Jafntefli á Selfossi í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sóttu aðeins 1 stig á Selfoss í gær í miklum baráttuleik sem lauk með 1-1 jafntefli. Leikurinn var markalaus fram á 72. mínútu þegar Alexander kom okkar mönnum yfir en Selfyssingar jöfnuðu leikinn úr vítaspyrnu á 86. mínútu. Grindvíkingar sitja þó enn á toppi deildarinnar þar sem KA menn léku ekki í gær. Þegar 4 umferðir eru eftir af …

Daníel Leó í U21 landsliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingur Daníel Leó Grétarsson, sem leikur með liði Álasunds í norsku úrvalsdeildinni, hefur verið valinn í U21 landslið Íslands sem leikur tvo leiki í undankeppni EM í september. Fyrri leikurinn er gegn Norður Írum þann 2. september og sá seinni gegn Frökkum þann 6. september. Daníel á 4 leiki að baki með U21 liðinu og 10 leiki með U19 Ísland …

Grindavík heimsækir Selfoss á eftir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar freista þess að sækja 3 stig á Selfoss í kvöld í Inkasso-deildinni og komast þannig einu skrefi nær sæti í Pepsi-deildinni að ári. Grindavík er í efsta sæti deildarinnar með 37 stig en KA er aðeins einu stigi á eftir. Fyrri leik þessara liða lauk með 1-1 jafntefli þar sem gestirnir frá Selfossi jöfnuðu í uppbótartíma. Grindavík hefur ekki …

Grindvíkingar enn taplausir á heimavelli – Pepsideildin innan seilingar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar lönduðu enn einum heimasigrinum í Inkasso-deildinni um helgina þegar þeir lögðu HK, 4-0. Úrslitin gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum sem einkenndist af mikilli baráttu en okkar menn settu þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum og lokuðu leiknum með glæsibrag. Grindavík er því áfram efst í deildinni með 37 stig, einu stigi á undan KA mönnum en …

Grindavíkurkonur tryggðu sér efsta sætið í B-riðli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur gerðu góð ferð í Mosfellsbæ í gær þar sem þær lögðu heimakonur í Aftureldingu, 1-4. Lauren Brennan skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og þær Anna Þórun Guðmundsdóttir og Linda Eshun skoruðu sitt markið hvor. Þessa úrslit þýða að Grindavík hefur tryggt sér efsta sætið í B-riðli þegar ein umferð er eftir, en þær mæta liði Augnabliks í lokaumferðinni föstudaginn …

Grindavík á toppi Inkasso-deildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tyllti sér á topp Inkasso-deildarinnar með góðum útisigri á Leikni í gær, 0-3. Á sama tíma gerðu KA og Keflavík jafntefli og er Grindavík því komið á topp deildarinnar, einu stigi á undan KA og 8 stigum á undan Keflavík, þegar 6 leikir eru eftir.   Grindvíkingar fóru brösulega af stað í leiknum en náðu þó að verjast sóknaraðgerðum …

Lokahátíð knattspyrnuskólans á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahátíð knattspyrnuskóla UMFG og Lýsis verður föstudaginn 19.ágúst klukkan 11:00Allir krakkar sem hafa mætt í knattspyrnuskólann í sumar eru velkomnir – mæta bara hressir og kátir Dagskrá: Sambabolti – vítakeppni – pizzuveisla og margt fleira

Grindavík sigraði toppslaginn – 6 stiga forskot á Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík lagði granna sína frá Keflavík í toppslag Inkasso-deildarinnar í gær en fyrir leikinn munaði aðeins 3 stigum á liðunum sem sátu í 2. og 3. sæti. Mjög góð mæting var á Grindavíkurvöll og hefur stúkan ekki verið jafn þétt setin lengi. Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur þar sem Keflvíkingar voru öllu hættulegri í sínum aðgerðum. Þeir vildu fá víti …

Stelpurnar tryggðu sig í úrslitakeppnina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur unnu góðan sigur á Fjölni í gær, 0-2 á útivelli, þar sem Linda Eshun skoraði bæði mörkin. Þetta var 10 sigur liðsins í sumar og hafa þær nú tryggt sig inn í úrslitakeppnina um sæti í Pepsi-deildinni að ári. Frábært sumar hjá stelpunum en þær hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í 12 leikjum en skorað 39. Vonandi …

Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, ákall frá Stinningskalda

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það verður risastór grannaslagur á Grindavíkurvelli í kvöld þegar nágrannar okkar í Keflavík koma í heimsókn. Leikurinn er nánast upp á líf og dauða fyrir bæði lið, en Grindavík er 1 stigi frá toppnum í öðru sæti og Keflavík kemur svo strax á hæla okkar með þremur stigum minna.  Leikurinn er því afar mikilvægur fyrir okkar menn og hvetjum við …