Grindavík heimsækir Selfoss á eftir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar freista þess að sækja 3 stig á Selfoss í kvöld í Inkasso-deildinni og komast þannig einu skrefi nær sæti í Pepsi-deildinni að ári. Grindavík er í efsta sæti deildarinnar með 37 stig en KA er aðeins einu stigi á eftir. Fyrri leik þessara liða lauk með 1-1 jafntefli þar sem gestirnir frá Selfossi jöfnuðu í uppbótartíma. Grindavík hefur ekki tapað leik síðan 12. júní og ætla ekki að breyta því í kvöld. Við hvetjum Grindvíkinga til að renna eftir Suðurstrandarveginum góða og styðja strákana til sigurs. Leikurinn hefst kl. 18:00