Grindavík áfram í Mjólkurbikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík er komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla, en liðið lagði Víði í Garði gær, 2-4. Nemó kom Grindvíkingum á bragðið strax í upphafi leiks og var staðan orðin 0-3 áður en heimamenn náðu að klóra í bakkann. Sigur Grindvíkinga var aldrei í mikilli hættu en margir af yngri leikmönnum liðsins fengu að spila í gær og skoraði hinn …

Grindvíkingar töpuðu opnunarleiknum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar töpuðu fyrst leik Pepsi-deild karla þetta árið en FH voru gestir hér í Grindavík á laugardaginn. Eina mark leiksins skoraði Steven Lennon á 34. mínútu, en þetta var 50. deildarmark hans á Íslandi. Grindvíkingar fengu sín færi í leiknum en náðu þó ekki að nýta þau og tap gegn sterkum FH-ingum staðreynd. Næsti leikur Grindavíkur í deildinni er útileikur …

Strákunum spáð 7. sæti í Pepsi-deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hefja leik í Pepsi-deild karla á laugardaginn, en þeir mæta FH-ingum hér heima í Grindavík í fyrsta leik. Grindvíkingar voru að öðrum liðum ólöstuðum spútniklið deildarinnar í fyrra og enduðu í 5. sæti eftir mjög góða byrjun á tímabilinu. Síðan þá hefur markakóngur deildarinnar, Andri Rúnar Bjarnason, horfið á braut í atvinnumennsku, og hópurinn í heild minnkað, en liðið hefur …

Stuðningsmannafundur með Óla Stefáni á Bryggjunni í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu, býður stuðningsmönnum til skrafs og ráðagerða á Bryggjunni í kvöld, fimmtudag, kl. 21:00. Óli ætlar að fara yfir komandi sumar, Pepsi-deildina 2018 og áherslur okkar fyrir sumarið.  Bryggjubræður bjóða uppá súpu og kaffi, en fundurinn verður á þriðju hæð Bryggjunnar, og hefst eins og áður sagði kl. 21:00.

Gunnar Már Gunnarsson nýr formaður knattspyrnudeildar UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Gunnar Már Gunnarsson er nýr formaður knattspyrnudeildar UMFG, en ný stjórn var kjörin á framhaldsaðalfundi síðastliðinn sunnudag. Jónas Karl Þórhallsson, sem gegnt hefur stöðu formanns um árabil, gaf ekki áframhaldandi kost á sér á aðalfundi deildarinnar í mars og þurfti því að halda framhaldsfund. Þar var Gunnar Már einn í framboði til formanns og samþykktur samhljóða.  Stjórn knattspyrnudeildar var kosin …

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar á sunnudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Framhaldsaðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn í Gulahúsinu sunnudaginn 22. apríl kl 18:00. Dagskrá fundarins: 1.    Kosning formanns. 2.    Kosnir 6. menn í stjórn. 3.    Kosnir 6. menn í varastjórn. 4.    Kosning 2. endurskoðaenda. 5.    Önnur mál. 6.    Fundarslit. Stjórn Knattspyrnudeildar UMFG

Úrslitaleikur Lengjubikarsins í kvöld kl. 19:30

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar leika til úrslita í Lengjubikarnum í kvöld kl. 19:30, en leikurinn fer fram á Eimskipavellinum í Laugardal. Andstæðingar Grindvíkinga verða Íslandsmeistarar Vals. Þetta er annað árið í röð sem Grindvíkingar leika til úrslita í mótinu, en þeir tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum þegar liðið bar sigurorð af KA á dögunum. Grindvíkingar hafa leikið afar vel á undirbúningstímabilinu en á dögunum …

Orri Freyr til GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Orri Freyr Hjaltalín, sem gekk til liðs við Grindavík á ný í haust eftir að hafa leikið norðan heiða síðan 2012, hefur gengið frá félagaskiptum frá Grindavík yfir í GG.  Fótbolti.net greindi frá: Reynsluboltinn Orri Freyr Hjaltalín hefur gengið til liðs við GG í 4. deildinni.  Orri spilaði sinn síðasta leik með uppeldisfélaginu Þór síðastliðið haust.  Orri flutti þá til …

Grindvíkingar í úrslit Lengjubikarsins annað árið í röð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins annað árið í röð þegar liðið bar sigurorð af KA síðastliðinn fimmtudag. Lokatölur urðu 0-1 fyrir Grindavík en það var fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson sem skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu. Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn má lesa hér. Úrslitaleikurinn fer fram mánudaginn 9. apríl kl. 19:15 en leikið verður á Eimskipavellinum í Laugardal. …

Breskir tvíburar til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hafa bætt tveimur leikmönnum í hópinn fyrir baráttuna í Pepsi-deild kvenna á komandi sumri, en hinar bresku, Rio og Steffi Hardy, gengu frá samningi við liðið í vikunni. Þær systur eru báðar 21 árs, Rio er sóknarmaður og Steffi varnarmaður. Báðar hafa spilað þær með Blackburn Rovers á Englandi. Þær munu koma til Grindavíkur í maí en þær leika háskólafótbolta í South Alabama …