Íþróttafélagið NES verður með boccia-æfingu í dag, fimmtudag, kl. 17:00-18:30 í íþróttahúsinu (litla salnum). Þá verður sundæfing fyrir fötluð börn og ungmenni í sundlaug Grindavíkur á föstudaginn kl. 16:30-17:30.
Grindavík áfram í bikarnum eftir sigur á KA
Grindavík er komið áfram í Borgunarbikar karla eftir sigur á KA í jöfnum og spennandi leik sem lauk með 1-0 sigri okkar manna. Björn Berg Bryde skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Grindvíkingar eru því komnir í 16-liða úrslit bikarsins en urðu þó fyrir nokkrum skakkaföllum í leiknum þar sem þeir Andri Rúnar Bjarnason og Úlfar Hrafn Pálsson …
Stelpurnar örugglega áfram í bikarnum
Grindavík sótti Aftureldingu heim í Borgunarbikar kvenna á mánudagskvöldið. Það er skemmst frá því að segja að okkar konur fóru með öruggan 0-4 sigur af hólmi og eru því komnar í 16-liða úrslit en þar mæta þær úrvalsdeildarliði Þór/KA á Akureyri þann 11. júní. Mörk Grindavíkur: – Sashana Carolyn Campbell ’15 – Dröfn Einarsdóttir ’62 – Sashana Carolyn Campbell ’66 …
Fjórir Grindvíkingar í landsliðshópum fyrir NM
Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða fer fram í Finnlandi daga 26. – 30. júní næstkomandi. Leikmannahópar liðanna voru tilkynntir í morgun og eiga Grindvíkingar fjóra flotta fulltrúa í liðunum U16 ára landslið stúlkna Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík Eydís Eva Þórisdóttir · Keflavík Kamilla Sól Viktorsdóttir · Keflavík Elsa Albertsdóttir · Keflavík Sigrún Elfa Ágústsdóttir · Grindavík Hrund Skúladóttir …
Hinrik og Nökkvi í Vestra
Körfuknattleikslið Vestra samdi við þá Hinrik Guðbjartsson og Nökkva Harðarson síðastliðinn föstudag. Hinrik og Nökkvi eru uppaldir í Grindavík og urðu Íslandsmeistarar með unglingaflokki félagsins í síðasta mánuði. Nökkvi lék þó einnig með meistaraflokki KFÍ, sem gengur nú undir nafninu Vestri. Hinrik lék 22 leiki með meistaraflokki Grindavíkur á síðasta tímabili auk þess sem hann var lykilleikmaður unglingaliðsins. Mynd …
Úrslit úr töltmóti Brimfaxa
Töltmót Brimfaxa fór fram síðastliðinn föstudag í nýrri og glæsilegri reiðhöll félagsins. 32 keppendur voru mættir til leiks en alls var keppt í 6 flokkum. Ljósmyndari heimasíðunnar var á staðnum og smellti af nokkrum myndum en þær má sjá á Facebook-síðu bæjarins. Úrslit: Pollar teymdirAlbertÍris MjöllNadía LífÍsoldSigurður AriSnorri Stefáns. PollarEmilía SnærósLilja RósSindri SnærÞórey Tea Barnaflokkur1. Magnús Máni Magnússon – Gosi …
Úrslit úr töltmóti Brimfaxa
Töltmót Brimfaxa fór fram síðastliðinn föstudag í nýrri og glæsilegri reiðhöll félagsins. 32 keppendur voru mættir til leiks en alls var keppt í 6 flokkum. Ljósmyndari heimasíðunnar var á staðnum og smellti af nokkrum myndum en þær má sjá á Facebook-síðu bæjarins. Úrslit: Pollar teymdirAlbertÍris MjöllNadía LífÍsoldSigurður AriSnorri Stefáns. PollarEmilía SnærósLilja RósSindri SnærÞórey Tea Barnaflokkur1. Magnús Máni Magnússon – Gosi frá Borgarnesi2. Enika …
5 mörk og toppsætið
Grindvíkingar tóku Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði í kennslustund á Grindavíkurvelli á laugardaginn en 5 mörk litu dagsins ljós áður en leikurinn var allur. Grindavíkur hefur því unnið 3 fyrstu leiki sumarsins og situr í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga. Vonandi gefur þetta góða start vísbendingu um það sem koma skal í sumar. Grindvíkingar fönguðu innilega eftir leik. Blaðamaður Fótbolta.net fékk …
Grindvíkingar komnir með markvörð og einn sóknarmann til
Grindvíkingar hafa verið með allar klær úti á leikmannamarkaðnum síðustu daga. Eins og við greindum frá á dögunum var markvörðurinn Anton Ari kallaður til baka úr láni af Valsmönnum en hinn ungi og efnilegi Hlynur Örn Hlöðversson er kominn til liðsins í láni frá Blikum til að leysa hann af hólmi. Þá er sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason einnig kominn til …
GG opnuðu leiktímabilið með sigri
Upprisa knattspyrnuliðsins GG fer vel af stað en liðið lék sinn fyrsta deildarleik í gær, gegn KB hér á Grindavíkurvelli. Skemmst er frá því að segja að GG unnu góðan sigur, 4-1, en báðir þjálfarar liðsins voru á meðal markaskorara. Í liði GG eru margir reynsluboltar úr fótboltanum, en þó enginn reynslumeiri en Gunnar Ingi Valgeirsson, sem lék sinn 395. …