Ægir tekur við af Helga

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Ægir Viktorsson hefur tekið við sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Hann tekur við af Helga Bogasyni. Ægir er jafnframt yfirþjálfari yngri flokkanna hjá knattspyrnudeild Grindavíkur en þar hefur hann þjálfað mörg undanfarin ár. Grindavík varð hársbreidd frá því að komast í úrvalsdeildina í sumar. Liðið hefur þegar hafið æfingar undir stjórn Ægis. 

Hjörtur tekur við af Eiríki

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Tilkynnt var í árlegri hangikjötsveislu hjá knattspyrnudeild UMFG um helgina að Eiríkur Leifsson framkvæmdastjóri deildarinnar lætur af störfum nú um áramót eftir fjögurra ára starf. Við starfi hans tekur Hjörtur Waltersson sem hefur starfað hjá Advania undanfarin ár. 

190 milljónir og Risakerfi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Risakerfið gekk ekki í nógu vel í síðustu viku en árangurinn var 11 réttir. Þessa vikuna er 190 milljóna risapottur og að sjálfsögðu verðum við með Risakerfi. Seldir verða 63 hlutir á 3000 kr. hluturinn en það hver má kaupa eins marga hluti og hann vill. Síðast var uppselt á föstudegi þannig að lögmálið „fyrstir koma fyrstir fá“ gildir.  Það er sára …

Annað Risakerfi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Risakerfið gaf 13 rétta í síðustu viku og skilaði það tæpum 66 þúsund á hlut, ekki ónýt búbót það. Nú verður splæst í annað risakerfi en tippgúrúinn er mjög bjartsýnn á seðil vikunar. Seldir verða 68 hlutir á 3000 kr. hluturinn en það hver má kaupa eins marga hluti og hann vill.   Það er sára einfalt að vera með …

3,3 milljónir á stóra kerfið

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Þeir sem versluðu sér hlut í stóra kerfinu hjá Getraunaþjónustunni í Gula húsinu ávöxtuðu pund sitt vel því að 13 réttir komu á seðilinn sem gerður var þessa helgi, vinningurinn var 3,3 miljónir sem skiptast á 50 hluti eða 66 þúsund krónur á hlut, en hluturinn kostaði 3000 kr. Hluthafar í kerfinu eru beðnir um að senda bankaupplýsingar og kennitölu …

Risakerfi og opið í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Getraunaþjónustan verður með opið í kvöld í Gula húsinu frá kl 20.30, þar verður Risaseðill settur saman og boðið uppá léttar veitingar en Það verða 190 millur í pottinum í Enska boltanum núna um helgina.   Þú þarft ekki að hafa hundsvit á enska til að vera með því hægt verður að kaupa hlut í risakerfi þar sem seldir verða …

Davor Suker heimsótti Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Davor Suker forseti knattspyrnusambands Króatíu heimsótti Grindavík í gær í fylgd góðvinar síns Milans Stefáns Jankovic þjálfara Grindavíkur en þeir spiluðu saman í fjögur ár með Osijek á sínum tíma í Júgóslavínu og þeir hafa haldið sambandi síðan þá. Suker var einn fremsti knattspyrnumaður Króata á sínum tíma en hann varð markakóngur á HM 1998. Suker er að sjálfsögðu staddur …

12 réttir síðast, 13 núna??

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Jæja ekki náðum við þann stóra um síðustu helgi, klikkaði einn leikur, Milwall-Burnley en við vorum með 12 á honum en hann endaði því miður x, en kerfið skilaði 151.000 kr í vinning eða 2750kr. á hvern hlut. Við ætlum að reyna að fá einum meira þessa helgi með öðru stóru kerfi. Seldir verða 64 hlutir á 2750kr hluturinn og …

Vilt þú vinna 240 milljónir?

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Það verða 240 millur í pottinum í Enska boltanum núna um helgina, og ætlar getraunaþjónustan í Gula húsinu að reyna að næla í þær. Þú þarft ekki að hafa hundsvit á enska til að vera með því hægt verður að kaupa hlut í risakerfi þar sem seldir verða 70 hlutir á 4000 kr hluturinn Þeir sem vilja vera með geta …

Markmannsæfingar á miðvikudögum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Viltu verða góður markvörður í fótbolta? Markmannsæfingar verða fyrir 5. og 6. flokk drengja og stúlkna á miðvikudögum í Hópinu kl. 14:45. Æfingar hefjast í dag og verða alla miðvikudaga fyrir þennan aldurshóp.