Knattspyrnuþjálfarar óskast til starfa

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Unglingaráð Knattspyrnudeildar Grindavíkur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er eftir einstaklingum með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun.  Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og/eða unglinga.  Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði eru kostir sem nýtast vel í þessu starfi.  Umsóknir og spurningar berast til Ragnheiðar Þóru formanns unglingaráðs. anton@simnet.is eða í síma 865-5218

Grindavík mætir Augnabliki í kvöld kl. 19:15

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík mætir Augnabliki í 10. umferð Inkasso deildar kvenna í kvöld. Grindavík situr í 8. sætir deildarinnar en það hefur ekki gengið nægilega vel síðustu þrjá leiki sem allir hafa tapast. Grindavík keppti fyrsta leik mótsins við Augnablik fyrr í sumar en þá töpuðu þær 3-1. Þær eiga því harm að hefna i kvöld. Augnablik er í 6. sæti deildarinnar, …

Heimaleikur á móti ÍA í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tekur á móti Skagaliðinu ÍA í kvöld í Pepsí Max-deild karla í kvöld kl. 19:15. Þetta er þrettánda umferðin í deildinni en Grindavík situr í 9. sæti deildarinnar með 12 stig en Skagamenn eru í því 3ja með 20 stig. 

Grindavík tekur á móti FH í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tekur á móti FH í 6. umferð Pepsí Max deildarinnar í kvöld klukkan 19:15. Strákarnir eru nú í 10 sæti deildarinnar með einn sigur, tvö jafntefli og tvö töp í farteskinu. Það skiptir því miklu máli að vinna leikinn í kvöld. Stutt er síðan Grindavík spilaði við FH en á fimmtudaginn sl. kepptu liðin í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins …

Mjólkurbikarinn: Grindavík heimsækir FH í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík heimsækir FH í kvöld í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og hefst leikurinn kl.19:15. Einn leikur umferðarinnar fór fram í gær en þá vann Vikingur Reykjavík ÍBV í Vestmannaeyjum 2-3.   Þrír leikir fara fram í kvöld, en auk leiks FH og Grindavíkur tekur KR á móti Njarðvík og Breiðablik tekur á móti Fylki.  Dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum …

Grindavík lagði FH á heimavelli 2-1

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík er nú komið í 4. sæi í Inkasso-deild kvenna eftir sigur á FH á heimavelli í gær. Þetta var fyrsta tap FH en fyrir leikinn voru þær í 2. sæti og Grindavík í 6. sæti. FH situr nú í 3. sæti deildarinnar. Við óskum stelpunum til hamingju með sigurinn en mörkin skoruðu þær Írena Björk Gestsdóttir á 14. mínútu leiksins …

Grindavík tekur á móti FH í kvöld í Inkasso-deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tekur á móti FH í kvöld kl. 19:15 á Mustad-vellinum. Þetta er fjórða umferðin í Inkasso-deild kvenna en Grindavík situr í 6. sæti deildarinnar með einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap í farteskinu. FH erí 2. sæti deildarinnar með eitt jafntefli og tvo sigra.  Fjölmennum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs!

Grindvík mætir FH á útivelli í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Í gær var dregið í 8 liða úrslitum í Mjólkurbikarnum. Grindavík mætir FH á útivelli.  8 liða úrslit kvenna verða leikin 28.-29. júní á meðan 8 liða úrslit karla verða leikin 26.-27. júní. Aðrir drættir voru eftirfarandi: Mjólkurbikar kvenna Þór/KA – Valur KR – Tindastóll Selfoss – HK/Víkingur ÍA – Fylkir Mjólkurbikar karla Breiðablik – Fylkir KR – Njarðvík ÍBV …

Grindavík mætir Vestra í Mjólkurbikarnum í dag kl.18:00

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tekur á móti Vestra í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag kl. 18:00 á Mustad-vellinum. Vestri er í 2. deild og situr þar í 6. sæti af 12 liðum. Fyrri leikjum liðanna í bikarnum lauk þannig að Vestri hafði betur gegn Kára 3-1 og Grindavík vann Aftureldingu 4-1. Kári er í 10. sæti 2. deildar og Afturelding er í 10. …