Lokahátíð knattspyrnuskóla UMFG og Lýsis verður mánudaginn 24. ágúst kl.11.00. Allir krakkar sem hafa mætt í knattspyrnuskólann í sumar eru velkomnir – mæta bara hressir og kátir Dagskrá: Sambabolti – pylsuveisla
Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir eftir þjálfurum
Unglingaráð knattspyrnudeildar Grindavíkur auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er að sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingum með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og búa yfir getu til að byggja upp og bæta starfið í heild sinni. Grindavík býr að góðri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar jafnt innan sem utandyra. Hópið, fjölnota knattspyrnuhús með …
Stelpurnar fóru taplausar í gegnum sumarið
Grindavíkurkonur luku keppni í B-riðli 1. deildar kvenna í gær með góðum 3-0 heimasigri í Víkingi frá Ólafsvík. Þessi úrslit þýða að Grindavík endaði í efsta sæti riðilsins, með 30 stig. Þær unnu 9 leiki og gerðu 3 jafntefli og fóru taplausar í gegnum sumarið. Nú tekur við úrslitakeppni átta liða úr 1. deildinni um tvö laus sæti í Pepsi …
Þrjú blaut stig í hús á Grindavíkurvelli
Grindavík tók á móti botnliði BÍ/Bolungarvíkur á Grindavíkurvelli í gær í leik sem mótaðist mjög af veðrinu. Grindvíkingar gerðu sitt besta til að byggja upp spil og leika áferðarfallega knattspyrnu í þessum leik sem reyndist nokkuð snúið í hvössum vindi og ausandi rigningu. Lítið var um færi og eina mark leiksins kom ekki fyrr en á 78. mínútu þegar hinn …
Síðasti deildarleikur sumarsins hjá stelpunum í kvöld, frítt inn á völlinn
Grindavíkurkonur leika sinn síðasta leik í deildarkeppninni í sumar nú í kvöld þegar þær taka á móti Víkingi frá Ólafsvík. Sigur tryggir Grindavík efsta sætið í riðlinum en tveimur stigum munar á Grindavík og FH fyrir leikinn í kvöld. Styrktaraðilar bjóða áhorfendum á leikinn í kvöld og því verður enginn aðgangseyrir rukkaður í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:30. Allir á …
Boltafélagið heimsækir Grindavíkurvöll í kvöld
Flautað verður til leiks á Grindavíkurvelli núna klukkan 18:30 þegar sameiginlegt lið Boltafélags Ísafjarðar og Bolungarvíkur sækir Grindvíkinga heim. Hætt er við að aðstæður til knattspyrnuiðkunnar og áhorfs verði ekki þær bestu og eru áhorfendur því hvattir til að klæða sig vel.
Tap í Laugardalnum og Pepsideildardraumurinn kvaddur
Grindavík sótti Þrótt heim í Laugardalinn um helgina þar sem ekkert nema sigur kom til greina ef liðið ætlaði að halda Pepsideildardraumnum lifandi. Þróttarar voru fyrir leikinn í 2. sæti og höfðu unnið alla sína heimaleiki í sumar og því ljóst að Grindvíkingar þyrftu að tjalda öllu til ef þeir ætluðu sér að vinna leikinn. Grindvíkingar voru líklegir til að …
Grindvíkingar skerpa á sóknarleiknum, Angel Guirado er nýr leikmaður liðsins
Grindvíkingar hafa ákveðið að skerpa aðeins á sóknarleiknum þegar 7 umferðir eru eftir í 1. deildinni í knattspyrnu. Að vísu vantaði ekkert uppá sóknarleikinn í síðasta leik þegar Grindavík setti 5 mörk en fram að honum hafði loðað svolítið við leik liðsins að illa gekk að klára færin. Angel Guirado fær væntanlega það hlutverk að bæta úr því. Í fréttatilkynningu …
Stelpurnar einar á toppnum fyrir lokaumferðina
Stelpurnar í meistaraflokki heimsóttu Álftanesið í gærkvöldi þar sem leikið var í frekar döpru veðri þar sem að fyrsta haustlægðin gekk yfir landið. Hafði þetta umtalsverð áhrif á gæði leiksins en stelpurnar létu það ekki á sig fá og unnu góðan seiglusigur, 0-1.Það var Marjani Hing-Glover sem skoraði eina mark leiksins. Á sama tíma gerðu FH jafntefli við Víking og …
21-0
Hreint út sagt ótrúlegur leikur fór fram á Grindavíkurvelli á laugardaginn þegar Grindavík tók á móti botnliði 1. deildar kvenna, Hvíta riddaranum. Fyrir leikinn hafði Hvíti riddarinn fengið á sig að meðaltali 7 mörk í leik í sumar, en þau urðu þrefalt fleiri í þessum leik, eða 21! Lokatölur leiksins urðu 21-0 fyrir Grindavík sem gjörsamlega valtaði yfir Hvíta riddarann. …