Grindavík mætir ÍBV í 4-liða úrslitum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Dregið var í undarúrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. Grindavík var í pottinum kvennamegin, ásamt ÍBV, Stjörnunni og Val. Grindavík mun mæta ÍBV í 4-liða úrslitum, en leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum þann 13. ágúst.