Breiðablik – Grindavík í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Í dag leikur Grindavík við Breiðablik á Kópavogsvelli í sjöundu umferð Pepsi deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og gæti verið vendipunktur hjá okkar mönnum í deildinni.  Með sigri komast þeir upp að hlið Fram og styttra í næstu lið fyrir ofan.  Leikur liðsins hefur batnað til munar í síðustu leikjum þar sem þeir unnu Keflavík í bikarnum og gerðu tvö jafntefli í deildinni þar áður.

Grindavík hefur í síðustu leikjum gengið vel á Kópavogsvelli. Að vísu töpuðu þeir í fyrra 2-1 en voru þá einum manni færri í 70 mínútur.  Paul McShane skoraði mark Grindavíkur og verður gaman að sjá hvort hann spili í dag.  Fyrir rétt rúmum tveimur árum fór leikurinn þarna 3-2 fyrir okkar menn þar sem Ondo og Páll skorðu mörk Grindavíkur.  

Ekki er hægt að rifja upp leiki á Kópavogsvelli án þess að minnast á stóra vendipunktinn 2008.  Grindavík byrjaði þá mótið illa, töpuðu þremur fyrstu leikjunum, en snéru við blaðinu með 6-3 sigri þar sem bæði leikmenn og ekki síst stuðningsmenn áttu sinn besta leik.

Bein “útvarps”lýsing verður frá leiknum á 240.is