Stelpurnar taka á móti Haukum í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Eftir nokkuð langa heimaleikjapásu er loksins komið að heimaleik hjá stelpunum en þær taka á móti Haukum í kvöld kl. 19:15. Ekki gekk nógu vel í síðasta leik á móti HK sem tapaðist 5-1 og eru stelpurnar eflaust staðráðnar í að bæta upp fyrir þann leik í kvöld.

Á morgun, laugardag, er svo næsti leikur hjá strákunum þar sem þeir halda til Ólafsvík og mæta þar Víkingi.