Grindvíkingar halda áfram að gera það gott á undirbúningstímabilinu í knattspyrnu, en liðið valtaði yfir FH í Lengjubikarnum á sunnudaginn, 3-0. Hafnfirðingurinn Aron Jóhannsson kom Grindvíkingum yfir en Rene Joensen og Sam Hewson bættu svo við sitt hvoru markinu. Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn: FH 0 – 3 Grindavík 0-1 Aron Jóhannsson ('27) 0-2 Rene Joensen ('45) 0-3 Sam Hewson ('66) …
Grindavík hlaut silfur í Fótbolta.net mótinu
Grindvíkingar náðu ekki að fylgja eftir góðum árangri í riðlakeppni Fótbolta.net mótsins í úrslitaleik mótsins á laugardaginn, en liðið tapaði þar fyrir Stjörnunni, 1-0. Eina mark leiksins kom á 29. mínútu og voru Stjörnumenn heldur líklegri en hitt til að bæta við þangað til á 60. mínútu þegar Jósef Kristinn Jósefsson leikmaður Stjörnunnar fékk rautt spjald. Grindavík náði þó ekki …
Úr leik! – Fyrirlestur um heilaáverka í knattspyrnu
Næstkomandi miðvikudag munu þrjár knattspyrnukonur deila reynslu sinni af því að hljóta heilahristing og heilaáverka í fótbolta. Tvær þeirra eru Grindvíkingarnir Ólína Viðarsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir. Viðburðurinn hefst kl. 19 á miðvikudaginn nk. 31. janúar og verður í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42.Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður einnig í beinni útsendingu á Facebook. Viðburðurinn á Facebook
Dagur og Sigurjón valdir í úrtakshóp U19
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Sigurjón Rúnarsson hafa verið valdir í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U19 ára landslið karla, en það er Þorvaldur Örlygsson þjálfari sem velur hópinn. Æfingarnar fara fram helgina 2.-4. febrúar. Þeir Dagur og Sigurjón eru báðir fæddir árið 2000 og hafa verið að banka á dyrnar hjá aðalliði Grindavíkur. Báðir léku þeir sína fyrstu meistaraflokksleiki síðastliðið sumar …
Grindavík í úrslit Fótbolta.net mótsins
Grindavík tryggði sér sigur í A-riðli Fótbolta.net mótsins á föstudaginn, þegar liði sigraði HK 2-1. HK dugði jafntefli til að vinna riðilinn en Rene Joensen gerði útum drauma HK og skoraði bæði mörk Grindavíkur. Grindavík mætir Stjörnunni í úrslitaleik mótsins næstkomandi laugardag kl. 13:00 í Kórnum. Hér má lesa umfjöllun Fótbolta.net um leikinn og hér má lesa viðtal Fótbolta.net við …
Rilany og Vivian áfram með Grindavík
Kvennalið Grindavíkur hefur samið við hinar Brasilísku Rilany Aguiar Da Silva og Viviane Holzel Domingues um að leika með liðinu í Pepsi-deildinni sumarið 2018. Rilany lék með Grindavík í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili, þar sem liðið endaði í 7. sæti. Hún lék sem bakvörður og kantmaður og skoraði 3 mörk. Rilany kemur aftur til Grindavíkur í lok apríl en hún …
Gunnar Þorsteinsson hjá Grindavík til loka 2020
Knattspyrnudeild UMFG og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson gengu um helgina frá nýjum samningi við leikmanninn, sem gildir út árið 2020. Gunnar, sem er fæddur árið 1994, hóf sinn meistaraflokksferil hjá Grindavík 15 ára gamall sumarið 2009. Hann hélt síðan út til Englands og lék síðan með ÍBV í nokkur ár en snéri heim sumarið 2016 og hefur verið einn af máttarstólpum …
Grindavík lagði Keflavík – Dagur Ingi skoraði tvö
Grindavík kom, sá, og sigraði í Suðurnesjaslagnum í Fótbolta.net mótinu í gær þegar liðið mætti Keflavík í Reykjaneshöllinni. Hetja Grindavíkur í þessum leik var hinn 17 ára Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, en Dagur kom Grindvíkingum yfir á 6. mínútu og tvöfaldaði svo forskotið í upphafi síðari hálfleiks. Byrjunarlið Grindavíkur: 12. Kristijan Jajalo, 6. Aron Jóhannsson, 8. Gunnar Þorsteinsson, 9. Matthías …
Æfingagjöld UMFG 2018
Greiðslumiðlun/Nóri æfingagjöld Næstu daga fá foreldrar rukkun um fyrri greiðslu æfingagjalda fyrir árið 2018 ef foreldrar hafa ekki nú þegar greitt æfingagjöldin og jafnframt er ítrekað að þegar að greiðsluseðill berst í heimabanka foreldra/forráðamanna þá er það Greiðslumiðlun sem sér um innheimtuna (16.000.- kr) fyrir börn sem verða 6 ára til 16 ára. Við minnum á að ef fólk óskar …
Grindavík gerði jafntefli við FH í Fótbolta.net mótinu
Grindavík og FH skildu jöfn í fyrsta leik liðanna í A-riðli Fótbolta.net mótsins, en leikið var á Akranesi. Lokatölur leiksins urðu 1-1 og komu bæði mörkin með stuttu millibili í fyrri hálfleik. Mark Grindavíkur skoraði Akureyringurinn Jóhann Helgi Hannesson. Byrjunarlið Grindavíkur í leiknum: 12. Kristijan Jajalo; 6. Aron Jóhannsson, 7. Orri Hjaltalín, 8. Gunnar Þorsteinsson, 9. Matthías Örn Friðriksson, 10. …