Glötuð marktækifæri og tap í Hafnarfirði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar misstu af 3 mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildar karla þegar þeir töpuðu gegn FH í Kaplakrika, en lokatölur leiksins urðu 1-0. Grindvíkingar fengu marga góða sénsa til að setja mark sitt á leikinn, þar á meðal fjögur góð færi áður en FH komust yfir. Lukkan var einfaldlega ekki með okkar mönnum að þessu sinni og þrjú mikilvæg stig fóru í súginn.

Þegar fjórar umferðir eru eftir af Íslandsmótinu er Grindavík í 5. sæti, stigi á eftir KR sem tapaði fyrir ÍBV um helgina.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Næstu leikir:

14. sep. ÍBV – Grindavík kl. 17:00
17. sep. Grindavík – Breiðablik kl. 16:00 
24. sep. KA – Grindavík kl. 14:00 
30. sep. Grindavík – Fjölnir kl. 14:00