Dominos-deild kvenna rúllar af stað á ný – Skallagrímur í heimsókn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Domino’s-deild kvenna rúllar af stað á ný í kvöld eftir landsleikjahlé. Í Mustad höllinni taka Grindavíkurkonur á móti sínum fyrrum liðsfélaga þegar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kemur í heimsókn ásamt Skallagrímskonum. Nýliðar Skallagríms hafa farið vel af stað í vetur meðan að Grindavík situr á botni deildarinnar. Þær ætla eflaust að spyrna í botninn í kvöld og hvetjum við alla til …

Slaufur

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Forvarnarnefnd, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Þessar fallegu slaufur eru til sölu á skrifstofu UMFG við Austurveg 1-3. Slaufan kostar 4000.- kr og er til styrktar fjáröflun fyrir forvarnarsjóð sem stofnaður var af stjórn UMFG áhugasamir geta nálgast slaufuna á skrifstofu UMFG á mánudögum-fimmtudaga frá kl 14:00-17:00 eða sent Höddu tölvupóst í umfg@umfg.is og hún mun hafa samband.   

Grindavík valtaði yfir Snæfell – 1. sætið staðreynd

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti Snæfellingum í Domino’s deild karla í gær og endaði leikurinn með stórsigri Grindavíkur, 108-72. Heimamenn fóru illa af stað en Snæfell komst í 8-20 áður en Grindvíkingar vöknuðu og tóku leikinn í sínar hendur. Þeir unnu 2. leikhluta með 12 stigum og leikinn að lokum með 36 stigum.  Allir leikmenn Grindavíkur fengu drjúgan spilatíma í gær …

Snæfell í heimsókn í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tekur á móti Snæfelli í Domino’s deild karla í kvöld í Mustad höllinni. Hólmarar hafa ekki unnið einn einasta leik í vetur og ætlum við Grindvíkingar ekki að láta þá komast upp með að breyta því í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn til sigurs. Áfram Grindavík!

Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild UMFG hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar fjölmiðlaumræðu sem skapast hefur í kjölfar fjölliðamóts 9. flokks kvenna í Reykjanesbæ um liðna helgi. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. „Kröftug umræða hefur átt sér stað eftir facebook færslu þjálfara Njarðvíkur eftir leik Vals og Grindavíkur í 9.flokki kvenna. Umræðan um of stóra sigra í yngri flokkum …

Grindavík fyrsta liðið til að vinna í Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík varð á föstudagskvöldið fyrsta liðið til að vinna Keflavík á heimavelli í vetur, þrátt fyrir að Keflavík sé alltaf Keflavík í Keflavík eins og spekingarnir segja. Lokatölur urðu 96-102 Grindavík í vil en jafn var á flestum tölum megnið af leiknum. Bræðurnir Þorleifur og Ólafur Ólafssynir áttu mjög góðan leik, Lalli með 18 stig á 16 mínútum og Ólafur …

Bræðraslagur í Keflavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það verður sannkallaður bræðraslagur í Keflavík í kvöld þegar Grindavík mætir í heimsókn en bræðurnir Dagur Kár og Daði Lár Jónssyni leika með sitthvoru Suðurnesjaliðinu. Dagur gaf það út á dögunum í viðtali við karfan.is að hann ætlaði að láta litla bróður finna fyrir því í leiknum. Leikurinn hefst kl. 20:00 og hvetjum við Grindvíkinga að sjálfsögðu til að mæta …

Morgunæfingar með Lewis Clinch

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur ætlar nú að bjóða uppá morgunæfingar fyrir alla iðkendur, 12 ára og eldri. Lewis Clinch mun sjá um þjálfun á þessum æfingum. Lewis hefur getið sér gott orð í einstaklingsþjálfun og því er þetta kjörið tækifæri fyrir krakkana okkar að taka framförum undir handleiðslu eins allra besta leikmanns Domino’s deildarinnar. Æfingarar verða á miðviku- og föstudögum milli kl. …

Leikjaskráin á netið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Leikjaskrá Körfuknattleiksdeildarinnar var dreift í öll hús núna á haustdögum, en nú er komið rafrænt eintak hér á síðuna fyrir þá sem eru ekki svo lánsamir að búa í Grindavík en vilja samt fylgjast með körfuboltanum.  Smellið hér til að hlaða leikjaskránni niður

Ingibjörg og Ingunn báðar í 12 manna landsliðshópnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

A-landslið kvenna í körfubolta kom saman til æfinga á dögunum og áttu Grindvíkingar tvo fulltrúa í 15 manna hópnum. Nú hefur verið tilkynnt um það hvernig 12 manna lokahópurinn fyrir leikinn gegn Slóvakíu ytra á laugardaginn er skipaður og eru þær Ingibjörg Jakobsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir báðar í hópnum.  Landslið Íslands gegn Slóvakíu: Berglind Gunnarsdóttir – Snæfell · 6 …