Tveir fyrrum leikmenn Grindavíkur í fámennum úrvalshópi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Samkvæmt óformlegri* tölfræðirannsókn sem vefsíðan Fúsíjama TV lagði í þá eru aðeins 4 leikmenn í sögu efstu deilda í körfuknattleik á Íslandi sem hafa náð þeim fágæta áfanga að afreka fjórfalda tvennu í leik. Tveir af þessum leikmönnum eru fyrrum leikmenn Grindavíkur, þau Penni Peppas og Brenton Birmingham. Eru þau jafnframt fyrstu tveir leikmennirnir sem komust í þennan fámenna hóp. …

Ólöf Óladóttir stigahæst í sigri U16 landsliðsins á Albaníu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Íslenska U16 landslið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Skopje í Makedóníu og eiga Grindvíkingar tvo fulltrúa í liðinu, en það eru Andra Björk Gunnarsdóttir og Ólöf Rún Óladóttir. Ólöf átti hörkuleik í gær þegar íslenska liðið valtaði yfir lið Albaníu, 78-55, en Ólöf var stigahæst íslensku leikmannanna með 17 stig og bætti við 7 fráköstum.  Leikinn má sjá …

Sigurður Gunnar Þorsteinsson aftur til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þau stórtíðindi bárust úr herbúðum körfuknattleiksdeildar Grindavíkur á dögunum að Ísafjarðartröllið Sigurður Gunnar Þorsteinsson muni leika með liðinu á komandi tímabili. Sigurður lék síðast með Grindavík tímabilið 2013-14 en hefur leikið sem atvinnumaður í Grikklandi undanfarin 3 tímabil. Við sama tilefni skrifuðu nokkir leikmenn undir nýja samninga við Grindavík og þá var Þorleifur “Lalli” Ólafsson einnig formlega kynntur til leiks …

Körfuboltaskóli UMFG hefst á mánudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuboltanámskeið verður haldið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára (komandi 1. – 6. bekk) vikuna 14. – 18. ágúst. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík. Körfuboltanámkeiðið er haldið af Körfuknattleiksdeild UMFG og mun Petrúnella Skúladóttir þjálfa ásamt því að fá aðstoð frá ungum og efnilegum leikmönnum Grindavíkur. Hópnum verður skipt upp eftir aldri. Skráningar fara fram á netfanginu petrunella@grindavik.is …

Angela Rodriguez þjálfar stelpurnar í vetur – sex leikmenn skrifuðu undir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Á dögunum tilkynnti Körfuknattleiksdeild UMFG um ráðningu þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi vetur en Angela Rodriguez mun bæði þjálfa liðið og leika með því. Angela lék með liðinu eftir áramót á liðnu tímabili en náði aðeins að leika 4 leiki vegna ótrúlegra tafa á veitingu atvinnuleyfis. Þá skrifuðu 6 leikmenn undir samninga á dögunum þess efnis að spila með liðinu …

Dagur, Jón Axel og Ólafur í 24 manna æfingahóp landsliðsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Craig Pedersen, þjálfari landsliðs karla, og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið og boðað 24 leikmenn sem munu mæta til æfinga þann 20. júlí þegar æfingar hjá landsliðinu hefjast. Grindavík á þrjá fulltrúa í hópnum, þá Dag Kár Jónsson, Jón Axel Guðmundsson og Ólaf Ólafsson. Hópurinn verður minnkaður fljótlega niður í hóp 14 til 15 leikmanna …

Ólöf Rún Óladóttir stigahæst í sigri Íslands á Svíþjóð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Norðurlandamót yngri landsliða í körfubolta hefur staðið yfir í Finnlandi undanfarna daga en á miðvikudaginn vann U16 lið stúlka góðan 2 stiga sigur á Svíþjóð í miklum spennuleik. Stigahæst íslensku stúlknanna var Grindvíkingurinn Ólöf Rún Óladóttir, en hún setti 23 stig og bætti við 5 fráköstum og 3 stoðsendingum. Karfan.is tók púlsinn á Ólöfu eftir leik: Tölfræði leiksins Myndasafn frá …

Hrund Skúladóttir í Njarðvík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Hrund Skúladóttir, einn af efnilegri leikmönnum Grindavíkur í körfunni, mun ekki leika með Grindavík næsta vetur, en hún hefur skipt yfir í Njarðvík. Hrund, sem fædd er árið 2000, hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár en náði sér ekki almennilega á strik síðastliðin vetur vegna veikinda, og lék aðeins 15 leiki með Grindavík. Karfan.is greindi frá: „Hrund …

Fimm leikmenn Grindavíkur í U15 ára landsliði stúlkna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar eiga fimm glæsilega fulltrúa í U15 ára landsliði stúlkna sem leikur á hinu árlega Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku, en mótið hófst í dag. Grindavík átti raunar sex fulltrúa í liðinu en Anna Margrét Lucic Jónsdóttir varð fyrir því óhappi að puttabrotna rétt fyrir mót og heltist því úr lestinni á lokasprettinum. Hún fylgdi liðinu þó út og var hluti …

Ingvi Þór verður fulltrúi Grindavíkur á EM U20

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

U20 ára landslið karla í körfubolta mun í sumar taka þátt í einu stærsta verkefni yngri landsliða Íslands frá upphafi þegar liðið leikur í lokakeppni Evrópumóts U20 landsliða í A-deild í fyrsta sinn. Ingvi Þór Guðmundsson verður fulltrúi Grindavíkur í landsliðshópnum en Ingvi er á yngra ári landsliðsins. Frá verkefninu er greint á vef kki.is: Búið er að velja lokahóp …