Dominos-deild kvenna hefst í kvöld og er fyrsti leikur vetrarins hjá Grindavíkurkonum heimaleikur gegn Haukum. Leikurinn hefst kl. 19:15. Fyrir leik verður hitað upp með grillveislu í blíðunni og verða hamborgar til sölu ásamt árskortum í Gjánni fyrir leik. Skellum okkur á völlinn og styðjum stelpurnar okkar til sigurs. Af Facebook-síðu körfuknattleiksdeildarinnar: „Jæja Grindvíkingar !! Það er nú komið nett …
Karfan.is leitar að blaðamönnum og ljósmyndurum
Blundar ljósmyndari eða fréttaritari í þér? Karfan.is leitar að góðu fólki til þess að liðsinna við að dekka íslenskan körfubolta enda af nógu að taka. Hvort sem um er að ræða umfjöllun, viðtöl, myndir eða eitthvað allt annað þá er vantar alltaf áhugasama einstaklinga. Körfuknattleikur fer fram hringinn í kringum landið svo sama hvar þið áhugasömu einstaklingar eruð niðurkomnir er …
Snæfell meistari meistaranna eftir sigur á Grindavík
Um helgina var leikið um titilinn „meistari meistaranna“ en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs í opnunarleik tímabilsins. Þar sem að Snæfell hreppti báða titlana á síðasta tímabili lék Grindavík gegn þeim í þessum leik, en Grindavík var liðið sem lék gegn Snæfelli í úrslitum bikarsins. Leikurinn var nokkuð jafn, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en með góðu áhlaupi …
Stelpunum spáð 3. sæti, strákunum því 10.
Formenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Dominos-deildum karla og kvenna hafa spáð fyrir um gengi liðanna í vetur. Niðurstöðurnar voru kynntar á hádegisfundi hjá KKÍ í dag og er spáin ágæt hjá stelpunum en þeim er spáð 3. sætinu í vetur, á eftir Snæfelli og nýliðum Skallagríms. Ef eitthvað er að marka spána fyrir strákana verður á brattann að sækja …
Búningasölu körfuboltans frestað
Fyrirhugaðri búningasölu körfuboltans sem átti að fara fram mánudaginn 3. október hefur verið frestað um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum ástæðum. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Búningasala hjá körfuboltanum á mánudaginn
Uppfært 30.09: Búningasölunni hefur verið frestað um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum orsökum. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Jón Axel verður númer 3 í alþjóðlegu liði Davidson
Karfan.is birti fyrir helgi skemmtilega frétt um fjölþjóðlegt lið Davidson háskólans en eins og alþjóð veit leikur Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson með liðinu í vetur og væntanlega næstkomandi ár. Jón Axel mun leika í treyju númer 3 í stað númer 9 sem var hans númer hjá Grindavík. Í samtali við karfan.is sagði Jón Axel að það væri einföld ástæða fyrir …
Pennarnir á lofti hjá körfunni
Á dögunum skrifuðu 5 leikmenn undir samninga við körfuknattleiksdeild UMFG, en allir skrifuðu undir 2 ára samning. Karlameginn voru það þeir Jens Valgeir Óskarsson, Hilmir Kristjánsson, Magnús Már Ellertsson og Kristófer Breki Gylfason sem skrifuðu undir. Þeir eru allir uppaldnir hjá félaginu og er það alveg ljóst að þeirra hlutverk mun vera meira heldur en undanfarin tímabil. Kvennamegin var það …
Lewis Clinch snýr aftur til Grindavíkur
Körfuknattleiksdeild UMFG greindi frá því á Facebook-síðu deildarinnar fyrir stundu að gengið hefði verið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi tímabil. Leikmaðurinn sem um ræðir ætti að vera Grindvíkingum að góðu kunnur en það er enginn annar en Lewis Clinch sem lék með Grindavík veturinn 2013-2014, en það tímabil urðum við bikarmeistarar og lékum til úrslita í Íslandsmótinu gegn KR. …
Æfingagjöld UMFG 2016-2017
Er barnið þitt skráð í þær íþróttir sem það ætlar að stunda í vetur? Til þess að sjá hvort að barnið þitt sé nú þegar skráð í þær íþróttir sem það stundaði þá ferðu inn skráningasíðuna hér. Þú skráir þig inn og velur þá barnið sem á að skrá, ef barnið er nú þegar skráð í þær íþróttir sem það …