Grindavík á toppinn eftir sigur á KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík gerði gríðarlega góða ferð vestur í bæ í gærkvöldi þegar strákarnir lögðu KR, 0-1. Grindvíkingar sýndu mikla baráttu og agaðan leik þar sem þeir fylgdu leikskipulagi Óla Stefáns út í ystu æsar. Þeir gáfu fá færi á sér og þau fáu færi KR sem litu dagsins ljós varði Kristijan Jajalo örugglega.  Grindvíkingar voru hraðir og ógnandi í sínum sóknaraðgerðum með …

Bikardraumurinn úti þetta árið hjá strákunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar geta nú einbeitt sér af fullum krafti að toppbaráttunni í Pepsi-deild karla en þeir töpuðu í gær fyrir Leikni á útivelli í 16-liða úrslitum Borgunarbikarins. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram sigur í venjulegum leiktíma en staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Staðan var óbreytt eftir 120 mínútur og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar var heppnin með …

Grindvíkingar fyrstir til að leggja Val í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar færðu Valsmönnum fyrsta tap þeirra í sumar á Grindavíkurvelli í gær, en Andri Rúnar Bjarnason skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Grindavíkur. Andri hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum og er kominn með 5 mörk. Eftir þennan sigur er Grindavík í 3. sæti deildarinnar með 10 stig þegar 5 umferðir eru að baki. Fótbolti.net var …

Skráning hafin á Bacalao mótið

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Laugardaginn 10. júní verður hið árlega Bacalaomót haldið á Grindavíkurvelli og skemmtun um kvöldið í Gjánni. Skráning er hafin á https://www.bacalaomotid.is Um kvöldið verður sannkölluð saltfiskveisla þar sem Guðni Ágústsson og Jóhannes Kristjánsson halda uppi fjörinu ásamt Bjartmari Guðlaugssyni

Andri Rúnar Bjarnason leikmaður 4. umferðar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Andri Rúnar Bjarnason var valinn besti leikmaður 4. umferðar Pepsi-deildar karla af vefmiðlinum Fótbolta.net en Andri skoraði þrennu í sigri Grindavíkur á ÍA á mánudaginn. Við birtum hér að neðan umfjöllun Fótbolta.net og viðtal: „Ég held að ég geti sagt að þessi leikur sé klárlega þarna uppi með bestu leikjum ferilsins. Ég hef kannski átt einhverja betri yfir heildina en …

Stuðningsmannakvöld GG í Gjánni í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnufélagið GG heldur stuðningsmannakvöld í Gjánni í kvöld, miðvikudaginn 24. maí. Húsið opnar kl. 19:00 og er frítt inn. Veislustjóri er enginn annar en sjálfur Gauti Dagbjartsson. Seldir verða hamborgarar á lágu verði og einnig verður happadrætti og þá verður úrslitaleikur Evrópudeildarinnar sýndur á breiðtjaldi.

Grindavík lagði ÍA á Akranesi – Andri Rúnar með þrennu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík gerði góða ferð uppá Skipaskaga í gær í Pepsi-deild karla, þar sem strákarnir lögðu ÍA í miklum markaleik, lokatölur 2-3. Andri Rúnar Bjarnason skoraði öll mörk Grindavíkur og hefði hæglega getað sett tvö enn. Andri í fanta formi í upphafi sumars og vonandi er þetta aðeins upphitun fyrir það sem koma skal hjá kappanum. Myndasafn: Fótbolti.net Viðtöl: Fótbolti.net Textalýsing: …

Grindavík rúllaði Völsungum upp, 7-1

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík er komið áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarins eftir frábæran 7-1 sigur á Völsungum í gær. Grindavík lék upp í stífan vindinn í fyrri hálfleik en það virtist þó ekki skipta máli þar sem strákarnir settu 3 mörk í fyrri hálfleik. Þeir bættu svo við fjórum til viðbótar í seinni hálfleik. Markaskorarar Grindavíkur voru William Daniels sem skoraði 4 mörk …

Stelpurnar fengu skell heima gegn ÍBV

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur áttu ekki sinn besta dag í gær þegar þær tóku á móti ÍBV, en lokatölur leiksins urðu 0-4. Erlendir leikmenn liðsins sem dregið hafa vagninn framan af móti áttu erfitt uppdráttar og sáust varla á löngum köflum. Thaisa Moreno var ekki í leikmannahópnum í gær vegna meiðsla en hún hefur verið einn besti leikmaður liðsins og virtist liðið sakna krafta …

Grindvíkingar fengu skell gegn Víkingum heima

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Eftir ágætis byrjun á tímabilinu var Grindvíkingum kippt harkalega niður á jörðina í gær þegar þeir steinlágu heima gegn Víkingum frá Ólafsvík, 1-3. Grindvík lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleik en náði þó ekki að setja mark en Víkingar opnuðu seinni hálfleikinn með látum og komust fljótt í 0-2. Juan Manuel Ortiz Jimenez minnkaði muninn í uppbótartíma en hann …