Ingvar og Hávarður unnu golfmót helgarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Opna Veiðarfæraþjónustan-mótið fór fram á Húsatóftavelli í dag og tóku alls 38 sveitir þátt í mótinu. Nokkuð hvasst var í Grindavík og sást það berlega á skorinu. Það var sveit 2 amigos skipuð þeim Hávarði Gunnarssyni og Ingvari Guðjónssyni, félögum úr GG, sem fóru með sigur af hólmi í mótinu. Þeir léku á 65 höggum nettó og urðu einu höggi …

Glæsilegur árangur á fimleikamóti á Laugarvatni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þann 4. maí sl. fóru 17 krakkar á aldrinum 11-15 ára á sitt fyrsta fimleikamót. Haldið var á Laugarvatn þar sem fjögur önnur lið í sambærilegum stærðar- og getuflokki kepptu á trampólíni og loftdýnu. Krakkarnir skemmtu sér frábærlega og ekki skemmdi fyrir að þau unnu 4 gull, 3 silfur og 5 brons.    Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn með …

Viðurkenningar á lokahófi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Glæsilegu lokahófi körfuknattleiksdeildarinnar sem haldið var í Kvikunni sl. laugardagskvöld lauk með kjöri á leikmönnum ársins í karla- og kvennaflokki. Hjá Íslandsmeisturunum í karlaflokki var það Jóhann Árni Ólafsson sem varð fyrir valinu sem leikmaður ársins og Þorleifur Ólafsson var bestur í úrslitakeppninni. Í kvennaflokki var Berglind Anna Magnúsdóttir valin leikmaður ársins, Ingibjörg Sigurðardóttir efnilegust og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir besti varnarmaðurinn. …

Gott stig í Kaplakrika

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík krækti sér á stig á erfiðum útivelli með því að gera jafntefli gegn FH í Kaplakrika 1-1 í 1. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Þrátt fyrir að FH-ingar hefðu verið meira með boltann gekk þeim erfiðlega að brjóta vel skipulaga Grindavíkurvörn á bak aftur og því voru úrslitin nokkuð sanngjörn. Í lið Grindavíkur vantaði m.a. Alexander Magnússon …

Lokahóf körfuboltans með öðruvísi sniði – Sigurhátíð í Kvikunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lokahóf körfuknattleiksdeildar nýkrýndra Íslandsmeistara Grindavíkur verður á morgun, laugardaginn 5. maí og verður það með allt öðru sniði en áður. Slegið verður upp mikill sigurhátíð í Kvikunni og verður þetta „standandi og minglandi sigurpartý,” líkt og Jón Gauti Dagbjartsson, stjórnarmaður í körfuboltanum komst að orði. Gert er ráð fyrir um 200 manns og fara 80 miðar í almenna sölu. Hægt …

GRINDAVÍK ÍSLANDSMEISTARI

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

GRINDAVÍK ER ÍSLANDSMEISTARI! Eftir 16 ára bið tókst Grindavík að landa titlinum með glæsilegum sigri í fjórðu rimmunni gegn Þór í Þorlákshöfn 78-72. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í leikslok og allt ætlaði um koll að keyra.  J´Nathan Bullock átti sannkallaðan stórleik í liði Grindavíkur í kvöld en hann skoraði 36 stig í leiknum og tók 8 fráköst. Ósvikin stemmning, þar …

VIÐ ERUM BESTIR! – MYNDASYRPA

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það var fagnað í Grindavík fram undir morgun. Þegar Grindavíkurliðið keyrði heim Suðurstrandarveginn beið múgur og margmenni á Austurvegi skammt við tjaldsvæðið þar sem tugi blysa voru tendruð til heiðurs nýkrýndum Íslandsmeisturum. Gleðin var taumlaus og síðan var haldið á Salthúsið þar sem titlinum var fagnað. Hér má sjá myndir úr ýmsum áttum af fögnuðinum í gærkvöldi. Efsta mynd: Páll …

Glæsileg fjölmiðlaumfjöllun um Íslandsmeistaratitilinn – Samantekt

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í öllum helstu fjölmiðlum landsins er fjallað ítarlega um Íslandsmeistaratitil Grindavíkur í gærkvöldi. Bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið eru með myndir á forsíðu sinni í dag. Þegar er komið eitt skemmtilegt myndband inn á Youtube frá fagnaðarlátum gærkvöldsins þegar liðið kom til Grindavíkur. Hér má sjá samantekt á fjölmiðlaumfjölluninni: Gríðarleg fagnaðarlæti í Grindavík –  Víkurfréttir – Myndband frá sigurgleðinni Myndband frá fagnaðarlátunum í …

SVONA Á AÐ FAGNA TITLINUM! – MYNDASYRPA

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistarar Grindavíkur fengu stórkostlegar móttökur þegar þeir komu heim í gærkvöldi eftir að hafa keyrt Suðurstrandaraveginn.  Múgur og margmenni safnaðist á Austurvegi við tjaldsvæðið og sprautað var úr slökkvibílum yfir meistarana.  Hér er frábær myndasyrpa frá fagnaðarlátunum sem Haraldur H. Hjálmarsson tók. Beðið eftir meisturunum. Spennan magnast. Guðmundur Bragason, fyrirliði meistaraliðsins frá 1996, með son sinn á öxlunum að taka …

ÞEIR SKORA OG SKORA! – MYNDASYRPA

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hér eru fleiri myndir frá fagnaðarlátunum í gærkvöldi þegar Grindavíkurliðið kom með bikarinn heim frá Þorlákshöfn. Sextán ára bið eftir stóra titlinum á enda. Til hamingju Grindvíkingar með þetta frábæra lið! Myndir tók Þorsteinn Gunnar Kristjánsson og þær tala sínu máli.