Dregið var í undarúrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. Grindavík var í pottinum kvennamegin, ásamt ÍBV, Stjörnunni og Val. Grindavík mun mæta ÍBV í 4-liða úrslitum, en leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum þann 13. ágúst.
Fréttir frá Costa Blanca mótinu á Spáni
Stelpurnar í 3. flokki kvenna eru þessa dagana staddar á Spáni þar sem þær keppa á Costa Blanca mótinu. Alls fóru 16 stúlkur út, þrjár fæddar 2001, 11 fæddar 2002 og tvær fæddar 2003. Petra Rós Ólafsdóttir er fararstjóri hópsins og skrifar skemmtilegan pistil frá mótinu á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar: Eins og þið sáuð kannski þá er 3. flokkur kvenna núna …
Meiðslalistinn hjá Grindavík í lengra lagi
Þrátt fyrir gott gengi hjá Grindavík í Pepsi-deild karla í sumar hefur sjúkralistinn verið langur og útlit er fyrir að a.m.k. tveir leikmenn losni ekki af honum áður en tímabilið er á enda. Hákon Ívar Ólafsson meiddist illa á hné í síðasta leik og verður frá í þrjá mánuði. Svipaða sögu er að segja af Spánverjanum Rodrigo Gomes Mateo sem …
Dagur, Jón Axel og Ólafur í 24 manna æfingahóp landsliðsins
Craig Pedersen, þjálfari landsliðs karla, og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið og boðað 24 leikmenn sem munu mæta til æfinga þann 20. júlí þegar æfingar hjá landsliðinu hefjast. Grindavík á þrjá fulltrúa í hópnum, þá Dag Kár Jónsson, Jón Axel Guðmundsson og Ólaf Ólafsson. Hópurinn verður minnkaður fljótlega niður í hóp 14 til 15 leikmanna …
Þriðji sigurinn í röð hjá stelpunum
Grindavíkurkonur lögðu Hauka á útivelli í gær og unnu þar með sinn þriðja leik í röð, og annan í deildinni. Deildarsigrarnir hafa báðir komið gegn liðum sem sitja í fallsætum deildarinnar og er Grindavík nú komið í þægilega fjarlægð frá þessum tveimur neðstu sætum. Grindavík er nú með 12 stig, í 6. – 7. sæti ásamt FH, en botnlið Fylkis …
Ólöf Rún Óladóttir stigahæst í sigri Íslands á Svíþjóð
Norðurlandamót yngri landsliða í körfubolta hefur staðið yfir í Finnlandi undanfarna daga en á miðvikudaginn vann U16 lið stúlka góðan 2 stiga sigur á Svíþjóð í miklum spennuleik. Stigahæst íslensku stúlknanna var Grindvíkingurinn Ólöf Rún Óladóttir, en hún setti 23 stig og bætti við 5 fráköstum og 3 stoðsendingum. Karfan.is tók púlsinn á Ólöfu eftir leik: Tölfræði leiksins Myndasafn frá …
Dýrmætur sigur á Fylki í gær
Grindavíkurkonur lönduðu 3 dýrmætum stigum í botnbaráttunni í Pepsi-deild kvenna í gær þegar þær lögðu Fylki, 2-1, hér í Grindavík. Eftir þennan sigur hefur Grindavík slitið sig frá liðunum í fallsætum deildarinnar og eru með 5 stiga forskot á Fylki og 8 stiga forskot á botnlið Hauka. Það voru tvö jöfn lið sem mættust á Grindavíkurvelli í gær og mikil …
Markmannsvandræði hjá Grindavík – Telma Ívarsdóttir hleypur í skarðið
Báðir markmenn meistaraflokks kvenna eru nú komnar á sjúkralistann. Malin Reuterwall hefur ekki leikið með liðinu síðan í maí vegna höfuðmeiðsla og er farin frá félaginu og sennilega hætt í fótbolta. Emma Higgins hefur nú bæst á listann með brákuð rifbein. Grindavík hefur því fengið hina 18 ára Telmu Ívarsdóttir til liðs við sig frá Breiðabliki. Þar sem Telma er ennþá …
Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld
Það verður sannkallaður 6 stiga leikur á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld þegar Fylkir kemur í heimsókn en Grindavík og Fylkir eru í 8. og 9. sæti Pepsi-deildarinnar, en Fylkir er aðeins tveimur stigum á eftir Grindavík. Upphitun fyrir leikinn hefst kl. 18:00 en þá verður grillað í Gjánni gegn vægu gjaldi og svo verða knattþrautir og frís ís meðan …
Grindavík sótti stig í Kópavoginn
Grindavík sótti Blika heim í Kópavoginn í gær, í markalausum en fjörugum leik. Grindvíkingar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik og boltinn var að mestu í fótum heimamanna en vörn Grindavíkur var þétt og öguð og Blikar náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Þeir reyndu mörg langskot sem fóru annað hvort yfir markið eða í öruggar hendur …