Sigur í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík er komið áfram í 8 liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 3-2 sigur á KA á Akureyri í gær. Samkvæmt fréttaritara síðunnar voru okkar menn mjög góðir fyrsta hálftímann.  Á sjöttu mínútu skoraði Björn Berg Bryde sitt fyrsta mark fyrir Grindavík og það með skalla eftir hornspyrnu.  Gunnar Valur Gunnarsson skoraði svo sjálfsmark á 22. mínútu þegar hann þrumaði boltanum í …

Borgunarbikarinn í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætir í kvöld KA í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli klukkan 18:00 í dag.  Grindavík komst í leikinn með því að leggja Keflavík að velli 1-0 en KA-menn sigruðu Fjarðabyggð 2-0.   Síðustu tvö ár hafa þessi lið mæst í bikarkeppninni. Í fyrra mættust liðin snemma á tímabilinu í Boganum þar sem Grindavík vann 2-1 …

7.flokkur meistarar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Smábæjarleikarnir 2012 fóru fram um helgina í góðu veðri á Blönduósi.  Sjöundi flokkur Grindavíkur hefur sent lið til keppni síðustu ár og hefur yfirleitt gengið vel.  Í ár sigruðu 7.flokkurinn sína keppni. Hér fyrir ofan eru kapparnir ásamt þjálfara sínum, Garðari Pál Vignissyni

Grindavík 1 – ÍBV 3

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Eitthvað lengist biðin eftir fyrsta sigrinum í Pepsi deildinni, hann kom allavega ekki í kvöld. Allt annað var að sjá liðið koma til leiks í kvöld miðað við hörmungina á Kópavogsvelli um helgina.  Menn komu inn virkilega tilbúnir í slaginn í stað þess að hengja haus.  ÍBV átti kannski hættulegri í fyrri hálfleik en Grindavík ekkert síðri aðilinn.  Það munar …

Grindavík – ÍBV

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Á morgun fer fram á Grindavíkurvelli leikur Grindavíkur og ÍBV í áttundu umferð Pepsi deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 þar sem lið í áttunda og tólfta sæti deildarinnar mætast.  Verður þetta frábært tækifæri til að hrista af sér slæman leik í síðustu umferð og rífa sig í gang með þremur stigum. Liðin mættust í vetur í Fótbolti.net mótinu þar …

Breiðablik – Grindavík í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Í dag leikur Grindavík við Breiðablik á Kópavogsvelli í sjöundu umferð Pepsi deild karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og gæti verið vendipunktur hjá okkar mönnum í deildinni.  Með sigri komast þeir upp að hlið Fram og styttra í næstu lið fyrir ofan.  Leikur liðsins hefur batnað til munar í síðustu leikjum þar sem þeir unnu Keflavík í bikarnum og gerðu …

Breiðablik 2 – Grindavík 0

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Breiðablik sigraði Grindavík 2-0 í dag í sjöundu umferð Pepsi deild karla. Þetta var lélegasti leikur Grindavíkur í sumar og það sorglega við hann er að ef leikmennirnir hefðu sýnt sama einbeitta vilja og þeir sýndu gegn Keflavík í bikarnum hefði Grindavík sigrað örugglega.  Sú var ekki raunin og situr Grindavík því enn á botni deildarinnar. Stutt er í næsta …

Óskar Pétursson og Óli Baldur Bjarnason á heimavelli

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Fastur liður á föstudögum á fótbolti.net er sjónvarpsþátturinn “Á heimavelli” þar sem leikmenn liðanna kynna sinn bæ. Í dag er komið að Grindavík og tóku Óskar Pétursson og Óli Baldur Bjarnason að sér hlutverk stjórnanda þáttarins. Fara þeir m.a. í Bláa lónið, kíkja á  Scotty þar sem hann er að slá völlinn, fara í hellinn til Denna og margt fleira. …

Knattspyrnuskóli Grindavíkur og Lýsis 2012

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnuskóli Grindavíkur og Lýsis hefst í vikunni og skráning í hann frá klukkan 09:00 í Gulahúsi á morgun. Skólinn verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum.  Um er að ræða tvö þriggja vikna námskeið í júní og ágúst.  Á námskeiðinum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og …