Kjör íþróttafólks ársins í Gjánni á gamlársdag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kjöri á íþróttmanni og íþróttakonu ársins í Grindvík verður að venju lýst á gamlársdag. Hófið fer fram í Gjánni, nýrri félagsaðstöðu UMFG í íþróttamiðstöðinni, kl. 13:00. Athöfnin er öllum opin og Grindvíkingar hvattir til þess að fagna glæsilegu íþróttaári með íþróttafólkinu okkar. Tilnefningarnar í ár eru eftirfarandi: Tilnefningar í kjör á íþróttamanni Grindavíkur 2016 Alexander Veigar Þórarinssontilnefndur af Knattspyrnudeild UMFG …

Firmamótið á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið í 30. skipti þann 30. desember næstkomandi í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG og er leikið með battaboltafyrirkomulagi. Í tilefni þess að firmamótið er haldið í 30. skipti þá verður verðlaunað, eins og hefbundið er, fyrir 1, 2 og 3 sæti en einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann …

Jón Axel valinn nýliði vikunnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera það gott í bandaríska háskólaboltanum með liði sínu Davidson en hann var valinn nýliði vikunnar í Atlantic 10 riðlinum í liðinni viku. Jón átti góðan leik á móti Jacksonville skólanum þar sem hann skoraði öll sín 10 stig í seinni hálfleiknum og var lykilmaður í áhlaupi liðsins sem tryggði þeim að lokum 75-60 …

Helgi Jónas með nýja bók – ágóðinn fer í gott málefni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Helgi Jónas Guðfinnsson, fyrrum landsliðsmaður í körfuknattleik og núverandi líkamsræktarfrömuður með meiru, var að gefa út sína þriðju bók. Bókin ber heitið „Little lessons on Basketball conditioning“ og í henni er farið í gegnum þolþjálfun fyrir körfubolta. Bókina er hægt að nálgast frítt á netinu næstu klukkustundir en einnig er tekið við frjálsum framlögum. Bókin átti upprunalega að koma út 20. …

Stuðningsmaður ársins 2016 – tilnefningar óskast

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins. Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is í síðasta lagi fimmtudaginn 22.des 2016.

Gleðileg jólakveðja frá UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Forvarnarnefnd, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældir á nýju ári. Viljum við þakka kærlega fyrir góð samskipti við deildir innan UMFG og síðast en ekki síst iðkendum, þjálfurum og þeim ótrúlega mörgu sjálfboðaliðum sem sjá um að halda starfinu gangandi innan deildanna, án þeirra yrði starfið ekki eins frábært og það er í dag. Vonum við …

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur 21. janúar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur verður haldinn í golfskálanum að Húsatóftum laugardaginn 21. janúar 2017, kl.13:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Golfklúbbnum vantar sjálfboðaliða til ýmissa nefndarstarfa, áhugasamir hafi samband við Halldór formann eða senda línu á gggolf@gggolf.is. Félagar GG eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.Stjórnin.

Tilnefningar til íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2016

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kjöri á íþróttmanni og íþróttakonu ársins í Grindvík verður að venju lýst á gamlársdag. Hófið fer fram í Gjánni, nýrri félagsaðstöðu UMFG í íþróttamiðstöðinni, kl. 13:00. Athöfnin er öllum opin og Grindvíkingar hvattir til þess að fagna glæsilegu íþróttaári með íþróttafólkinu okkar. Tilnefningarnar í ár eru eftirfarandi: Tilnefningar í kjör á íþróttamanni Grindavíkur 2016 Alexander Veigar Þórarinssontilnefndur af Knattspyrnudeild UMFG …

Linda Eshun tryggði Ghana brons í Afríkubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Linda Es­hun, leikmaður Grinda­vík­ur er einnig landsliðskona hjá Ghana. Hún spilaði með landsliðinu í Afríkubikarnum fyrr í desember og er skemmst frá því að segja að hún tryggði liðinu bronsið á mótinu með því að skora sigurmarkið í 1-0 sigri á S-Afríku. Linda var öflug í liði Grindavíkur í sumar en hún skoraði 6 mörk í 14 leikjum og var …

Grindvíkingar áberandi á uppskeruhátíð Judosambandsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó

Uppskeruhátíð Judosambands Íslands var haldin síðastliðin laugardag og þar fengu 4 Grindvíkingar viðurkenningar. Þeir Sigurpáll Albertsson og Ármann Sveinsson hlutu viðurkenningu fyrir að hafa lokið prófi til svartabeltis í judo eða 1.dan. Arnari Má Jónssyni var veitt bronsmerki Judosambandsins fyrir uppbyggingu barna og unglinga judo bæði í Grindavík og Vogum. Gunnar Jóhannesson hlaut síðan heiðursgráðun í 3. dan fyrir margra …