Sigur í Hafnarfirði

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík nældi í sín fyrstu stig í 1.deildinni með góðum sigri á Haukum á föstudaginn.   Haukar sigruðu í fyrstu umferðinni og hafa verið spáð góðu gengi í deildinni í sumar.  Það lá því í loftinu að þetta yrði erfiður útileikur.  Grindavík sigraði hinsvegar leikinn 1-0 þar sem Jordan Edrigde skoraði markið á 34. mínútu.  Undir lokinn lá nokkuð á …

Sigur í bikarnum hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík skellti nágrönnum sínum í Keflavík 3-1 í 1. umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Grindavíkurvelli. Grindavík hafði mikla yfirburði og verðskuldaði sigurinn. Grindavík mætir Fylki í næstu umferð þann 28. maí á Grindavíkurvíkurvelli. Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir kom Grindavík yfir og Rebekka Þórisdóttir bætti við örðu marki fyrir leikhlé. Fyrirliðinn Ágústa Jóna Heiðdal skoraði þriðja markið um miðan seinni hálfleik …

Haukar – Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Önnur umferð í 1.deild karla hefst í kvöld með leik Hauka og Grindavíkur á Schenkenvellinum í Hafnarfirði. Báðum þessum liðum er spáð baráttu um sigur í deildinni þannig að búast má við skemmtilegum leik.  Haukar sigurðu Þrótt í fyrstu umferð á meðan okkar menn máttu þola tap gegn Víking. Leikurinn er klukkan 19:15 í kvöld og eru allir hvattir til …

Sigur í bikar og dregið í hádeginu

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík sigraði Ægir í 64. úrslitum Borgunarbikars karla.  Lokatölur voru 4-3 fyrir Grindavík þar sem Stefán Pálsson, Juraj Grizelj og Daníel Leó Grétarsson skoruðu mörkin, Stefán skoraði tvö. Uppfært:Nú rétt í þessu var dregið í bikarnum.  Grindavík mætir KR á útivelli 29 eða 30 maí. Dregið verður í hádeginu í 32 liða úrslitin þar sem Pepsi deildar liðin eru ásamt BÍ/Bolungarvík, Víkingur …

Borgunarbikarinn

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur leik í Borgunarbikar karla í kvöld þegar þeir fara Suðurstrandaveginn í Þorlákshöfn þar sem þeir mæta Ægir. Þjálfari Ægis er Alfreð Elías Jóhannsson sem ætti að þekkja ágætlega til Grindavíkurliðsins.  Ægir komst áfram með því að leggja KB 1-0 4.maí síðastliðnum og eru á ágætri siglingu í deildinni fyrir neðan okkur.  Unnu Eystein(flest liðin á suðurströnd Íslands eru …

Grindavík 1 – Víkingur 2

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hóf leik í 1.deild karla í gær þegar þeir tóku á móti Víking.  Leikurinn fór 2-1 fyrir gestina. Fréttaritari umfg.is er ekki staddur á landinu og missti því af leiknum.  En Íslandsmeistarinn Björn Steinar Brynjólfsson var á staðnum og er hér fyrir neðan umfjöllun hans af leiknum fyrir fótbolti.net 1.deildin fór af stað með pompi og prakt í dag …

Guli dagurinn

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

UMFG og Jói Útherji verða með Gula daginn á morgun, miðvikudaginn 17. apríl, milli kl. 16-18, í Gula húsinu. Þar verður nýi Grindavíkurbúningurinn og æfingafatnaðurinn til sölu ásamt ýmsu fleira.

Grindavík – Fjölnir í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Síðasti leikur Grindavíkur í Lengjubikarnum fer fram í kvöld klukkan 20:30 Mæta strákarnir þá Fjölni í Reykjaneshöllinni.  Fjölnir er enn án sigurs í deildinni en Grindavík unnið 2, töpuðu í síðasta leik gegn FH 2-1. Fjölnir og Grindavík eru saman í 1.deildinni í sumar(mætast þó ekki fyrr en 4.júlí) og því upplagt að sjá stöðuna á þessum liðum fyrir komandi …

Grindavík – FH í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tekur á móti FH í Lengjubikarnum í dag klukkan 14:00 í Reykjaneshöllinni. Liðin eigast við í riðli 1 í A deild. Grindavík hefur unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli til þessa. Fróðlegt er að sjá hvernig strákarnir koma undan æfingarferðinni til Spánar.  Mánuður er í fyrsta leik í 1. deildinni og allt að slípast til. Eftir þennan …