Bikardraumum Grindavíkur er lokið þetta körfuknattleiksárið en strákarnir töpuðu gegn Njarðvík í gær og því bæði meistaraflokksliðin okkar úr leik. Leikurinn var jafn og spennandi og okkar menn að spila vel í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta hættu skotin að detta og Njarðvíkingar fundu sína fjöl. Grindvíkingar voru þó allan tímann inni í leiknum en voru mislagðar hendur í næstsíðustu …
Andri Rúnar til Helsingjaborgar
Sóknarmaðurinn öflugi Andri Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir samning við sænska liðið Helsingborg IF. Liðið leikur í næst efstu deild í Svíþjóð og má Andri byrja að spila með liðinu í janúar. Andri var einn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar og var bæði markahæstur í deildinni með 19 mörk og valinn leikmaður ársins af leikmönnum. Það er ljóst að Andri …
Grindavík steinlá gegn Keflavík í Maltbikarnum
Grindavíkurkonur mættu sannarlega ofjörlum sínum í Maltbikar kvenna á laugardaginn þegar Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur komu í heimsókn. Gestirnir tóku forystuna strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Þær byggðu hratt og örugglega ofan á hana og lokatölur urðu 43-96, gestunum í vil. Það blés ekki byrlega fyrir Grindavík í þessum leik, en liðið er enn án síns …
Róbert hættur hjá Grindavík
Róbert Haraldsson mun ekki þjálfa Grindavíkurkonur áfram, en knattspyrnudeild UMFG sendi frá sér fréttatilkynningu um starfslok Róberts á dögunum. Róbert náði ágætum árangri með nýliða Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna í sumar en liðið endaði í 7. sæti og komst í undanúrslit í bikarkeppninni. Ekki hefur verið gefið út hver eftirmaður Róberts verður né til hvaða starfa Róbert mun halda. Mynd: …
Carolina Mendes í Seríu A á Ítalíu
Portúgalska landsliðskonan Carolina Mendes sem lék með Grindavík í Pepsi-deild kvenna í sumar, mun ekki leika með Grindavík að ári en hún hefur gert samning við ítalska liðið Atalanta sem leikur í Seríu A. Mendes lék 17 leiki með Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði í þeim 3 mörk, en hún lék einnig með Portúgal á EM og skoraði …
Kveðja frá UMFG
Kæri félagi okkar og fyrrum formaður körfuknattleiksdeildar UMFG og stjórnarmaður í aðalstjórn félagsins til fjölda ára, Magnús Andri Hjaltason, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju kl 14:00 í dag. Við viljum votta fjölskyldu hans vinum og ættingjum innilegrar samúðar. Magnús Andri var einstakur maður og umfram allt frábær félagi. Við minnumst hans með hlýhug og virðingu. Magnús Andri og fjölskylda voru virkir …
Grindavík rúllaði yfir nýliðana á Egilsstöðum
Grindavík gerði góða ferð austur á Egilsstaði í gær þar sem nýliðar Hattar tóku á móti þeim. Skemmst er frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi og einstefna frá fyrstu mínútu, lokatölur 70-100, Grindavík í vil. Eftir þennan leik er Grindavík í 4. sæti deildarinnar með 3 sigra og 2 töp. Karfan.is var á staðnum: Hattarmenn kjöldregnir af …
Sigur og tap gegn Þórsurum um helgina
Grindavík og Þór mættust tvívegis um helgina í 1. deild kvenna, en alls eiga liðin eftir að mætast fjórum sinnum í vetur. Grindavík vann fyrri leikinn að þessu sinni, 62-59, en seinni leikurinn tapaðist, 89-91. Lið Grindavíkur var ansi þunnskipað í seinni leiknum þar sem margir leikmenn liðsins voru einnig að leika með yngri flokkum um helgina og voru aðeins …
Stórleikur í Mustad-höllinni í kvöld kl. 20:00
Það verður sannleikur stórleikur í Mustad-Höllinni í kvöld kl 20:00 þegar að Tindastólsmenn mæta með sína herdeild. Liðin með jafnmarga sigra/töp og nú skal látið sverfa til stáls. Börgerarnir verða klárir upp úr 18:30 og um að gera að mæta tímanlega. Allur aðgangseyrir á leiknum í kvöld sem og á báðum leikjum kvennaliðsins um helgina í Mustad-Höllinni mun renna til …
Grindavík tapaði heim gegn Tindastóli í jöfnum leik
Það voru tvö gríðarsterk lið sem mættust í Mustad-höllinni í kvöld en spekingarnir hafa flestir spáð þeim í toppbaráttuna í ár. Bæði lið eru afar vel mönnuð með valinn mann í hverju rúmi og má segja að leikurinn í kvöld hafi verið stál í stál frá fyrstu mínútu. Hvorugt liðið náði afgerandi forystu og um leið og annað þeirra gerði …