Breiðablik 2 – Grindavík 0

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Breiðablik sigraði Grindavík 2-0 í dag í sjöundu umferð Pepsi deild karla.

Þetta var lélegasti leikur Grindavíkur í sumar og það sorglega við hann er að ef leikmennirnir hefðu sýnt sama einbeitta vilja og þeir sýndu gegn Keflavík í bikarnum hefði Grindavík sigrað örugglega.  Sú var ekki raunin og situr Grindavík því enn á botni deildarinnar.

Stutt er í næsta leik þar sem ÍBV kemur í heimsókn á miðvikudag þar sem okkar menn verða að spyrna frá sér og sækja öll stigin.

Mynd hér að ofan er fengin úr myndagallerí sem vísir.is er með úr leiknum.