Tommy Nielsen, aðalþjálfari Grindavíkur, í viðtali á Fótbolta.net

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Tommy Nielsen, aðalþjálfari Grindavíkur, er í laufléttu spjalli á Fótbolta.net en þar ræðir hann um komandi sumar og væntingar en liðinu er spáð 3. sæti í ár. Hann telur KA sigurstranglegasta í ár en Grindavík ætlar sér að sjálfsögðu að fylgja þeim eftir. Þá segist Tommy líka vera stoltur af því að vera að þjálfa í Grindavík. Viðtalið má lesa …

Sjáðu fyrsta landsleik Drafnar Einarsdóttur hér

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Eins og við greindum frá á dögunum var Dröfn Einarsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, valin í U17 ára landslið Íslands sem leikur á æfingamóti í Færeyjum þessa dagana. Dröfn lék sinn fyrsta landsleik í gær þegar Ísland sigraði Wales, 3-1. Dröfn lék allan leikinn og stóð sig að sögn kunnugra vel í stöðu hægri bakvarðar. Leikinn má sjá í …

Dröfn Einarsdóttir valin í U17 ára landsliðið í knattspyrnu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Dröfn Einarsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, hefur verið valin í U17 hóp kvenna sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum en leikið verður dagana 23. – 26. apríl. Mótherjarnir verða, auk heimamanna, Wales og Norður Írland. Dröfn sem fædd er 1999 lék 13 leiki í 1. deildinni í fyrra og skoraði tvö mörk. Óskum við þessari efnilegu knattspyrnukonu til …

Jesús til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar halda áfram að styrkja sig fyrir baráttuna í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar en knattspyrnudeildin greindi frá því á Facebook síðu sinni fyrir stundu að samið hafi verið við 24 ára spænskan bakvörð, Alejandro Jesus Blzquez Hernandez. Af Facebook síðu knattspyrnudeildarinnar: „Grindavík hefur samið við Alejandro Jesus Blzquez Hernandez. Alejandro er 24 ára Spánverji sem var hjá okkur …

Vinningshafar Páskahappdrættis meistaraflokks kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Dregið hefur verið í Páskahappdrætti meistaraflokks kvenna en alls voru 50 glæsilegir vinningar í boði. Vinningaskrána má sjá í heild sinni hér Við óskum vinningshöfum til hamingju með vinningana.

Grindvíkingar þétta raðirnar fyrir knattspyrnusumarið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Undanfarna daga hafa fjórir leikmenn skrifað undir samninga við meistaraflokk karla í knattspyrnu hjá UMFG. Úlfar Hrafn Pálsson er nýr leikmaður Grindavíkur, en hann kemur úr Haukum og skrifaði undir samning til út árið 2015. Þá skrifuðu þrír yngri leikmenn einnig undir samninga. Milos Jugovic skrifaði undir þriggja ára samning við Grindavík. Hann er uppalinn hjá liðinu en lék tímabilið …

Firmamót knattspyrnudeildar 2015

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Hin geysivinsæla Firmakeppni Eimskips og Knattspyrnudeildar UMFG snýr aftur eftir nokkurra ára hlé Laugardaginn 4. Apríl næstkomandi. Firmakeppnin fer fram í Íþróttahúsi Grindavíkur og er búist við hörkustemningu eins og venjan er þegar þessi mót fara fram. Firmakeppnin er liður í fjáröflun Meistaraflokks karla í knattspyrnu fyrir æfingaferð liðsins til Spánar í vor. Leikið er í 4 manna liðum Leiktími …

Æfingagjöld 2015

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo, UMFG

Ákveðið hefur verið á fundi aðalstjórnar UMFG með forráðamönnum deilda að greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka foreldra/forráðamanna í byrjun mars 2015 fyrir æfingagjöldum barna og unglinga sem æfa íþróttir innan deilda UMFG og verður greiðslan fyrir jan-júní 2015 að upphæð 13.000.- kr Ef að foreldri/forráðamenn vilja breyta skráningum á greiðsluseðlum eða kjósa að greiða með greiðslukort eða jafnvel skipta greiðslum …

Vel sótt dómaranámskeið

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Yfir 25 unglingar mættu á unglingadómaranámskeið í Gulahúsinu sem haldið var af KSÍ í samvinnu við Knattspyrnudeild UMFG þann 17.febrúar. Námskeiðið stóð í um tvær klukkustundir og var öllum opið. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi vikuna 23.-28.febrúar.   Á námskeiðinu fór Sigurður Óli Þórleifsson FIFA dómari yfir knattspyrnulögin en auk þess var einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og …