SVONA Á AÐ FAGNA TITLINUM! – MYNDASYRPA

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Íslandsmeistarar Grindavíkur fengu stórkostlegar móttökur þegar þeir komu heim í gærkvöldi eftir að hafa keyrt Suðurstrandaraveginn.  Múgur og margmenni safnaðist á Austurvegi við tjaldsvæðið og sprautað var úr slökkvibílum yfir meistarana. 

Hér er frábær myndasyrpa frá fagnaðarlátunum sem Haraldur H. Hjálmarsson tók.

Beðið eftir meisturunum. Spennan magnast.

Guðmundur Bragason, fyrirliði meistaraliðsins frá 1996, með son sinn á öxlunum að taka á móti liðinu.

Páll Axel stígur fyrstur út úr rútunni með bikarinn og allt ætlaði um koll að keyra.

Bullock sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar fagnar sigrinum með Helga Má.

Bullock var í góðum gír, frábær leikmaður og karakter.

Ryan Petinella eða Robocop kom aftur í Grindavíkurliðið um miðjan veturinn og var flottur í úrslitakeppninni.

Páll Axel og Sigurður Gunnar með bikarinn.

Veðurguðirnir léku við Grindvíkinga í gærkvöldi!

Giordan Watson var frábær í allan vetur.

Hverjir eru bestir! Gengið var að Salthúsinu með bikarinn.

Fögnuðurinn var ósvikinn. Ólafur henti hækjunum og skellti sér á bakið á tröllinu Petinella.

Íslandsmeistarar, Íslandsmeistarar! var sungið fram á rauða nótt!

Grindavík er númer eitt!