Grindavík 5 – Tindastóll 2

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík er komið í fjórða sætið í 1.deild kvenna B eftir góðan sigur á Tindastól í gær.

Leikurinn fór 5-2 fyrir okkar stúlkur þar sem Íris Eir Ægisdóttir skoraði m.a. þrjú mörk, Þórkatla Albertsdóttir skoraði hin tvö mörkin.

Næstu tveir leikir og jafnframt þeir síðustu í riðlakeppninni eru gegn Álftanesi á útivelli 16. ágúst og svo taka stelpurnar á móti Keflavík 24.ágúst næstkomandi.