Aðalfundi knattspyrnudeildarinnar frestað

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Aðalfundi knattspyrnudeildar UMFG hefur verið frestað til fimmtudagsins 25. febrúar af óviðráðanlegum ástæðum. Fundurinn hefst kl. 20:00. Dagskrá:– Venjuleg aðafundarstörf– Skýrsla stjórnar– Ársreikningur– Skýrsla unglingaráðs– Önnur málIðkenndur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG  

Ingunn og Sigrún í landsliðshópnum sem mætir Portúgal

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

A-landslið kvenna hefur verið við æfingar undanfarna daga en fram undan eru landsleikir gegn Portúgal úti og Ungverjalandi heima. Grindvíkingar áttu þrjá fulltrúa í 16 manna hópnum en Björg Einarsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn í þetta skiptið. Þær Ingunn Embla Kristínardóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verða því fulltrúar Grindavíkur í landsleiknum gegn Portúgal. Þeir leikmenn sem skipa lið Íslands …

Sundæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Sund

Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við sundþjálfarann Magnús Má Jakobsson munu bjóða upp á endurgjaldslausar sundæfingar í Grindavíkurlaug alla föstudaga út þetta skólaár. Æfingarnar hefjast næstkomandi föstudag, 19. febrúar og verða frá kl. 16.30-17.30. Æfingarnar eru fyrir fötluð börn og ungmenni á grunnskólaaldri en Magnús verður með aðstoðarmann á æfingunum. Við hvetjum sem flesta til að koma og nýta sér þetta …

Tveir bikarmeistaratitlar í hús um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Bikarúrslitahelgi KKÍ fór fram um helgina. Meistaraflokkarnir spiluðu á laugardegi en yngri flokkarnir spiluðu á föstudegi og sunnudegi. Það var því mikil körfuboltaveisla um helgina og tókum við Grindvíkingar virkan þátt í þessari veislu. Félagið átti fjögur lið í úrslitum í ár sem er frábær árangur. Meistaraflokkur kvenna, 9. og 10. flokkur kvenna og unglingaflokkur karla léku öll úrslitaleiki um …

Bikarinn í Hólminn þetta árið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Bikarmeistarar Grindavíkur léku gegn Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitaleik Powerade bikarsins núna á laugardaginn og er skemmst frá því að segja að bikarinn hefur yfirgefið Grindavík og er farinn í Stykkishólm. Leikurinn fór illa af stað fyrir okkar konur sem voru ekki að finna sig í skotunum sínum en eftir 6 mínútna leik voru þær aðeins búnar að skora eina körfu …

Bikarblaðið komið út

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Bikarblað körfuknattleiksdeildarinnar er komið út, en eins og allir vita eru Grindvíkingar á leið með fjögur lið í bikarúrslit í ár. Stóri leikurinn er á morgun kl. 14:00 og gerum við ekki ráð fyrir öðru en að stúkan í Laugardalshöllinni verði fagurgul! Bikarblaðið var borið út í öll hús í Grindavík í gær en hér að neðan má sjá netútgáfu …

Meistaraflokkur karla gefur Abel sektarsjóðinn og skorar á önnur lið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Á dögunum bárust þær fréttir að Abel Dharia, markvörður ÍBV, væri með krabbamein. ÍBV stendur fyrir styrktarsöfnun fyrir Abel til að standa straum af lækniskostnaði og hafa leikmenn Grindavíkur ákveðið að gefa sektarsjóð sinn til söfnunarinnar og skora á fleiri lið að gera slíkt hið sama. Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta hringt í eftirfarandi númer eða lagt …

Forsalan á bikarúrslitin framlengd

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkingar athugið! Forsalan á bikarúrslitin hér í heimabyggð hefur verið framlengd. Hægt er að nálgast miðana hjá Lindu í Palóma, aðeins örfáir miðar eftir. Það er opið til 18:00 en Linda tekur við pöntunum í síma 777-3322 og verður með þetta heima hjá sér í kvöld. Sjáumst á morgun í gulri höll!

Mustad baráttukveðjur!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Mustad Autoline, Mustad Hooks og Ísfell ehf. óska körfuknattleiksliði kvenna í Grindavík góðs gengis í úrslitaleik gegn Snæfelli næstkomandi laugardag. Fyrirtækin eru stolt af árangri liðsins og ánægja ríkir með samstarfið við UMFG og þann íþróttaanda sem ríkir í Mustad-höllinni. Samstarfið hófst á haustmánuðum 2015 og gildir fram til vors 2018. Áfram Grindavík!

Forsölu á bikarleikinn lýkur í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Góðir Grindavíkingar! Stóra stundin nálgast nú óðfluga. Stelpurnar okkar leika til úrslita í Powerade bikarnum núna á laugardaginn, í Laugardalshöll kl. 14:00. Forsala miða á leikinn er nú í fullum gangi hjá Lindu í Palóma og henni lýkur í dag kl. 18:00. Miðarnir kosta 2.000 kr í forsölu og gildir miðinn á báða úrslitaleikina. Athugið að miðinn kostar 2.500 kr …