Grindavík er komið í fjórða sætið í 1.deild kvenna B eftir góðan sigur á Tindastól í gær. Leikurinn fór 5-2 fyrir okkar stúlkur þar sem Íris Eir Ægisdóttir skoraði m.a. þrjú mörk, Þórkatla Albertsdóttir skoraði hin tvö mörkin. Næstu tveir leikir og jafnframt þeir síðustu í riðlakeppninni eru gegn Álftanesi á útivelli 16. ágúst og svo taka stelpurnar á móti …
Grindavík – Tindastóll í kvöld FRÍTT Á VÖLLINN
Grindavík tekur á móti stelpunum frá Tindastól í 12.umferð Íslandsmótsins Liðin eru í 6. og 7. sæti í 1.deild kvenna, B-riðli, þar sem Grindavík er með einu stigi meira. Frítt er á völlinn í boði HP gámar. Nánar um leikinn hér fyrir neðan.
Óbreytt staða
Grindavík gerði 2-2 jafntefli við Fram í kvöld í fjórtándu umferð Pepsi deild karla. Grindavík var líkt og í KR leiknum komið í 4 manna vörn skipuð Ólafi Erni, Mikael, Ray og Matthíasi. Markó og Alexander þar fyrir framan. Ian Wiliamson fyrir framan þá og Magnús og Scotty á köntunum með Ameobi fremstan. Okkar besti maður, Óskar Pétursson, var svo …
Knattspyrnuskólinn byrjaður aftur
Knattspyrnuskóli UMFG hefst í dag og stendur yfir til 22 ágúst. Eldri hópurinn er fyrir hádegi (5. bekkur – 8 .bekkur) kl.10.00, yngri hópurinn er eftir hádegi (1. bekkur – 4. bekkur) kl.13.00. er 6.000 kr og veittur er systkinaafsláttur.Skólastjórar verða Ægir Viktorsson og Óli Baldur Bjarnason.
Grindavík – Fram á morgun
Leikur Grindavíkur og Fram á morgun hefur mikla þýðingu fyrir bæði lið og verður því hart barist. Þó að allir leikir séu mikilvægir þá er þetta lykilleikur fyrir okkar menn. Með sigri Fram eru þeir komnir í ágæta fjarlægð frá fallsæti en með sigri Grindavíkur þá setjum við muninn í aðeins einn sigurleik og nóg af leikjum og stigum í …
Undanúrslit í bikarnum
Seinni leikurinn í undanúrslitum Borgunar bikarsins fer fram á Grindavíkurvelli á morgun klukkan 19:15 Það eru Íslands- og bikarmeistarar KR sem mæta en ljúka vonandi keppni á morgun. Alla leikmenn dreymir um að keppa til úrslita í bikarnum og okkar menn bara einu skrefi frá því, Grindavíkurvöllur er okkar heimavöllur og nú er nauðsynlegt að nýta sér hann. Til þess þurfum …
HK/Víkingur – Grindavík í kvöld
Grindavík fer á Víkingsvöll í kvöld þar sem þær mæta sameiginlegt lið HK og Víkings í 1.deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og gæti verið hin fína skemmtun. HK/Víkingur er í öðru sæti í riðlinum með 20 stig en Grindavík hefur verið að vinna síðustu leikina sína og því í toppformi. Grindavík verður án Margrétar Albertsdóttir sem er farinn …
Nágrannaslagur í kvöld
Í kvöld fer fram leikur Grindavíkur og Keflavík á Nettó vellinum og hefst hann klukkan 19:15 Liðin hafa mæst tvisvar í sumar og sýndi Grindavíkurliðið tvær gjörólíkar hliðar í leikjunum. Leikurinn er í deildinni hér heima þann 10.maí var afleiddur sem endaði með 4-0 sigri Keflavíkur. Bikarleikurinn 6. júní var hinsvegar á allt öðrum nótum. Liðið sýndi þar góða baráttu …
BÍ/Bolungarvík 0 – Grindavík 1
Grindavík klifrar upp deildina, 1.deild – riðil B, með góðum sigri á Torfnesvelli. BÍ/Bolungarvík tók á móti Grindavík á laugardaginn og sigraði Grindavík leikinn 1-0 í tíundu umferð mótsins. Hægt er að sjá myndband frá leiknum á vef bb.is Ferðalögin virðast þjappa liðinu saman því leikur á hinum enda landsins, gegn Völsung á Húsavík, endaði einnig með sigri Grindavíkur í …
Keflavík 2 – Grindavík
Grindavík missti af stigi undir lok leiks þegar Keflavík tryggði sér sigurinn á 88. mínútu í þrettándu umferð Pepsi deild karla í kvöld. Bæði Ólafur Örn og Alexander voru fjarverandi í kvöld ásamt því að Pape og Ameobi voru á bekknum. Byrjunarliðið var þannig skipað:Óskar, Eklund, Ondo, Björn Berg, Ray, Matthías, Hafþór, Markó, Scotty, Magnús og Iain Williamson í sínum …