Ingvi Þór Guðmundsson hefur verið í stóru hlutverki með U18 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í Finnlandi en hann er næst stigahæsti leikmaður liðsins með 15,8 stig í leik og leiðir liðið í stoðsendingum með 4,3 að meðaltali í leik. Liðinu hefur gengið vel á mótinu en strákarnir töpuðu sínum fyrsta leik í gær í jöfnum leik gegn Eistum sem …
Sigrún Sjöfn yfirgefur Grindavík – heldur heim í Borgarnes
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, sem gekk til liðs við Grindavík síðastliðið haust, mun ekki leika með liðinu næsta vetur. Karfan.is greindi frá þessum tíðindum í dag en Sigrún hefur samið við sitt uppeldisfélag, Skallgrím, og mun leika með nýliðunum í úrvalsdeildinni á komandi vetri. Sigrún var einn af lykilmönnum Grindavíkur á liðnum vetri og var valin besti leikmaður liðsins á lokahófinu. …
Ólafur Ólafsson snýr heim á ný
Grindvík hefur borist vænn liðstyrkur fyrir komandi vetur í körfunni en Ólafur Ólafsson skrifaði í dag undir samning við liðið. Ólafur er uppalinn Grindvíkingur og var einn allra besti leikmaður liðsins tímabilið 2014-2015 en hann hélt í víking síðastliðið haust og lék með St Clement í Frakklandi í vetur. Ólafur er þekkt stærð hérna á Íslandi og ljóst að hann …
Sumaræfingar körfuboltans að hefjast
Sumaræfingar körfunar áttu að hefjast í dag. Þar sem íþróttahúsið er ennþá undirlagt eftir skemmtun helgarinnar þá verða ekki æfingar í dag. Við vonum að húsið verði klárt á morgun og æfingarnar geti hafist. Æfingar í sumar: 6-11 ára æfa tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl 15:00. Pétur Rúðrik Guðmundsson verður þjálfari hópsins í allt sumar. 12-16 ára æfa …
Jóhann Árni leikur með Njarðvíkingum næsta vetur
Grindvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku í körfunni en Víkurfréttir greindu frá því í gær að Jóhann Árni Ólafsson hefði skrifað undir hjá uppeldisfélagi sínu, Njarðvík. Jóhann er þó ekki alfarinn þar sem hann mun búa og starfa áfram í Grindavík þar sem hann er yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu og frístundaleiðbeinandi hjá Þrumunni. „Körfuboltamaðurinn Jóhann Árni Ólafsson mun halda aftur …
Fjórir Grindvíkingar í landsliðshópum fyrir NM
Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða fer fram í Finnlandi daga 26. – 30. júní næstkomandi. Leikmannahópar liðanna voru tilkynntir í morgun og eiga Grindvíkingar fjóra flotta fulltrúa í liðunum U16 ára landslið stúlkna Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík Eydís Eva Þórisdóttir · Keflavík Kamilla Sól Viktorsdóttir · Keflavík Elsa Albertsdóttir · Keflavík Sigrún Elfa Ágústsdóttir · Grindavík Hrund Skúladóttir …
Hinrik og Nökkvi í Vestra
Körfuknattleikslið Vestra samdi við þá Hinrik Guðbjartsson og Nökkva Harðarson síðastliðinn föstudag. Hinrik og Nökkvi eru uppaldir í Grindavík og urðu Íslandsmeistarar með unglingaflokki félagsins í síðasta mánuði. Nökkvi lék þó einnig með meistaraflokki KFÍ, sem gengur nú undir nafninu Vestri. Hinrik lék 22 leiki með meistaraflokki Grindavíkur á síðasta tímabili auk þess sem hann var lykilleikmaður unglingaliðsins. Mynd …
10. flokkur kvenna missti af titlinum
Bikarmeistarar 10. flokks kvenna náðu því miður ekki að fullkomna tvennuna í ár en þær töpuðu í undanúrslitum í Íslandsmótinu um helgina, 29-39, gegn Keflavík. Grindvíkingar náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum og voru að elta Keflavík allan tímann. Undir lok þriðja leikhluta tókst þeim að minnka muninn í 2 stig en Keflavík svaraði með 6 stigum og …
Grindvíkingar Íslandsmeistarar í unglingaflokki
Strákarnir í unglingaflokki hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum um helgina þegar þeir lögðu FSu að velli í úrslitaleik, 71-57. Titillinn er eflaust væn sárabót fyrir bikarleikinn sem tapaðist svo grátlega en sigurinn að þessu sinni var svo til aldrei í hættu. Leikurinn var kveðjuleikur Jón Axels Guðmundssonar sem heldur nú til Bandaríkjanna í nám en Jón átti mjög góðan leik, með 16 stig, …
Lokahóf yngri flokka á fimmtudaginn
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Gjánni fimmtudaginn 19. maí kl 17:00. Allir iðkendur í 1.-4. bekk fá viðurkenningarskjal fyrir afrakstur vetrarins. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.11 ára – unglingaflokks. Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið. Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi sem gera þau að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. t.d eru …








