Grindavík tryggði sér 5. sætið með 19. marki Andra

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík lauk keppni í Pepsi-deild karla þetta sumarið með sigri á Fjölni, 2-1. Sigurinn skilaði liðinu í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sem verður að teljast nokkuð góð niðurstaða fyrir nýliða í deildinni. Sigurmarkið skoraði Andri Rúnar Bjarnason rétt fyrir leikslok, og jafnaði þar með markametið í efstu deild, sem er 19. mörk. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Andra sem …

Marinó Axel í U21 landsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Einn nýliði er í U21 landsliði Íslandsmætir sem Slóvakíu og Albaníu í undankeppni fyrir EM 2019, en það er Grindvíkingurinn Marinó Axel Helgason. Marinó, sem fæddur er árið 1997, kom sterkur inn í Pepsi-deildina í sumar og lék alls 14 leiki fyrir Grindavík og skoraði 1 mark.  Hópurinn í heild sinni: Markverðir: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík) Aron Snær Friðriksson (Fylkir) …

2. flokkur karla Íslandsmeistarar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Drengirnir í 2. flokki karla gerðu sér lítið fyrir og lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í C-riðli Íslandsmótsins á föstudaginn. Strákarnir gerðu jafntefli við lið Völsungs, 2-2, og þar með var titillinn í höfn. Þeir skoruðu 30 mörk og fengu 12 mörk á sig í 12 leikjum sumarsins. Til viðbótar eigum við markahæsta leikmann sumarsins en Sigurður Bjartur Hallsson skoraði 16 mörk af …

Engin stig frá Akureyri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar höfðu sætaskipti við KA í Pepsi-deild karla í gær þegar liðið tapaði fyrir KA-mönnum fyrir norðan, 2-1. Simon Smidt skoraði eina mark Grindavíkur og er Andri Rúnar því ennþá einu marki frá því að jafna markametið í efstu deild, sem er 19 mörk. Andri fær þó einn séns enn en lokaleikur Grindavíkur í deildinni er heimaleikur gegn Fjölni á …

Stelpurnar stoppuðu toppliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur gerðu sér lítið fyrir um helgina og lögðu lið Þórs/KA hér á Grindavíkurvelli, en lokatölur leiksins urðu 3-2. Þetta var aðeins annar leikurinn sem norðankonur tapa í sumar og með þessum sigri komu Grindavíkurkonur í veg fyrir að þær fögnuðu Íslandsmeistaratitli hér í Grindavík.  Grindavík hefur þegar tryggt sæti sitt í deildinni og hefur því í raun að litlu …

Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf 3. og 4. flokks karla og kvenna var haldið á sal grunnskólans fimmtudaginn 14. september. Ægir Viktorsson opnaði hófið og hélt smá tölu. Verðlaun voru veitt í flokkunum og einnig var undirritaður samningur við nýjan yfirþjálfara yngri flokka, Arngrím Jóhann Ingimundarson (Adda) en hann var að þjálfa 3. og 5. flokk kvenna þetta tímabilið. Í lokin var boðið upp …

Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík landaði þremur dýrmætum stigum í Pepsi-deild karla í gær þegar liðið sigraði Breiðaleik í miklum markaleik, 4-3. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnr á Grindavíkurvelli voru ekki upp á marga fiska en völlurinn var mjög blautur og stífur vindur á annað markið í ofanálag. Grindvíkingur léku undan vindi í fyrrihálfleik en það voru Blikar sem settu fyrsta markið strax í upphafi leiks …

Grindavík lá í Eyjum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það má segja að það hafi verið endurtekið efni hjá Grindvíkingum í Vestmannaeyjum í gær. Liðið lenti undir snemma í leiknum en þetta er 10. leikurinn í röð sem Grindavík lendir undir. Að sama skapi gekk illa að skapa og nýta færin en Andri Rúnar minnkaði munin undir lokin, lokatölur 2-1. Úrslitin þýða að Grindavík er enn ekki formlega sloppið …

Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf yngri flokka hjá knattspyrnudeild UMFG verða tvískipt í ár. Eldri flokkarnir, 3. og 4. flokkar karla og kvenna, gera upp sumarið á sal Grunnskólans við Ásabraut í dag, fimmtudaginn 14. september, kl. 17:00. Yngri flokkarnir verða svo með sitt lokahóf í Hópinu á sunnudaginn, 17. september, kl. 14:00.

Glötuð marktækifæri og tap í Hafnarfirði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar misstu af 3 mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildar karla þegar þeir töpuðu gegn FH í Kaplakrika, en lokatölur leiksins urðu 1-0. Grindvíkingar fengu marga góða sénsa til að setja mark sitt á leikinn, þar á meðal fjögur góð færi áður en FH komust yfir. Lukkan var einfaldlega ekki með okkar mönnum að þessu sinni og þrjú …