Um leið og veittar voru viðurkenningar til íþróttafólks ársins í Grindavík voru ýmsar aðrar viðurkenningar veittar samhliða, svo sem hvatningarverðlaun og viðurkenningar fyrir fyrstu landsleiki. En það voru ekki bara iðkendur sem fengu verðlaun. Stuðningsmaður ársins var útnefndur í annað sinn og þá fékk unglingaráð körfuknattleiksdeildarinnar sérstaka viðurkenningu. Ráðið hefur unnið mikið og gott starf sem eftir hefur verið tekið …
Jafntefli gegn Stjörnunni í Fótbolta.net mótinu
Grindavík lauk um helgina leik í Fótbolta.net mótinu með 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Þau úrslit eru óneitanlega töluverð bæting frá síðasta leik þegar liðið steinlá gegn Skagamönnum, 6-1. Óli Stefán sagði í viðtali eftir leik að veikleikar liðsins hefðu öskrað á þá eftir tapið gegn ÍA og hann hefði unnið vel í þeim með leikmönnum fyrir þennan leik. Viðtal við …
Grindavík – Skallagrímur í kvöld – Rodriguez sennilega ekki með
Grindavík tekur á móti Skallagrími í Domino’s deild kvenna í Mustad-höllinni í kvöld kl. 19:15. Nýr erlendur leikmaður Grindavíkur, Angela Rodriguez, hefur ekki enn fengið leikheimild, en liðið sem hún lék með í Rúmeníu fyrir áramót hefur ekki ennþá gengið formlega frá félagaskiptunum frá sinni hlið. KKÍ og FIBA eru bæði komin í málið en ólíklegt verður að teljast að …
Steph Curry fylgdist með Jóni Axel spila vel í gær
Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að standa sig vel í bandaríska háskólaboltanum en hann átti glimrandi góðan leik í gær þegar Davidson sigraði Duquesne 74-60. Jón spilaði 37 mínútur og skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 3 boltum. Meðal áhorfenda var fyrrum leikmaður liðsins og NBA stjarnan Steph Curry en þetta sama kvöld hengdi skólinn …
Naumt tap gegn Íslandsmeistarunum í spennuleik
Grindavík tók á móti Íslandsmeisturum KR í gær í miklum spennuleik þar sem munurinn varð aldrei meira en 8 stig og liðin skiptust á að hafa forystuna. Í stöðunni 78-78 héldu KR-ingar í sókn þegar 16 sekúndur voru til leiksloka. Grindvíkingar héldu að þeir ættu villu til að gefa enda gaf taflan það til kynna en það reyndist á misskilningi …
KR í heimsókn í kvöld – ágóðinn af miðasölunni rennur til fjölskyldu Ölmu Þallar
Það verður sannkallaður stórleikur í Mustad-Höllinni í kvöld þegar að KR-ingar koma í heimsókn. Grindvíkingar ætla sér tvö stig og ekkert annað. En þó svo að leikurinn skipti máli í kvöld þá skiptir meira máli að Körfuknattleiksdeild UMFG hefur ákveðið að öll innkoma á leiknum í kvöld renni til Óla Más, Lóu og þeirra fjölskyldu vegna fráfals Ölmu Þallar. Hugur …
Skáknefnd UMFG mætti eldri borgurum í annað skipti
Æskan og ellin eins og við köllum okkar keppni var haldin í annað sinni í húsnæði eldri borgara (Víðihlíð) á dögunun. Eldri borgarar tóku vel á móti æskunni sem í þetta skiptið var ákveðin í því að yfirstíga sína óttablöndnu virðingu fyrir þeim eldri þegar þau myndu etja kappi við þá á skákborðinu. Þetta var mikil skemmtun hjá báðum félögum …
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur á laugardaginn
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur verður haldinn í golfskálanum að Húsatóftum laugardaginn 21. janúar 2017, kl.13:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Golfklúbbnum vantar sjálfboðaliða til ýmissa nefndarstarfa, áhugasamir hafi samband við Halldór formann eða senda línu á gggolf@gggolf.is. Félagar GG eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.Stjórnin.
Strákarnir áfram í bikarnum eftir sigur á Þórsurum
Eftir að hafa hikstað aðeins í tveimur síðustu deildarleikjum náðu Grindvíkingar að rétta úr kútnum á ný með góðum sigri á Þór á Akureyri í Maltbikarnum. Það var ekki mikið skorað í leiknum sem var jafn framan af en uppúr hálfleik náðu okkar menn betri tökum á leiknum og lönduðu að lokum sigri, 61-74. Á heimasíðu Þórasara, thorsport.is, var fjallað …
Angela Rodriguez nýr leikmaður Grindavíkur
Grindvíkingar hafa samið við nýjan erlendan leikmann sem mun leysa Ashley Grimes af hólmi en Grimes snéri ekki aftur til Íslands eftir jólafrí. Arftaki hennar heitir Angela Rodrigues, 26 ára bakvörður af bandarískum og mexíkóskum ættum. Ekki er búið að ganga frá allri pappírsvinnu fyrir Angelu og því litlar líkur á að hún nái bikarleiknum gegn Keflavík um helgina, sagði …