Sigrún Sjöfn Ámundadóttir til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Nú rétt í þessu voru að berast stórtíðindi úr kvennakörfuboltanum en einn af betri leikmönnum Íslands, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, var að skrifa undir samning við Grindavík. Sigrún hóf leik í vetur á heimaslóðum með Skallagrími þar sem hún skoraði 31,5 stig að meðaltali í leik og tók 8,5 fráköst, en hún lék í sænsku úrvalsdeildinni síðastliðinn vetur. Það er enginn …

Frazier með 40 stig í opnunarleik tímabilsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Formleg vígsluathöfn hins nýja íþróttmannvirkis okkar Grindvíkinga fór fram í dag og var dagskráin glæsileg. Einn af hápunktum dagsins var fyrsti leikur Grindavíkur í vetur í Dominos deild kvenna en þær tóku á móti Valskonum í dag. Í hálfleik var skrifað undir fjöldan allan af samningum við íþróttafélög í bænum en einnig við nýjan styrktaraðila hjá körfunni, Mustad. Það er …

Jón Axel með þrefalda tvennu í spennusigri á Selfossi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hófu leik í Dominosdeild karla í gærkvöldi gegn liði FSu á Selfossi. Grindvíkingar eru án erlends leikmanns þar sem Hector Harold var sendur heim á dögunum og Eric Wise hefur ekki fengið leikheimild. Nýliðar FSu mættu dýrvitlausir til leiks og ætluðu greinilega að sanna að þeir ættu fullt erindi í þessa deild og voru okkar menn í stökustu vandræðum …

Grindavíkurliðunum spáð erfiðum vetri í Dominosdeildunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Árlegur blaðamannafundur KKÍ og Dominos fór fram í Laugardalshöll síðastliðinn þriðjudag, þar sem fyrirliðar og formenn liðanna spá fyrir um gengi þeirra í vetur. Við Grindvíkingar erum orðnir vanir því að vera í toppbaráttunni flest ár og gerum kröfur um árangur. Ef spáin í ár gengur eftir verða Grindavíkurliðin þó nokkuð fjarri þeirri baráttu í ár en karlaliðinu er spáð …

Hjólatúr um stíga og slóða við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í tilefni Hreyfiviku í Grindavík var boðið í hjólatúr en veðrið truflaði ferðaáætlun aðeins og því var ákveðið að endurtaka leikinn síðastliðinn sunnudag. Grindavíkurbær bauð þátttakendum í sund og bæjarstjórinn, Róbert Ragnarsson, bauð þátttakendum í kaffibolla að lokinni ferð. Mæting í þennan hjólatúr var afar góð en 46 hjólagarpar voru mættir til leiks og þar af var stór hluti utanbæjarfólk. …

Hitað upp fyrir Dominos deildina, Daníel Guðni í viðtali við karfan.is

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Keppni í Dominosdeild kvenna hefst núna um helgina en Grindvíkingar taka á móti Valskonum í fyrsta heimaleik sínum núna á laugardaginn kl. 16:30. Karfan.is hefur undanfarna daga verið að hita upp fyrir deildina, tekið púlsinn á þjálfurum liðanna og kannað hvernig liðin eru stemmd fyrir komandi vetur. Hér að neðan fylgir viðtalið sem Karfan tók við Daníel Guðna, þjálfara Grindavíkur. …

Hitað upp fyrir Dominos deildina, Jóhann Þór í viðtali við karfan.is

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Karlalið Grindavík hefur leik í Dominos deildinni á útivelli þetta árið en fyrsti leikur tímabilsins verður á Selfossi gegn FSu núna á fimmtudaginn kl. 19:15. Grindvíkingar urðu fyrir töluverðri blóðtöku í vor en einn besti leikmaður Íslandsmótsins á síðasta tímabili, Ólafur Ólafsson, er farinn til Frakklands í atvinnumennsku. Karfan.is tók nýjan þjálfara liðsins, Jóhann Þór Ólafsson tali: Það eru alltaf …

Snautleg frammistaða Grindavíkurkvenna í leik um meistara meistaranna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Kvennalið Grindavíkur heimsótti Stykkishólm um helgina þar sem leikið var um titilinn „Meistari meistaranna“. Liðin höfðu mæst í Grindavík fyrir skömmu í Lengjubikarnum þar sem Grindavík vann sigur í miklum spennuleik. Það var allt annað uppi á teningnum sem í þessum leik sem varð aldrei spennandi og Snæfellskonur fóru að lokum með yfirburðasigur af hólmi, 79-45. Nú er uppitunarleikjum fyrir tímabilið …

Fimleikanámskeið fyrir 3-5 ára

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir

Fimmtudaginn 15. október ætlum við að byrja með 6 vikna fimleikanámskeið fyrir 3-5 ára leikskólakrakka. Námskeiðið byrjar kl 17:15 og stendur til 18:00. Verð fyrir 6 vikna námskeið er 6000 kr og fer skráning fram í gegnum Nóra kerfið.Kveðja Fimleikadeild Grindavíkur

Stórt júdómót í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stórt og mikið júdómót fer fram í íþróttamiðstöðinni í Grindavík á laugardaginn. Mótið hefst kl. 11:00 í aldursflokkum U13 (11-12 ára) og U15 (13-14 ára) og lýkur um kl 13:00 og hefst þá keppni í aldursflokkum U18 (15-17 ára) og U21 árs (15-20 ára). Grindvíkingar munu eiga þar vaska sveit á meðal þátttakenda og eru Grindvíkingar hvattir til þess að …