Eftir nokkuð langa heimaleikjapásu er loksins komið að heimaleik hjá stelpunum en þær taka á móti Haukum í kvöld kl. 19:15. Ekki gekk nógu vel í síðasta leik á móti HK sem tapaðist 5-1 og eru stelpurnar eflaust staðráðnar í að bæta upp fyrir þann leik í kvöld. Á morgun, laugardag, er svo næsti leikur hjá strákunum þar sem þeir …
Námskeiðið ,,Æft að hætti atvinnumanna
Síðasta námskeið sumarsins í Knattspyrnuskóla UMFG hófst í dag. Hægt er að skrá sig á staðnum, eða með því að senda póst á aegir@umfg.is Athugið að verðið á síðasta námskeiðið er lægra en á fyrri námskeið, eða 5.000 kr. 6.ágúst-22.ágúst Æft að hætti atvinnumanna. Eldri fyrir hádegi (5.bekkur- 8.bekkur) kl.10.00 Yngri eftir hádegi (1.bekkur-4.bekkur) kl.13.00 Skráning á staðnum eða á …
Grindavík – BÍ/Bolungarvík í dag klukkan 18:00
Grindavík og BÍ/Bolungarvík mætast á Grindavíkurvelli í dag klukkan 18:00. Liðin eru í 10. og 11. sæti fyrir leiki kvöldsins og því allt lagt undir til að komast úr botnsæti. Fyrir rúmlega mánuði mættust liðin á Torfnesvelli þar sem BÍ sigraði með einu marki gegn engu. Frá þeim leik hefur margt breyst hjá Grindavík. Strákarnir hafa sótt 8 stig …
Strákarnir á Skipaskaga
Seinni umferð Íslandsmótsins í 1. deild karla í knattspyrnu hefst í kvöld. Grindavík sækir ÍA heim á Akranes og hefst leikurinn kl. 19:15. Eftir 12 umferðir er Grindavík í næst neðsta sæti en liðinu var spáð efsta sæti í spá forráðamanna liða í deildinni fyrir mót. Fyrir utan Leikni sem virðist ætla að stinga af er deildin hins vegar ótrúlega …
Jafntefli heima gegn topplið Leiknis
Síðastliðinn föstudag mættust á Grindavíkurvelli okkar menn í Grindavík og Breiðhyltingarnir í Leikni, en fyrir leikinn sátu þeir í toppsætinu meðan Grindvíkingar reyna að rífa sig frá botnbaráttunni. Leikurinn, sem sýndur var beint á SportTV, fór ekki vel af stað fyrir heimamenn en eftir aðeins 20 mínútna leik var staðan orðin 0-2 fyrir gestina. En þá hrukku okkar menn í …
Grindavík mætir toppliði Leiknis í kvöld, föstudag
Grindavík mætir toppliði Leiknis í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu kom góður sigur hjá okkar mönnum á móti Tindastóli en því miður náðum við aðeins einu stigi úr leiknum á móti Selfossi. Það er fátt annað í spilunum en sigur í kvöld því annars er hætt við að okkar menn fari …
Eitt námskeið eftir í fótboltaskóla UMFG, skráning hafin
Skráning stendur yfir á síðasta námskeið sumarsins í Fótboltaskóla UMFG, sem hefst þann 5. ágúst næstkomandi. 5.ágúst-22.ágúst Æft að hætti atvinnumanna. Eldri fyrir hádegi (5.bekkur- 8.bekkur) kl.10.00 Yngri eftir hádegi (1.bekkur-4.bekkur) kl.13.00 Skráning er hafin á aegir@umfg.is Verð á námskeiðið æft að hætti atvinnumanna í ágúst er 6.000 kr. Umsjón með skólanum hafa Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Grindavíkur, …
Markaregn á Grindavíkurvelli, Grindavík 5 – Tindastóll 1
Eftir brösulega byrjun á fótboltasumrinu, þar sem Grindvíkingar sátu í fallsæti með 8 stig, var komið að ögurstundu síðastliðinn föstudag. Botnlið Tindastóls kom í heimsókn og fyrir leikinn hefðu sennilega margir litið á hann sem skyldusigur. Eina mark fyrri hálfleiks var þó Skagfirðinga og staðan 0-1 í hálfleik. En þá sögðu okkar menn hingað og ekki lengra og hreinlega völtuðu …
Grindavík mætir Fjölni í kvöld, allir á völlinn!
Þá er komið að mikilvægum leik hjá meistaflokki kvenna en topplið Fjölnis mætir í heimsókn í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:15. Stelpurnar okkar eru í þriðja sæti fyrir leik kvöldsins og eru búnar að vera á góðri siglingu undanfarið. Vonandi láta sem flestir sjá sig í stúkunni. ÁFRAM GRINDAVÍK!
Grannaslagur á morgun
Grindavík og Keflavík mætast í 1.deild kvenna á morgun á Grindavíkurvellir. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Stelpurnar unnu sinn þriðja leik í röð þegar þær lögðu BÍ/Bolungarvík á dögunum 5-0 og eru 11-0 í þessum þremur leikjum. Grannar okkar í Keflavik hafa ekki byrjað eins vel og eru í botnsætinu eftir sjö umferðir. Grindvíkingar eru hvattir til að mæta og styðja …