Nú er komið að hinni árlegu blómasölu drengjanna í 5. og 6. flokki. Stefnan er sett á N1 mótið á Akureyri og Orkumótið í Vestmannaeyjum. Blómasalan verður dagana 28. – 30. maí á planinu við Geo Hotel. Opnunartími verður eftirfarandi: Þriðjudaginn 28. maí frá kl. 16:00 – 19:00 Miðvikudaginn 29. maí frá kl. 16:00 – 19:00 Fimmtudaginn 30. maí frá …
Skráning stendur yfir í knattspyrnuskóla Grindavíkur
Skráning stendur nú yfir í knattspyrnuskóla Grindavíkur fyrir sumarið en boðið verður upp á 3 námskeið. Námskeiðin verða þrjú og skiptast í eftirfarandi tímabil: 3 vikur frá 3. – 20. júní 10.000 krónur 3 vikur frá 1. – 18. júlí 10.000 krónur 2 vikur frá 7. – 21. ágúst 7500 krónur Skráning fer fram á milos@grindavik.is og á Facebook síðu skólans. Með skráningu þarf …
Sigur gegn Fylki
Grindvíkingar tóku á móti Fylki á heimavelli í gærkvöldi í fimmtu umferð Pepsí Max-deildarinnar. Grindvíkingar unnu 1-0 en markið skoraði Josip Zepa með skalla á 74. mínútu. Það var eftir hornspyrnu frá Aroni Jóhannssyni sem boltinn hafnaði í netinu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fögnuðu heimamenn markinu innilega. Með sigrinum er Grindavík komið í 4-6. sæti með 8 …
Grindavík vann Aftureldingu 2-1
Grindavíkurstelpur tóku á móti Aftureldingu hér á heimavelli í gær kl. 14:00. Þetta var þeirra annar leikur í Inkasso-deildinni og höfðu þær betur. 2-1 var staðan í leikslok en það var Birgitta Hermannsdóttir sem skoraði bæði mörkin, annað á 24. mínútu og hitt á 87. mínútu. Staðan í deildinni er sú að Grindavík er í 6. sæti en efst eru …
Grindavík vann KR 2-1 á heimavelli
Grindavík vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir lögðu KR hér á á heimavelli í gærkvöld. Lokatölur urðu 2-1 en tapið er það fyrsta hjá Vesturbæingum í sumar. Með sigrinum komst Grindavík upp í 7. sæti deildarinnar en Grindavík, KR og Fylkir eru jöfn að stigum, öll með 5 stig eftir sigur, tap og tvö jafntefli. …
Fótboltasumarið komið á fullt hjá Grindavík
Fótboltasumarið hófst nú í lok apríl þegar Grindvíkingar tóku á móti Breiðabliki í Pepsí Max-deild karla. Grindavík hefur nú spilað þrjá leiki í deildinni, gert tvö jafntefli og tapað einum leik. Það var í fyrsta leik sumarsins sem Grindavík tapaði fyrir Breiðablik á heimavelli 0-2. Annar leikur sumarsins var síðan á móti Stjörnunni í Garðabænum sem lauk með 1-1 jafntefli. Guðmundur Steinn …
Fyrsti leikur Grindavíkur í Pepsi Max-deildinni á morgun
Grindavík mætir Breiðabliki á morgun í sínum fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni þetta fótboltasumar. Leikurinn hefst kl. 14:00 en stuðningsmenn ætla að hittast um kl. 13:00 á Salthúsinu og hita upp stemninguna, allir velkomnir. Túfa þjálfari meistaraflokks mun mæta og fara yfir uppstillingu liðsins en einnig fer fram sala árskorta. Einstaklingskort kostar 12.000 krónur og hjónakort 18.000 krónur. Frítt er …
Nettó styrkir Knattspyrnudeild Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði í morgun undir samstarfssamning til tveggja ára við matvöruverslunina Nettó. Fram kemur í fréttatilkynningu deildarinnar að þetta sé stærsti samningur sem Nettó hefur gert við deildina.“Við erum þeim mjög þakklátir fyrir þeirra framlag til knattspyrnunnar í Grindavík.“ Á meðfylgjandi mynd eru f.v. Brynja verslunarstjóri Nettó í Grindavík, Gunnar Már formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur og Hallur Geir, rekstrartjóri Nettó.
Aðalfundur UMFG 2019
Aðalfundur UMFG 2019 Aðalfundur UMFG verður haldinn í Gjánni íþróttamiðstöðinni miðvikudaginn 06.mars 2019 kl 20:00. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn UMFG
ATH frestað til 1. mars: Framhalds aðalfundur hjá Knattspyrnudeild UMFG
Framhalds-aðalfundi Knattspyrnudeildar UMFG verður hefur verið frestað til 1. mars kl: 18:00 í Gulahúsinu. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í kvöld, miðvikudaginn 27. febrúar. Dagskrá fundarins: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra. 3. Kosning ritara. 4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram. 5. …