Flöskusöfnun kvennaliðs Grindavíkur á morgun, sunnudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Hin árlega flöskusöfnun leikmanna kvennaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, fer fram á morgun, sunnudag og munu skvísurnar skjótast úr startblokkunum kl. 11:00 og ganga í öll hús í Grindavík. Kjörið tækifæri að losa sig við dósir og flöskur og styðja við gott málefni í leiðinni. Áfram Grindavík!  

Tíu öflugir ungir íþróttamenn fengu hvatningarverðlaun UMFG 2016

SundFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund

Um leið og við útnefndum og verðlaunuðum okkar besta íþróttafólk núna á gamlársdag, þá fengu tíu efnilegir ungir íþróttamenn einnig viðurkenningar sem kallast Hvatningarverðlaun UMFG. Hér að neðan má lesa textana sem fylgdu þeirra tilnefningum. Við óskum þessum efnilegu krökkum til hamingju með verðlaunin. Angela Björg Steingrímsdóttir – körfuknattleiksdeild Angela Björg er afar samviskusöm og dugleg, leggur sig alla fram …

Grindvíkingar hefja leik eftir jólafrí í Þorlákshöfn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar leika sinn fyrsta leik eftir jólafrí í Domino’s deild karla í kvöld þegar þeir heimsækja Þorlákshöfn. Fyrri viðureign liðanna lauk með sigri Grindavíkur í miklum spennuleik, 73-71. Síðan þá hafa okkar menn verið á nokkuð góðu róli í deildinni og fóru í fríið í 4. sæti. Vonandi fór jólafríið vel í strákana og þeim tekst að opna nýja árið …

Ashley Grimes hætt hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Ashley Grimes mun ekki leika með Grindvíkingum á nýju ári en þetta kom fram í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild UMFG nú rétt í þessu. Ashley var efst í flestum tölfræðiþáttum hjá liðinu en þrátt fyrir það virtist hún ekki njóta sín vel á Íslandi og vilja menn meina að hún hafi í raun átt mun meira inni. Þá hefur þjálfari liðsins, …

Dósasöfnun meistaraflokks kvenna um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Næstkomandi helgi (6.-8. janúar) mun meistaraflokkur kvenna arka í hús hér í bæ og safna flöskum. Söfnunin er ein af stærri fjáröflunum deildarinnar og vill stjórn körfuknattleiksdeildarinnar hvetja bæjarbúa til að vera ekkert að stressa sig á því að fara með flöskur í dag og leyfa stelpunum bara að sjá um þetta fyrir ykkur um helgina.

Kristólína Þorláksdóttir er stuðningsmaður ársins 2016

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo

Á gamlársdag var það ekki bara íþróttafólkið okkar sem hlaut viðurkenningar heldur var stuðningsmaður ársins einnig útnefndur. Sú sem hlaut nafnbótina í ár var engin önnur en Kristólína Þorláksdóttir, eða Lína í Vík, eins og hún er svo gjarnan kölluð. Við óskum henni til hamingju með titilinn og sendum henni um leið okkar bestu þakkir fyrir hennar starf í þágu …

Alexander Veigar og Petrúnella íþróttafólk ársins 2016

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo

Knattspyrnumaðurinn Alexander Veigar Þórarinsson og körfuknattleikskonan Petrúnella Skúladóttir voru í dag kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2016 við hátíðlega athöfn í Gjánni. Alexander var lykilmaður í liði Grindavíkur sem vann sér sæti í Pepsi-deildinni í sumar og Petrúnella var einn af burðarásum liðs meistaraflokks kvenna sem lék til úrslita á Íslandsmótinu síðastliðið vor. Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu …

Jón Axel valinn nýliði vikunnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera það gott í bandaríska háskólaboltanum með liði sínu Davidson en hann var valinn nýliði vikunnar í Atlantic 10 riðlinum í liðinni viku. Jón átti góðan leik á móti Jacksonville skólanum þar sem hann skoraði öll sín 10 stig í seinni hálfleiknum og var lykilmaður í áhlaupi liðsins sem tryggði þeim að lokum 75-60 …

Helgi Jónas með nýja bók – ágóðinn fer í gott málefni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Helgi Jónas Guðfinnsson, fyrrum landsliðsmaður í körfuknattleik og núverandi líkamsræktarfrömuður með meiru, var að gefa út sína þriðju bók. Bókin ber heitið “Little lessons on Basketball conditioning” og í henni er farið í gegnum þolþjálfun fyrir körfubolta. Bókina er hægt að nálgast frítt á netinu næstu klukkustundir en einnig er tekið við frjálsum framlögum. Bókin átti upprunalega að koma út 20. …

Gleðileg jólakveðja frá UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Forvarnarnefnd, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældir á nýju ári. Viljum við þakka kærlega fyrir góð samskipti við deildir innan UMFG og síðast en ekki síst iðkendum, þjálfurum og þeim ótrúlega mörgu sjálfboðaliðum sem sjá um að halda starfinu gangandi innan deildanna, án þeirra yrði starfið ekki eins frábært og það er í dag. Vonum við …