppaldir í Grindavík og urðu Íslandsmeistarar með unglingaflokki félagsins í síðasta mánuði. Nökkvi lék þó einnig með meistaraflokki KFÍ, sem gengur nú undir nafninu Vestri. Hinrik lék 22 leiki með meistaraflokki Grindavíkur á síðasta tímabili auk þess sem hann var lykilleikmaður unglingaliðsins. Mynd …
10. flokkur kvenna missti af titlinum
Bikarmeistarar 10. flokks kvenna náðu því miður ekki að fullkomna tvennuna í ár en þær töpuðu í undanúrslitum í Íslandsmótinu um helgina, 29-39, gegn Keflavík. Grindvíkingar náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum og voru að elta Keflavík allan tímann. Undir lok þriðja leikhluta tókst þeim að minnka muninn í 2 stig en Keflavík svaraði með 6 stigum og …
Grindvíkingar Íslandsmeistarar í unglingaflokki
Strákarnir í unglingaflokki hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum um helgina þegar þeir lögðu FSu að velli í úrslitaleik, 71-57. Titillinn er eflaust væn sárabót fyrir bikarleikinn sem tapaðist svo grátlega en sigurinn að þessu sinni var svo til aldrei í hættu. Leikurinn var kveðjuleikur Jón Axels Guðmundssonar sem heldur nú til Bandaríkjanna í nám en Jón átti mjög góðan leik, með 16 stig, …
Lokahóf yngri flokka á fimmtudaginn
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Gjánni fimmtudaginn 19. maí kl 17:00. Allir iðkendur í 1.-4. bekk fá viðurkenningarskjal fyrir afrakstur vetrarins. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.11 ára – unglingaflokks. Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið. Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi sem gera þau að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. t.d eru …
Lokahóf körfuknattleiksdeildar – Jón Axel og Sigrún Sjöfn best
Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG var haldið með glæsibrag í Gjánni laugardagskvöldið 30. apríl. Kvöldið var glæsilegt að vanda. Njarðvíkurinn Örvar Þór Kristjánsson var með veislustjórn á sínum höndum og leysti það verkefni af sinni alkunnu snilld. Þá töfraði Bjarni Ólasson, sennilega betur þekktur sem Bíbbinn, fram dýrinds lambasteik sem enginn annar en meistarakokkurinn Geiri skar niður. Þau Jón Axel Guðmundsson og …
Grindavík Íslandsmeistarar í 9. fl. kvenna
Þrátt fyrir að enginn Íslandsmeistaratitill hafi komið í hús í meistaraflokki þetta árið hafa titlarnir engu að síður sópast til Grindavíkur undanfarnar helgar, og varð engin breyting þar á um helgina. Stelpurnar í 9. flokki kvenna tryggðu sér titilinn um helgina með mögnuðum sigri á erkifjendunum úr Keflavík, 42-41. Snillingurinn Jón Björn Ólafsson hjá karfan.is mætti á leikinn og skrifaði …