Firmamót knattspyrnudeildar UMFG og Eimskips

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Mótið er haldið af nýstofnuðu liði ÍG sem ætlar að spila í 4. deild næsta sumar. Leikið verður í íþróttahúsinu 30. desember. Leikið með battaboltafyrirkomulagi. Þátttökugjald er 30.000 kr á lið. Skráning á umfg@centrum.is eða í 866‐9305 og 859‐1130  

Átta ungir og efnilegir skrifa undir samning hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Í gær skrifuðu átta ungir og efnilegir drengir undir þriggja ára samning við félagið. Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar skrifaði fyrir hönd knattspyrnudeildar Grindavíkur. Jónas ræddi um þá Evrópuleiki sem félagið hefur leikið og nefndi hvað einstaklingsæfingar og sjálfsagi væri mikilvægur á þessum aldri til að ná árangri og nefndi nokkur dæmi um það. Strákarnir eru allir að hefja leik í …

Arnór Breki Atlason semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Arnór Breki Atlason hefur skrifað undir 2 ára saming við Grindavík. Arnór er ungur og efnilegur leikmaður sem kemur frá Keflavík, en hann er fæddur árið 1999. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningins.  

Gunnar og Ólafur Ingi semja við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sömdu á dögunum við tvo unga og efnilega leikmenn. Gunnar Þorsteinsson snýr aftur til Grindavíkur eftir að hafa leikið með ÍBV undanfarin ár og þá skrifaði Ólafur Ingi Jóhannesson einnig undir samning við félagið.  Fréttatilkynningar frá knattspyrnudeildinni: „Miðjumaðurinn Gunnar Þorsteinsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Grindavík og skrifað undir þriggja ára samning. Hinn 21 árs gamli Gunnar …

Tækniæfingar í Hópinu á þriðjudögum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnuakademía UMFG ætlar að bjóða upp á tækniæfingar fyrir iðkendur í 5., 4. og 3.flokki drengja og stúlkna næstu þriðjudaga frá kl.15.30-16.15 í Hópinu. Áhugasömum er frjálst að mæta til að auka leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu.

Hræringar í leikmannahópi Grindavíkur, Angel og Alejandro farnir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Fótbolti.net fjallaði um leikmannamál Grindavíkur í gær en þar kom fram að SpánverjarnirAlejandro Jesus Blazquez Hernandez og Angel Guirado Aldeguer séu báðir á förum frá félaginu, og þá er óvissa með áframhaldandi þátttöku Slóvenans Tomislav Misura. Þá kom einnig fram á fótbolta.net að Jóhann Helgason sé að íhuga að leggja skóna á hilluna svo að það er ólíklegt að hann …

Gulur dagur í Gula húsinu á morgun, miðvikudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG í samvinnu við Jóa útherja mun standa fyrir gulum degi í Gula húsinu á morgun, miðvikudaginn 28. október. Grindvískum knattspyrnuiðkendum gefst þá kostur á að koma og máta keppnisfatnað og tryggja sér föt á umtalsvert lægra verði en vanalega. Húsið verður opið milli 16:00-19:00 en vörurnar verða svo afhentar á fjörugum föstudegi, sem verður haldinn síðasta föstudaginn í …

Emma Higgins, markvörður Grindavíkur og N-Írlands í viðtali

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Emma Higgins, sem varið hefur mark Grindavíkur undanfarin ár er einnig markvörður landsliðs Norður-Írlands. Landsliðið lék á laugardaginn sinn fyrsta leik í undankeppni Evrópumóts kvenna 2017 gegn Georgía og stóð okkar kona að sjálfsögðu á milli stanganna, en hún hefur leikið yfir 50 leiki fyrir lið N-Írlands. Higgins hefur leikið hér á Íslandi síðan 2010 og alltaf með Grindavík fyrir …

Sigur í fyrsta leik U17, Dröfn í byrjunarliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

U17 ára lið kvenna hóf leik í undankeppni EM nú á miðvikudag gegn Svartfjallalandi og fóru með 3-0 sigur af hólmi. Grindvíkingurinn Dröfn Einarsdóttir var í byrjunarliðinu og þótti standa sig vel. Hægt er að fylgjast með fréttum af liðinu á KSÍ.is en næsti leikur liðsins er á morgun gegn Færeyjum. KSÍ.is birti umfjöllun um leikinn: „Íslenska U17 ára lið …