Allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna valdir í landsliðsæfingahóp

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Í gær tilkynntu landsliðsþjálfarar KKÍ hjá U15, U16 og U18 ára liðunum hvaða leikmenn eiga að mæta til æfinga milli jóla og nýárs fyrir komandi landsliðsverkefni. Alls eru 177 leikmenn boðaðir frá 19 félögum KKÍ að þessu sinni, þar af 17 frá Grindavík. Er skemmst frá því að segja að allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna voru boðaðir á …

Tap gegn Skallagrími í jöfnum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík mistókst að koma sér aftur á beinu brautina í Domino’s deild kvenna í gærkvöldi þegar Skallagrímur kom í heimsókn. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en í stöðunni 58-58 þegar 5 mínútur voru til leiksloka fjaraði undan sóknarleik Grindavíkurkvenna og Skallagrímur vann leikinn að lokum, 61-72. Karfan.is fjallaði um leikinn: Það er ekki laust við að ákveðin haustbragur …

Dominos-deild kvenna rúllar af stað á ný – Skallagrímur í heimsókn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Domino’s-deild kvenna rúllar af stað á ný í kvöld eftir landsleikjahlé. Í Mustad höllinni taka Grindavíkurkonur á móti sínum fyrrum liðsfélaga þegar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kemur í heimsókn ásamt Skallagrímskonum. Nýliðar Skallagríms hafa farið vel af stað í vetur meðan að Grindavík situr á botni deildarinnar. Þær ætla eflaust að spyrna í botninn í kvöld og hvetjum við alla til …

Slaufur

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Forvarnarnefnd, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Þessar fallegu slaufur eru til sölu á skrifstofu UMFG við Austurveg 1-3. Slaufan kostar 4000.- kr og er til styrktar fjáröflun fyrir forvarnarsjóð sem stofnaður var af stjórn UMFG áhugasamir geta nálgast slaufuna á skrifstofu UMFG á mánudögum-fimmtudaga frá kl 14:00-17:00 eða sent Höddu tölvupóst í umfg@umfg.is og hún mun hafa samband.   

Grindavík valtaði yfir Snæfell – 1. sætið staðreynd

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti Snæfellingum í Domino’s deild karla í gær og endaði leikurinn með stórsigri Grindavíkur, 108-72. Heimamenn fóru illa af stað en Snæfell komst í 8-20 áður en Grindvíkingar vöknuðu og tóku leikinn í sínar hendur. Þeir unnu 2. leikhluta með 12 stigum og leikinn að lokum með 36 stigum.  Allir leikmenn Grindavíkur fengu drjúgan spilatíma í gær …

Snæfell í heimsókn í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tekur á móti Snæfelli í Domino’s deild karla í kvöld í Mustad höllinni. Hólmarar hafa ekki unnið einn einasta leik í vetur og ætlum við Grindvíkingar ekki að láta þá komast upp með að breyta því í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn til sigurs. Áfram Grindavík!

Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild UMFG hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar fjölmiðlaumræðu sem skapast hefur í kjölfar fjölliðamóts 9. flokks kvenna í Reykjanesbæ um liðna helgi. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. „Kröftug umræða hefur átt sér stað eftir facebook færslu þjálfara Njarðvíkur eftir leik Vals og Grindavíkur í 9.flokki kvenna. Umræðan um of stóra sigra í yngri flokkum …

Grindavík fyrsta liðið til að vinna í Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík varð á föstudagskvöldið fyrsta liðið til að vinna Keflavík á heimavelli í vetur, þrátt fyrir að Keflavík sé alltaf Keflavík í Keflavík eins og spekingarnir segja. Lokatölur urðu 96-102 Grindavík í vil en jafn var á flestum tölum megnið af leiknum. Bræðurnir Þorleifur og Ólafur Ólafssynir áttu mjög góðan leik, Lalli með 18 stig á 16 mínútum og Ólafur …

Bræðraslagur í Keflavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það verður sannkallaður bræðraslagur í Keflavík í kvöld þegar Grindavík mætir í heimsókn en bræðurnir Dagur Kár og Daði Lár Jónssyni leika með sitthvoru Suðurnesjaliðinu. Dagur gaf það út á dögunum í viðtali við karfan.is að hann ætlaði að láta litla bróður finna fyrir því í leiknum. Leikurinn hefst kl. 20:00 og hvetjum við Grindvíkinga að sjálfsögðu til að mæta …

Morgunæfingar með Lewis Clinch

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur ætlar nú að bjóða uppá morgunæfingar fyrir alla iðkendur, 12 ára og eldri. Lewis Clinch mun sjá um þjálfun á þessum æfingum. Lewis hefur getið sér gott orð í einstaklingsþjálfun og því er þetta kjörið tækifæri fyrir krakkana okkar að taka framförum undir handleiðslu eins allra besta leikmanns Domino’s deildarinnar. Æfingarar verða á miðviku- og föstudögum milli kl. …