Grindavík pakkaði KR saman – hreinn úrslitaleikur á sunnudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það var rafmögnuð stemming og fullt útúr dyrum í Mustad höllinni í gær þegar Grindavík lagði KR í annað skiptið í röð í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur urðu 79-66 í hreint ótrúlegum leik þar sem Grindavík sýndi á sér allar sínar bestu hliðar, þá ekki síst varnarlega, en það er ekki á hverjum degi sem KR skorar aðeins 66 …

Pennarnir á lofti í Gula húsinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Skrifað var undir samninga við þrjá leikmenn meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í gær. Þær Anna Þórunn og Linda Eshun framlengdu samninga sína og Berglind Ósk Kristjánsdóttir er nýr leikmaður liðsins, en hún kemur frá Völsungi á Húsavík og hefur æft með liðinu í vetur og leikið með því í vor. Við bjóðum Berglindi velkomna til Grindavíkur og óskum liðinu góðs …

Hitað upp fyrir Pepsi-deildina í Gjánni annað kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Meistaraflokkur kvenna býður til kynningar á Pepsi-deildarliði Grindavíkur í Gjánni annað kvöld, þriðjudaginn 25. apríl, kl. 20:00. Þjálfari liðsins, Róbert Haraldsson fyrir yfir sumarið, leikmannakynningar, sala ársmiða og fleira. Allir hjartanlegan velkomir – veitingar í boði Hérastubbs bakara. Hvetjum sem flesta til að mæta og kynna sér starf meistaraflokks kvenna.

Óli Baldur með fimm mörk í bikarsigri GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

GG vann góðan 7-1 sigur á liði Snæfells/UDN á laugardaginn þar sem Óli Baldur Bjarnason gerði sér lítið fyrir og skoraði 5 mörk. Eins og við greindum frá á dögunum lagði Óli Baldur úrvalsdeildarskóna á hilluna en er augljóslega ekki dauður úr öllum æðum og mun eflaust reynast GG drjúgur ef hann heldur skónum frá hillunni góðu.

Útkall GULUR í kvöld!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þá er komið að úrslitastundu hjá strákunum okkar, en hver einasti leikur sem eftir er í þessari úrslitakeppni er hreinn og klár úrslitaleikur enda KR 2-0 yfir í einvíginu. Liðin mætast í DHL höllinni í kvöld kl. 19:15 og þurfa strákarnir á þínum stuðningi að halda!  Mætum öll í gulu og styðjum strákana til sigurs! Mynd: Víkurfréttir

KR lagðir að velli í Vesturbænum!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík hélt draumnum um Íslandsmeistaratitilinn á lífi í kvöld með glæsilegum sigri á KR á útivelli, 86-91. Mörg lið hefðu sennilega lagt árar í bát eftir jafn grátlegt tap og Grindvíkingar upplifðu í síðasta leik, en þeir létu mótlætið ekki buga sig og mættu dýrvitlausir til leiks í kvöld.  Grindvíkingar fóru vel af stað í leiknum og voru til alls …

Meistaraflokkur kvenna leitar að öflugu fólki fyrir sumarið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík mun hefja leik í Pepsi-deild kvenna eftir tæpa viku og er að mörgu að hyggja nú þegar liðið spilar á ný í efstu deild. Meistaraflokksráð kvenna leitar því að áhugasömum einstaklingum til að aðstoða og hjálpa til við skipulag á heimaleikjum í sumar, þar sem mikilvægt er að allt skipulag sé til fyrirmyndar. Fyrsti heimaleikur sumarsins verður 3. maí …

Leikur 2 í kvöld – hvar verður þú?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Úrslitakeppni Domino’s deildar karla heldur áfram í Grindavík í kvöld. Staðan í einvíginu er bara 1-0 og nóg eftir. Grindvíkingar ætla sér að verja sinn heimavöll og þurfa á ÞÍNUM stuðningi að halda til þess. Það er algjör lágmarkskrafa að Mustad höllin verði smekkfull af gulum og glöðum stuðningsmönnum í kvöld sem styðja okkar menn til sigurs. Leikurinn hefst kl. …

Rán um hábjartan dag í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík er komið í erfiða stöðu eftir grátlegt tap gegn KR á heimavelli í kvöld en KR kláraði leikinn með þristi þegar 5 sekúndur voru til leiksloka, lokatölur 88-89. Karfan.is og Grindavik.is voru í samstarfi í kvöld og var fréttaritari síðunnar á leiknum: Grindavík og KR mættust í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitum Domino’s deildarinnar. KR vann fyrsta …